Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 14

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 14
Kornrækt á nýrri öld Reynsla og þróun í kornrækt á Þorvaldseyri í 40 ár Upphaf kornræktar undir Eyjafjöllum Árið 1960 hóf Eggert Ólafsson tilraunir með kornrækt á Þorvalds- eyri. Vakti hann áhuga fleiri bænda í sveitinni og tveimur árum síðar tóku 10 bændur sig saman og stofn- uðu kornræktarfélag Eyfellinga. Meginmarkmið þess var að gera til- raunir með kornrækt á Skógasandi. Það má segja að það hafi verið mikil bjartsýni að hefja kornrækt á því svæði því að þar hafði ekki vaxið stingandi strá í hundruðir ára. Fyrsta árið var byggi sáð í 28 hekt- ara, höfrum í tvo hektara og hveiti í þrjá hektara. Keypt var Cormick komþreskivél sem var dregin af traktor. Uppskeran var fremur rýr og um að kenna þurru og köldu sumri. Ekki er vitað um uppskeru- tölur. Segja má að komskurðurinn hafi verið sögulegur því að þama var sleginn fyrsti hveitiakur hér á landi frá upphafi Islandsbyggðar. Skógasandur var ekki heppilegur fyrir komrækt þar sem þar þurfti mikinn áburð og skemmdir urðu í þurrkatíð. Svo fór að menn tóku land á leigu í Drangshlíð og Ey- vindarhólum þar sem vom órækt- aðir móar. Þar gekk betur með kornræktina. Árið 1965 varð uppskeran 26 tunnur á hektara full- þurrkað og malað. Þurrkunin fór fram í grasmjölsverksmiðjunni á Hvolsvelli sem þá starfaði. Á þessum ámm reyndu menn að gera sér grein fyrir kostnaði við kom- rækt og varð niðurstaðan eins og sjá má í töflu 1. Það má segja að þessi fimm ár hafi verið mönnum mikil reynsla og ýmislegt komið í ljós við rækt- un og ekki síst við meðhöndlun komsins. Gerðar voru frumstæðar 14 - f R€YR 9/2001 Ólafur Eggertsson, bóndi, Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum þurrkstíur og blásið köldu lofti til þurrkunar sem kom svo í ljós að gekk ekki og kominu var því mok- að aftur í sekki og flutt í þurrkun á Hvolsvöll með tilheyrandi tilkostn- aði. Aldrei heyrði ég að menn hefðu nokkurn tíma reynt að súrsa komið. Árið 1968 lagðist félagið af og var komrækt þá eingöngu stunduð í heimalandi hér á Þorvaldseyri og hefur aldrei fallið niður þessa dags. Á þessum árum voru prófuð nokk- ur yrki af byggi og höfrum. Náið samstarf var við tilraunastöðina á Sámstöðum undir stjórn Klemenzar Kristjánssonar og síðar Kristins Jónssonar. Faðir minn lærði mikið af Klemenzi og má segja að hann hafi haft mikil áhrif á hann og vak- ið með honum áhuga á komrækt- Tafla 1. Kostnaður, kr/ha Árið 1965 1966 Fræ 0,63 1,88 Áburður 1,03 2,26 Vinna 0,95 0,92 Flutningur 0,24 l,23a) Þurrkun 0,94 Afskriftir véla 0,20 0,30 Samtals 3,99 6,99 Kostnaður v/fóðurbl. 7,04 7,26 Uppskera (tunnur) 26 13 a) Flutningur og þurrkun samtals. inni. Einnig má nefna að faðir minn kynnti sér komrækt í Noregi, heim- sótti bændur og rannsóknarstöðvar og var áskrifandi að landbúnaðar- blöðum svo sem Norsk Landbruk. Áttundi áratugurinn Á þessum árum var fyrsta sáðvél- in keypt en áður hafði verið dreif- sáð með áburðardreifara. Þá var einnig keyptur fjórskorinn plógur. Vélakaupin voru verulegt framfara- skref. Hér á Þorvaldseyri var kom- ið upp þurrkaðstöðu á þartilgerðu súgþurrkunargólfi í vélageymslu. Smíðaður var ofn og notaður mið- stöðvarbrennari til hitunar á lofti sem blásið var undir. Á þessum ár- um var oftast verið með korn í um 7 hekturum, en upp úr 1980 var al- gengt að vera með um 12-14 hekt- ara. Komuppskeran var talin ágæt ef hún var í kringum 2,5 tonn á ha. Kornið var aðallega notað í svín sem voru hér í um 30 ár. Hálmurinn var bundinn í litla bagga og seldur til Bjarna Helgasonar á Laugalandi í Borgarfirði til svepparæktunar og stóðu þau viðskipti í 15 ár. Níundi áratugurinn Áhugi manna á komrækt fór vaxandi, einkum í Landeyjum, Mýrdal og undir Eyjaföllum, enda kjamfóðurverð hátt þar sem tollar vom lagðir á innflutt kjamfóður (svonefndur kjarnfóðurskattur). Hér á Þorvaldseyri var keypt ný kornþreskivél árið 1987, sjálf- keyrandi af Massey Ferguson gerð. Um þessar mundir hóf Land- græðsla ríkisins tilraunir með að þreskja lúpínu með vél, en það hafði ekki verið gert áður. Því var ákvörðunin um vélakaupin gerð í nokkm samráði við Landgræðsl-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.