Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.2001, Qupperneq 24

Freyr - 01.12.2001, Qupperneq 24
Tafla 3b. Átta umsvifamestu verkþættirnir í fjósi með mjaltir á básum (þ.m.t. dagleg beit- arstjórnun), raðað eftir hlutfallslegum breytileika. Mögulegar skýringar á breytileika og sóknarfæri vilji menn draga úr vinnuálagi. CV Skýringar á breytileika. m.a. Möguleg sóknarfæri m.a. Sækja á beit 96% Landfræðilegar ástæður. Afmarka betur rekstrarleiðir gripa og staðsetningu beitarhólfa. Rag/rekstur 61% Skipulag fjóssins, rútínur Velja legubásaíjós ef kostur er. Athuga biðsvæði. Kjamfóðurgjöf 57% Tæknilausnir, staðsetning fóðurs Meta hvort vinnuspamaður réttlæti fjárfestingu í tæknibúnaði. Mjólkurfóðran 46% Staðsetning kálfa, lengd mjólkurfóðranarskeiðs, gerð íláta. Staðsetja kálfa nærri mjólkurhúsi. Athuga vinnuferla við hitun mjólkur.. Eftirlit m. bithaga 44% Landfræðilegar ástæður Ath. staðsetningu beitarhólfa. Þrif i fjósi 36% Gólfefni, handverkfæri, mannafli Athuga að velja heppileg yfirborðsefni og handverkfæri. Mjaltir 28% Nýting mannafla og tæknilausnir. Athuga vinnuferla. Gróffóðurgjöf 26% Flutningsleiðir, tæknibúnaður, gerð fóðurganga. Gjafavagnar á hjólum eða í braut eiga oft rétt á sér í stærri fjósunum. minnstan hlutfallslegan breytileika (af þeim þáttum sem við hér Qöllum um). Samantekt á nokkrum tilgátum um orsakir breytileika fyrir nokkur verk er sýnd i 3. töflu. Það virðist svo sem vinnuþörf fyrir tiltekin verk í fjósi, (mælt sem klst. á framleiðslueiningu), minnki nokkuð við vaxandi framleiðslu- magn. Ekki fengust þó tölfræðilega marktækar niðurstöður fyrir þessu. Þannig virðist verkið „mjaltir“ taka hlutfallslega nokkuð styttri tíma þegar framleiðslumagnið eykst og gæti sá munur numið um 180 klst. á ári fyrir hverja 100.000 lítra. Vinna við gjafir, (kjarnfóð- ur/gróffóður), virðist einnig minnka. Við vaxandi framleiðslu- magn er sá munur hins vegar mjög háður gerð fjósanna. Að lokum Hér hefur verið fjallað um vinnu við mjaltir, hirðingu og beitar- stjómun í mjólkurframleiðslunni. Aðrir verkþættir em ekki til um- fjöllunar hér, en era að sjálfsögðu efni til skoðunar. Mjólkurfram- leiðsla er í eðli sínu vaktavinna og auk þess sem áherslu þarf að leggja á góða framleiðni þá væri einnig ástæða til að skoða betur aðrar leið- ir til að draga úr vinnuálagi á kúa- búum með afleysingum, sam- rekstri, verkaskiptingu eða öðmm sambærilegum leiðum. Þakkir Bændunum sem hafa gefíð okkur kost á að gera athuganir er þakkað. Baldur Helgi Benjamínsson, Daði Már Kristófersson, Sigurður Axel Benediktsson og Gísli Sverrisson hafa, auk höfundar, framkvæmt mælingar. Grétar Einarsson, Bjami Guðmundsson og Hólmgeir Bjömsson hafa allir gefíð góð ráð um meðferð þeirra gagna sem safn- ast hafa. Heimildir Bames, R.M. 1980. Motion and Time Study Design and Measurement of Work. John Wiley & Sons, Inc, 689 s. Grétar Einarsson 1976. Vinnurann- sóknir í fjósum. íslenskar landbúnaðar- rannsóknir 8 (1-2): 27-47. Keller 1965. Veiledning i arbeids- studier. Kort meddelelse nr 3. Land- brukets Rationaliseringsfond, 34 s. Keller, P. 1985 Metoder og utrastning för arbetsstudier. NJF-Ut- redning/rapport nr 19, 50 s. KTBL 1998. KTBL-Tascenbuch Landwirtschaft 1998/99. Landbrugets Rádgivningssenter 1997. Handbok for driftsplanlægning 1997. Altalað á kaffistofunni Lionsmenn græða upp land Lionsklúbburinn Baldur fékk úthlutað landi í Svartártorfúm á Biskupstungnaafrétt til upp- græðslu, i samstarfí við Land- græðslu ríkisins. Einn klúbb- félaga er Sturla Friðriksson, erfðafræðingur, og kunnur fyrir kveðskap sinn. Um þetta orti hann eftirfarandi vísu: Lionsbrœður bera á- burð og frœ með aga- legum krafti sem þeir sá svo í Baldurshaga. 24 - pR€VR 12/2001

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.