Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 7

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 7
Efri-Ás í Hjaltadal. (Freysmynd). í því að styðja hana áfram til góðra verka með því að eiga þama hlut. Þetta er eitt með öðru leið til að skagfirskir bændur sýni það að í héraðinu sé stundaður öflugur land- búnaður. Kannski hugsa líka einhverjir bændur þannig að það sé styrkur af því að þeir ráði sjálfir yfir þessari þjónustu í stað þess að henni sé stjómað t.d. frá Hvann- eyri eða Akureyri. Það fer ekki hjá því að hætta er á að þetta sogist smám saman burtu og það eitt að halda störfunum í hér- aðinu tel ég mjög mikils virði. Það er líka lýðræð- islegast að sem flestir bændur eigi þama hlut. E/i hver er hlutur kaupfélagsins í þessu ? Ég tel ekki að kaupfélagið sé að leggja þessu málið lið með beina peningalega hagnaðarvon í huga. En mér finnst ekkert óeðlilegt að KS, sem er búið að leggja mikið af mörkum til að efla landbúnað í hér- aðinu, vilji einnig styrkja leiðbein- ingaþjónustuna, sem allir eru sam- mála um að sé undirstaða að vel reknum landbúnaði. KS hefur svo ákveðið að koma þama inn með eitt stöðugildi, sem afurðastöðvar þess, mjólkursamlag og sláturhús, kosta. Sá sem því starfi gegnir mun vinna fyrir þá og önnur verkefni eftir því sem þau kalla á. Hafa skagfirskir bœndur sagt hug sinn um þessar hugmyndir? Já, það voru haldnir tveir kynn- ingarfundir fyrir bændur, í Mið- garði í Varmahlíð og í Hofsósi, þar sem málið var kynnt og menn bám fram fyrirspumir og gagnrýni, sem allt var mjög eðlilegt. Eftir það var efnt til allsherjar atkvæðagreiðslu með bréflegri kosningu. A kjörskrá voru 320,208 greiddu atkvæði, 187 sögðu já, 17 nei og 4 seðlar vom auðir. Við, sem að þessu stóðum, töldum okkur fá feykilega gott bak- land með þessum úrslitum. Draumur minn er að í framtíðinni muni ýmis önnur þjónustustarfsemi bætast þama við og upp rísi „Bú- garður“, eins og rekinn er á Akur- eyri og Búnaðarsamband Eyja- fjarðar á aðild að. Kaupfélag Skagfirðinga er búið að gera upp gamla skrifstofuhús- næðið ofan við Gránu þar sem að- alverslun þess var áður. Þetta hús- næði leggur það þessu nýja félagi til leigulaust fyrsta árið og síðan fyrir hóflega leigu. Hvað er áœtlað að þarna verði mörg stöðugildi? Búnaðarsambandið hefur haft þrjú stöðugildi ráðunauta og að auki hafa þrjú störf verið á vegum þess við bændabókhald. Við ráðu- nautaþjónustuna bætist svo eitt stöðugildi frá kaupfélaginu. Annars geta orðið þarna einhverjar tilfærsl- ur sem enn eru ekki komnar í ljós. Hvert er núna tillag bœnda til búnaðarsambandsins ? Menn greiða 500 kr. félagsgjald. Auk þess geta menn greitt svokall- að þjónustugjald, sem hefur verið kr. 5000 á ári og fyrir það hafa menn nánast fengið alla þá þjónustu sem þeir þurfa. Það hefur verið rætt um að verðleggja þjónustuna til þeirra sem greiða ekki þetta gjald og þá eru 5000 kr. fljótar að fara. Bændasamtökin eru að búa til grundvöll að þessari gjaldtöku. Ákveðin þjónusta hlýtur þó alltaf að verða veitt fyrir fastagjöldin sem tekin em af okkur, þ.e. gegnum Búnaðargjöldin og félagsgjöldin, og persónulega er ég dálítið smeyk- ur við, ef farið verður að selja þjón- ustuna, að þá minnki notkunin á henni. Ég held því að menn ættu að horfa ákveðið á það að það sem er undirstaðan í búfjárræktinni er skýrsluhaldið og þá þjónustu tel ég að ekki eigi að selja. Það gildir um skýrsluhald í öllum greinum búfjár- ræktarinnar. Þennan gmnn má ekki taka gjald fyrir. Nú fer vinnsla á öllu þessu skýrsluhaldi fram hjá tölvudeild Bœndasamtakanna í Reykjavík. Hvemig líkar þér við þá þjónustu? Ég þekki þetta einungis á kúa- skýrsluhaldinu og ég er alveg FPKEVR 9/2001 - 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.