Freyr - 01.12.2001, Qupperneq 11
Gamli bærinn á Bustarfelli I Vopnafirði, nú minjasafn. (Ljósm. Sigurður Blöndal).
landsins. Með því móti verður bet-
ur unnt að nýta fomleifar á jörðum
landsins í uppbyggingu ferðaþjón-
ustu, eins og kemur vel fram í nýrri
skýrslu samgönguráðuneytis um
menningartengda ferðaþjónustu.
I umræðu um samstarf þjóð-
minjavörslunnar og skógræktar-
bænda hefur verið sérlega ánægju-
legt að finna áhuga skógarbænda á
því að nýta sér fomleifar í landinu í
starfi sinu og taka tillit til þeirra í
skógræktinni og auka þannig
möguleika sína á sviði ferðaþjón-
ustu. Náðst hefur góð samstaða um
að mikilvægt sé að skrá fomleifar
þar sem stendur til að rækta skóg
þannig að ekki verði rask á minjun-
um við framkvæmdina. Unnið
verður að því að móta vinnulag þar
um í samstarfi skógarbænda og
Fomleifavemdar ríkisins. Sums
staðar fer vel á því að rækta skóg í
sátt við þær minjar sem varðveittar
em á svæðinu en annars staðar er
mikilvægt að fara ekki í skógrækt
þar sem varðveita ber sögulegt og
séríslenskt landslag og ásýnd lands.
Þannig þarf að meta sameigin-
lega hvar fer best á því að rækta
skóg og framkvæma skógræktar-
átak markvisst án þess að raska
fomleifum. Með slíku samráði á að
vera hægt að koma í veg fyrir það
enda góður vilji þar um bæði meðal
aðila þjóðminjavörslunnar og skóg-
arbænda.
Til þess að tryggja sem best sam-
ráð var ákveðið í sumar sem leið að
minjaverðir, sem staðsettir em í
hverjum landshluta, verði í form-
legu samstarfi við skógræktarráðu-
nauta hvers landshluta. Þeim
áfanga ber að fagna enda ljóst að
það mun efla bæði þjóðminjavörsl-
una og skógrækt í landinu. Einnig
hafa Þjóðminjasafn íslands og
Fomleifavemd ríkisins tekið þátt í
námskeiðahaldi um þessi mál fyrir
skógarbændur. Þetta mun tryggja
árangur bæði í minjavörslu og
skógræktinni. Þannig verður unnt
að nýta fornleifamar samhliða
varðveislunni, m.a. í ferðaþjónustu
innan landbúnaðar.
Minjagripagerð og skógrækt
I starfshópnum hefúr einnig ver-
ið rætt um gerð minjagripa og þró-
un íslenskra muna í samvinnu þess-
ara aðila. Það er mikilvægt að fara
í slika þróunarvinnu á vegum
menntastofnana, listamanna,
bænda, handverksmanna og minja-
vörslunnar. Það gæti orðið atvinnu-
grein sem safnastarf og landbúnað-
ur í landinu hefði hag af.
Þjóðminjasafnið gegnir því hlut-
verki í íslensku samfélagi að varð-
veita, skrá, rannsaka, sýna og
kynna íslenskar menningarminjar.
Til slíkra minja heyra nánast öll
mannanna verk frá fyrri tímum;
hlutir, mannvirki, hugverk og jafn-
vel trú.
Húsasafnið og þáttur bænda
í varðveislu handverks
Húsasafn Þjóðminjasafnsins er
einstakt í heiminum, en þar eru
m.a. varðveittir merkustu torfbæir
okkar, s.s. Keldur, Glaumbær,
Laufás, Grenjaðarstaður og Bustar-
fell. Á fyrri hluta 20. aldar tók
Þjóðminjasafnið að sér varðveislu
húss i fyrsta sinn með friðlýsingu
bænhússins á Núpsstað.
I húsasafni Þjóðminjasafnsins
eru flestir torfbæir landsins og
flestar torfkirkjur sem enn eru
uppistandandi, auk ýmissa annarra
húsa sem talin eru hafa mikið
menningarsögulegt gildi og væru
glötuð ef safnið hefði ekki tekið
þau upp á arma sína. Þjóðminjasafn
íslands treystir mjög á gott sam-
starf við bændur við varðveislu
þessara byggingarsögulegu minja
enda góð handverksþekking nauð-
synleg í því verkefni. Það ber einn-
ig að rækta í menntun bænda enda
ljóst að áhersla á slíka handverks-
kunnáttu mun eflaust aukast með
menningartengdri ferðaþjónustu í
landinu. Mikilvægt er að slík ferða-
þjónusta byggi á raunverulegum
minjum okkar, m.a. torfbæjunum,
góðri þekkingu, vönduðu hand-
verki og virðingu fyrir sögu okkar
og menningu.
Framhald á bls. 13
FR€VR 12/2001 - 11