Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 14
A að láta kýrnar bera
með árs millibili?
ið æskilega framleiðslu-
kerfi í mjólkurfram-
leiðslu hér á landi og í
flestum nálægum löndum er
talið vera að hafa kýr sem bera
með árs millibili.
Með feikilegri aukningu meðal-
afurða á síðustu árum hafa ffjó-
semisvandamál hjá kúm víða far-
ið stigvaxandi. Hér á landi mun
láta nærri að bil milli burða hjá
mjólkurkúm sé um 13 mánuðir að
meðaltali og víða um heim hefur
bændur borið enn meira af leið frá
hinni sígildu 12 mánaða viðmið-
un. Umræða um það hvort þessi
viðmiðun sé endilega hið eina
rétta hefur því víða farið vaxandi
á síðustu árum.
Eg hef í greinum um frjósemi
mjólkurkúa vikið að því að í Sví-
þjóð væri verið að framkvæma til-
raunir til að reyna að varpa ljósi á
þessi mál. Nýverið birtist tilrauna-
skýrsla um þessar tilraunir eítir
Söru Österman, sem sá um þær.
Um margt eru niðurstöður tilraun-
anna mjög forvitnilegar og hljóta
að vekja til umhugsunar. Hér á
eftir er ætlunin að rekja nokkrar af
niðurstöðunum. Rétt er samt í
upphafi að leggja á það áherslu að
þessar tilraunir eru gerðar með
kýr með mun meiri afurðagetu en
íslenskar kýr. Slíkt verður að hafa
í huga, eigi að reyna að draga
ályktanir af sumum niðurstöðum
fyrir aðstæður í mjólkurfram-
leiðslu hér á landi.
Umrædd tilraun fór fram við til-
raunastöð Sænska landbúnaðarhá-
skólans á árunum 1994-1997. í
tilrauninni vor samtals 72 kýr af
Sænska rauða mjólkurkúakyninu
(SRB). Þær voru bæði á fyrsta og
öðru mjólkurskeiði. Kúnum var
skipt í ijórar tilraunameðferðir:
I. Bil milli burða 12 mánuðir og
kýmar mjólkaðar tvisvar á sól-
arhring.
II. Bil milli burða 12 mánuðir og
kýmar mjólkaðar þrisvar á sól-
arhring.
III. Bil milli burða 18 mánuðir og
kýmar mjólkaðar tvisvar á sól-
arhring.
IV. Bil milli burða 18 mánuðir og
kýmar mjólkaðar þrisvar á sól-
arhring.
í tilrauninni var að sjálfsögðu
nákvæm skráning afúrða gripanna,
fóðmn þeirra, heilsufar og einnig
allvíðtækar atferlisathuganir.
A mynd 1 er sýnt mjólkurlínurit
fyrir tilraunameðferðirnar ljórar.
Þar kemur fram vemlegur munur
á milli tilraunameðferða. Eins og
við er að búast verður stærstur
hluti af muninum til á síðari hluta
mjólkurskeiðsins.
Þegar afurðir eru metnar sem
meðal mjólkurmagn á dag þá
reynist það mest hjá kúnum með
18 mánaða bil milli burða sem em
mjólkaðar þrisvar á dag, þar sem
magnið var 24,2 kg af orkuleið-
réttri mjólk á dag. I hópnum með
12 mánaða bil milli burða og
mjaltir þrisvar á sólarhring var til-
svarandi meðaltal 23,4 kg, í til-
Mynd 1. Linurnar sýna fimm vikna meðalnyt af orkuleiðréttri mjólk. Þrihyrn-
ingar sýna nyt kúa þar sem 12 mánuðir eru milli burða en hringir 18 mánuði
milli burða. Opnir þrihyrningar og hringir merkja tvennar mjaltir á sólarhringi
en fylltir þrennar mjaltir.
114 - Freyr 9/2003