Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2001, Síða 7

Freyr - 01.12.2001, Síða 7
fjórar ár í sveitinni og allar með laxveiði; Hofsá, Selá, Vesturdalsá og Sunnudalsá hjá mér, en hún er reyndar á sama vatnasvæði og Hofsáin og sama veiðifélagið um þær. Veiðifélögin eru annars þrjú. Karl Bretaprins veiddi um tíma í Hofsá, en hann hefúr ekki komið í mörg ár. Bretar hafa haldið tryggð við Hofsána og koma á hverju ári, þessir sömu menn. Það er veiðihús við Hofsá, sem Veiðifélag árinnar byggði og rekur og einnig er nýtt veiðihús við Vesturdalsá. Mér þykir ekki ólíklegt að veiði- tekjur til veiðiréttarhafa í Vopna- fírði gætu verið um kr. 35 millj. á ári og það munar heilmikið um það. Hlunnindi til sjávarins? Það er ekkert útræði lengur frá jörðum, en það er dálítið um æðar- varp, bæði sunnan við þorpið, í Syðri-Vík og Vatnsdalsgerði, og svo út með ströndinni, hjá Há- mundarstöðum og Ytri-Nýpum. Svo er dúntekja og eggjataka í Bjamarey. Einnig er svolitill reki, sem er nýttur í staura o.fl. Garðyrkja? Já, eitt bú, Fremri-Nýpur, er með kartöflur og rófúr sem það selur, og auk þess kál og sumarblóm, og þar er gróðurhús fyrir ræktunina, en að vísu ekki upphitað. Einnig er þar bólsturverkstæri. Heitt vatn er hvergi að fínna í Vopnafirði nema við sundlaugina í Selárdal. A mörgum bæjum ræktar fólk svo kartöflur, rófur og grænmeti fyrir sig en þó fer það minnkandi, því að fólki fækkar á bæjum. Hér em svo þrír ferðaþjónustu- bæir; Syðri-Vík, Vatnsdalsgerði og Hámundarstaðir. Hvað eru margar jarðir nú í byggð í Vopnafirði? Þær em um 30 og búskapur á þeim er mismikill. Byggðum jörð- um hefúr fækkað um helming sl. u.þ.b. 30 ár og fé í Vopnafirði hefur einnig fækkað mjög mikið. Árið 1978 vom rúmlega 7 þúsund fjár í austur sveitinni sem var trúlega um helmingur alls fjár í hreppnum þá, en nú em um 6.700 ijár í Vopna- firði öllum. Frá árinu 1998 til 2001 hefúr orðið 20% fækkun fjár. Af þessu leiðir að það er orðið mjög erfitt að manna göngur og þetta er mikið svæði sem þarf að smala; Vopnafjarðarheiðin, Tunguheiðin, Mælifellsheiðina og fleiri heiðar. Göngur em lagðar á bændur með dagsverkum miðað við fjáreign en nú er talað um að fækka þurfi kind- um í hverju dagsverki, en það er mjög erfitt fýrir menn að taka því. Hins vegar hefúr göngunum verið fækkað, þær em nú ekki nema tvær lögboðnar, fýrri og síðari, og menn verða svo bara að leita sjálfir ef það vantar fé. Þetta verður sífellt erfiðara og það er verið að fá menn í smala- mennsku sem þekkja ekki svæðið. Svo er annað að landið er svo opið og engar girðingar sem halda að fénu þannig að við emm að fá fé af Jökuldal langt fram eftir hausti. Þessu er slátrað hjá okkur nema á fyrstu göngu, þá koma þeir og sækja féð. Vopnfirðingar hafa getið sér gott orð jyrir öfluga menningarstarf- semi. Já, það er oft svo mikið um að vera að maður kemst ekki yfir að njóta þess. Við eigum þama konu, Sigríði Dóm Sverrisdóttur, í kaup- túninu sem átti mikinn þátt í því að koma okkur á kortið í þessum efn- um. Hún móðgaðist einhvem tím- ann við Þjóðleikhúsið fyrir að skilja Vopnafjörð eftir þegar það fór með leiksýningu kringum land- ið. Hún brást við því á þann hátt að fá hina og þessa til að troða upp hjá okkur. Þetta var um 1990. Svo var sett á laggimar Menn- ingarmálanefnd sem var mjög virk og Sigríður Dóra dreif áfram fram- an af en hefur nú látið öðmm eftir mest af starfinu en nýtt fólk heldur merkinu vel uppi. Þetta hófst hjá Sigríði Dóru með svokölluðum VopnaQarðardögum eða Vopna- skaki eins og það var líka kallað. Það stóð í viku að sumarlagi og á tímabili var það stílað upp á Versl- unarmannahelgina. Á Vopnafjarðardögunum var byrjað með hagyrðingamótin, þau hófust hjá okkur, og vom afar vel sótt. Svo voram við með sagna- kvöld þar sem fólk sagði sögur. Það hefur líka verið tekið upp víðar. Það hefúr verið farið í gönguferðir undir leiðsögu kunnugra og það hefur verið farið á sjó. Svo hafa verið sérstakir dagar á Burstafelli, en þar er minjasafn, svokallaðir „lifandi dagar“, eins og það er kall- að, og fólki sýnd gömul handbrögð. Fjós og hlaða á Síreksstöðum. FR€VR 12/2001 - 7

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.