Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 15
raunaflokki I 22,7 kg og 21,3 kg í
tilraunaflokki III.
Þegar litið er á afurðir mjólkur-
skeiðsins þá verður munurinn
eðlilega ennþá meiri vegna hins
mikla munar á bili á milli burða.
Fyrir kýmar i flokki I er meðaltal
mjólkurskeiðsins 8.262 kg, hjá til-
raunaflokki II 9.245 kg, í flokki
III 11.631 kg og síðan í flokki IV
þar sem afurðir em mestar þá voru
þær 12.820 kg.
Ljóst er því að fram koma mik-
il áhrif á afurðir af báðum með-
ferðarþáttum, þ.e. mislöngu bili á
milli burða og af tíðni mjalta.
Eins og ffam hefur komið var
framkvæmd nákvæm skráning á
fóðumotkun. Fóðumýting í tilraun-
inni var síðan metin sem fóðurorka
umffarn viðhaldsfóður sem fór til
ffamleiðslu á hveiju kg af orkuleið-
réttri mjólk. Svíar meta sitt fóður
ekki í fóðureiningum heldur í MJ
(megajoule) af breytiorku. Sam-
kvæmt slíku mati var fóðumýting
kúnna, sem bám með 18 mánaða
millibili og vom mjólkaðar þrisvar
á sólarhring, best en þær þurffu að
meðaltali 5,5 MJ til framleiðslu á
hveiju kg af orkuleiðréttri mjólk
(u.þ.b. 0,44 FE), en lökust var fóð-
umýting kúnna sem bám á 12 mán-
aða ffesti og vom mjólkaðar þrisv-
ar á dag, en þær þurfti 5,9 MJ til
sömu ffamleiðslu (u.þ.b. 0,47 FE).
Höfundar telja ástæðu til að vekja
athygli á því að sú meðferð, sem la-
kasta útkomu gefur, er sú sem
mjólkurffamleiðsla í Svíþjóð miðar
við. Þeir benda einnig á að þegar
kýmar em mjólkaðar offar á sólar-
hring verður fóðumýting þeirra
betri og það hefði einnig greinilega
mátt sjá á breytingum hjá þeim í
holdafari á mjólkurskeiðinu. Vís-
bendingum um ýmsar skýringar á
jákvæðum áhrifum tíðari mjalta úr
tilrauninni verður vikið að síðar.
Eins og sjá má þá halda kýmar,
sem haldið er síðar, miklu betur
uppi afurðum þegar á mjólkur-
skeiðið líður eins og vænta má.
Mjólkurþol þeirra, sem off er met-
ið sem hlutfallsleg lækkun í dags-
nyt eftir að hæstu dagsnyt er náð,
er því miklu betra.
Eðlileg geldstaða
ER KÚNUM NAUÐSYNLEG
Lögð er talsverð áhersla á að sam-
spil mjaltatíðni og bils á milli burða
er nokkurt og bendir höfúndur á að
breytileiki í lengd mjólkurskeiðsins
hafi orðið áberandi mikill hjá kún-
um sem höfðu langt bil á milli burða
en vom aðeins mjólkaðar tvisvar.
Þessi munur í breytileika var einnig
mun meira áberandi hjá kúnum á
öðm mjólkurskeiði en hjá fyrsta
kálfs kvígunum. Ahrif aukinnar
mjaltatíðni kemur þannig mjög
áberandi ffam hjá kúm sem fá tæki-
færi til mikillar ffamleiðslu með
lengdu bili á milli burða. Lengri
geldstöðutími kúnna, sem höfðu 18
mánuði á milli burða, er sagður hafa
haft greinileg jákvæð áhrif á ffam-
leiðslu kúnna á næsta mjólkurskeiði.
Hjá jafn afurðamiklum gripum
og víða er orðið em vaxandi vanda-
mál tengd því að tryggja kúnum
eðlilega geldstöðu vegna þess að
kýmar þarf að gelda meðan þær em
enn í ffemur hárri dagsnyt (talsvert
yfir 10 kg). Þessu fylgja stundum
vandamál með júgurheilbrigði.
Með lengdu bili á milli burða er
dregið úr áhættu af þessum þætti
því að auðveldara verður þá að
stýra kúnum í “hæfilega” dagsnyt
þegar að geldstöðu kemur.
Samkvæmt tilraunaskýrslunni
komu engin frjósemisvandamál
ffam í sambandi við að lengja bil á
milli burða, heldur virtist auðveld-
ara að fá kýmar þá til að festa fang
og ffjósemi kúnna þannig betri við
þá meðferð. Við lengingu á bili
milli burða em allar kýr komnar
yfir mesta álagsskeið í fóðmn, þeg-
ar að sæðingu kemur, en þegar
stefnt er að 12 mánaða bili á milli
burða fellur þetta mun offar saman.
Samspil mjólkurmagns og efna-
hlutfalla er vel þekkt en með auk-
inni nyt verður mjólkin að öðm
jöfnu þynnri. Þetta kom ffam í
þessari tilraun, kýmar, sem vom
mjólkaðar þrisvar á sólarhring, hafa
lægri efnahlutföll en þær sem
mjólkaðar vom tvisvar. Afurðatöl-
umar, sem nefndar em fyrr í grein-
inni, em orkuleiðrétt mjólk þannig
að þar er tekið tillit til þessa munar.
Framangreind þynningaráhrif
em jafnvel enn betur þekkt í sam-
bandi við frumutölu í mjólk. 1
þessari tilraun kom fram lækkun
frumtölu þegar 12 mánuðir vom á
milli burða ef kýmar voru mjólk-
aðar þrisvar í stað tvisvar á sólar-
hring. Tilsvarandi svörun í frumu-
tölu vegna mjaltatíðni kom hins
vegar ekki fram hjá kúnum sem
höfðu 18 mánaða bil á milli burða.
Tíðari mjaltir létta
KÚNUM ALLAR HREYFINGAR
Ýmislegt athyglisvert kom ffam
við mælingar á atferli kúnna. Það
skýrir vafalítið að einhverju leyti
þann mun sem mælist í afurðum
og heilsufari gripa sem fá mis-
munandi meðferð hvað varðar
þætti sem verið var að bera saman
í tilrauninni. Greinilegur munur
kom fram í því hve lengi kýmar
stóðu eða lágu síðustu klukku-
stundir fyrir mjaltir við morg-
unmjaltimar, eftir því hvort kým-
ar voru mjólkaðar tvisvar eða
þrisvar á sólarhring. Einnig var
greinilegt að allar hreyfmgar við
að standa upp og leggjast voru
erfiðari og tóku meiri tíma hjá
kúnum sem voru mjólkaðar tvisv-
ar en þeim sem þrisvar voru
mjólkaðar. Þetta leiðir síðan til
þess að kýmar, sem sjaldnar em
mjólkaðar, leggjast fyrr eftir
mjaltir og því aukin áhætta á að
þær leggist áður en speninn hefur
náð að lokast vel eftir mjaltir en
við það eykst áhætta á smiti um
spenaopið.
Freyr 9/2003 -15 |