Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.2001, Side 8

Freyr - 01.12.2001, Side 8
Sigriður og dótturdótir hennar, Karitas Anja, skoða kálfana. Það var með því fyrsta sem slíkt var gert úti á landi og tókst mjög vel. Kvenfélagið, Búnaðarfélagið og hreppurinn eru aðilar að þessu byggðasafni og fulltrúar þeirra sitja í stjórn, en heimilisfólkið á Burstafelli, einkum Björg Einarsdóttir, bamabam Metusalems Metu- salemssonar, sem stofnaði safnið, sér nú mest um það. Þetta hefur verið mjög vel sótt og fólk komið víðsvegar að, bæði á Burstafellsdaga og aðra viðburði. Það hafa líka margir komið til að troða upp hjá okkur, bæði einstaklingar og t.d. kórar og kórar koma mjög gjarnan þvi að við sækjum skemmtanir þeirra svo vel. Heima er auk þess kór, samkór, með fólk bæði úr sveitinni og þorpinu. Stjórnandinn er pólskur en hann og kona hans kenna við Tónlistarskólann hjá okkur. Þau eru rnjög vel látin. Auk þess er öflugur kirkjukór, sem organistinn, Kristján Daviðs- son, stjómar. Hvernig sérðu fyrir þér Vopna- fjörð eftir t.d. 20 ár. Er uggur íþér? Já, ég verð að viðurkenna að það er uggur í mér. Ef svo heldur fram sem horfír þá er ég mjög hrædd um þessa byggð. Bolfískvinnslan hefúr minnkað mikið og þar með vinnan í frystihúsinu. Litlu bátunum hefur fækkað og vinnslan færst út á sjó á stóm skipunum. Það má heldur ekki dragast meira saman í landbúnaði, mjólkursam- lagið og sláturhúsið þola illa meiri samdrátt. Við emm svolítið ein- angruð landfræðilega þó að ég upplifi mig ekki sem innilokaða. Það em góðar flugsamgöngur og þrjár leiðir á landi, og svo á sjó, sem fæstir nota núorðið, enda eng- in strandferðaskip eins og áður var. Hins vegar skreppur maður ekk- ert í Egilsstaði yfir veturinn. Eg held því að ein af forsendum fyrir því að það geti orðið uppgangur hjá okkur sé að fá jarðgöng undir Hell- isheiði yfír í Jökulsárhlíð. Með göngum kæmist á gott sam- band við Egilsstaði og það mundi styrkja bæði þessi svæði. Þá væri hægt að sækja vinnu í Egilsstaði og öfugt og samskipti við framhalds- skólana á Egilsstöðum yrðu allt önnur, t.d. að nemendur gætu kom- ið heim um helgar. Eg held að það séu vemlegir möguleikar í ferða- þjónustu hér á þessu svæði. Vopn- firðingar þurfa að fara að bretta upp ermamar og gera eitthvað í því svo að við sitjum ekki eftir í þróuninni. Þú hefur komið nálœgt jafnréttis- málum sveitakvenna? Já, ég sat í nefnd á vegum Bændasamtakanna, sem starfaði á árunum 1998-2000, ásamt Sólrúnu Ólafsdóttur og Herði Harðarsyni. Þannig er að konur í sveitum upp- lifa sig oft sjálfar sem eignalausar og þetta fínnst sumum körlum óttalega vitlaust tal og segja sumir að alveg væri þeim sama þó að koma þeirra væri skrifúð fyrir öllu á búinu. En það er ekki þetta sem málið snýst um. Það snýst um það að hjónin bæði eiga jörð sína saman. I mínu tilfelli komum við saman í sveitina og emm skrifúð bæði fyrir öllu, en í öllum gögnum, sem varða jörðina, þá kemur bara annað nafnið, þ.e. nafnið hans. T.d. með fasteignamatið. Af hverju er ekki hægt að segja: 50% eign þessara tveggja, eða: Sameign þessa fólks, alveg eins og með einkahlutafélög? Af hverju er ekki hægt að hafa eitthvert kerfí innan landbúnaðarins sem er ekki endilega einka- hlutafélag, þar sem báðir eða allir aðilar koma fram. Þetta em ekki endilega hjón, heldur bræður, systkini eða aðrir. Mér fmnst þama á ferð jafn- réttismál allra í sveitum og ekki aðeins kvenna. Ég hefði viljað að það væri til sérstök kennitala fyrir hvert bú, óháð eigendum. Síðan gætu eins margir og verkast vildi verið skrif- aðir fyrir því. Landbúnaðarframtal- ið væri síðan á kennitölu þessa bús. Þetta er hægt i einkahlutafélagi en mér finnst að það eigi líka að vera hægt utan þess, einkahlutafélag er of stórt batterí fyrir mörg bú. Lífeyrismálin ? Já, Haukur Halldórsson, sem sit- ur í stjóm Lífeyrissjóðs bænda, kom á fund til okkar í Búnaðarfé- lagi Vopnaijarðar og útskýrði fyrir okkur stöðu sjóðsins. Hann gerði okkur það ljóst að það tæki félaga i sjóðnum sjö ár að fá til baka það sem þeir hafa greitt i sjóðinn þegar þeir fara að fá greiðslur úr honum. Þá er að vísu ávöxtunin eftir. Þessi sjóður er ekki sterkari en þetta en það em að vísu 3-4 ár síðan. Um 1984-5 var veitt heimild til 8 - FR€VR 12/2001

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.