Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 31
Afkoma kúabænda árið 2002
Inngangur
I þessari grein er ijallaö um af-
komu kúabænda á árinu 2002
með tilliti til þróunar síðustu ára
eftir því sem hún birtist í skýrsi-
um Hagþjónustu landbúnaðarins
um uppgjör búreikninga. Einnig
er nefnd nokkur atriði sem varða
framtíð rekstrarins og k'klegar
breytingar í rekstrarumhverfinu.
Vinnuþáttur bóndans og fólks
hans er Utt mældur og verður
hver og einn að mynda sér skoðun
á því hvað aukið eða minnkað
vinnuframlag eigenda vegur í
þeim breytingum sem hér eru
birtar.
VIÐMIÐUNARBÚ
Þau gögn, sem notuð eru við
þessa umfjöllun, eru tekin upp úr
búreikningaskýrslum Hagþjón-
ustu landbúnaðarins og birt hér á
töfluformi. Ég tók þá ákvörðun
að vinna nær eingöngu með gögn
frá stærri kúabúum og setti mörk-
in við 900 ærgildi sem samsvarar
156.500 lítra framleiðslu. Meðal-
innlegg þeirra 36 búa, sem mynda
þennan viðmiðunarhóp fyrir árið
2002, er rétt rúmlega 200.000 lítr-
ar og hefur meðalstærð þessa hóps
hækkað jafnt og þétt síðustu ár. í
einhver skipti vitna ég í önnur
gögn en þá er það sérstaklega tek-
ið fram.
Búreikningar Hagþjónustu
landbúnaðarins fyrir árið 2002 eru
reyndar ekki sérstaklega vel
dreifðir á landið og hefúr Norð-
austurland of mikið vægi og Suð-
urland of lítið. Annar galli er á
gagnagrunni Hagþjónustu land-
búnaðarins fyrir árið 2002 og það
er að tölur um bifreiðakostnað
vantar í marga reikninga en ég
leiðrétti það á þann hátt að halda
þeim kostnaði óbreyttum frá fyrra
ári. Astæða er til að ætla að upp-
lýsingar um birgða- og bústofns-
breytingar vanti í jafnmarga búr-
eikninga en það skiptir minna
máli upp á samanburðinn. Þess-
um galla í gagnasafninu verður
væntanlega kippt í liðinn á næsta
ári. I búreikningaskýrslunni segir
einnig (á bls. 8) að kaup á fúll-
virðisrétti hafí dregist saman á
milli ára og er þar átt við saman-
burð sömu búa. Búreikningamir
sjálfir (á bls. 88) sýna hins vegar
hækkun á fymingum fullvirðis-
réttar milli ára og einnig hækkun á
bókfærðu virði fúllvirðisréttar og í
ljósi þess að um línulega 5 ára
fymingu er að ræða bendir það til
þess að upplýsingar um að kaup á
fullvirðisrétti hafi dregist saman á
milli ára séu rangar. I viðmiðun-
argmnninum sem hér fylgir virð-
ast kaup á fúllvirðisrétti einnig
vera að aukast en hér ber að geta
þess að ekki er um samanburð
sömu búa að ræða.
Helstu breytingar
FRÁ FYRRA ÁRI.
Þegar rætt er um afkomu kúa-
bænda á árinu 2002 fer mest fyrir
jákvæðum þáttum. Arðsemi
rekstrarins virðist hafa aukist
þannig að reksturinn skilar nú
fleiri krónum til eigenda sinna en
árið áður. Nokkur hækkun er á
breytilegum kostnaði við búið og
reyndar einnig á svokölluðum
hálffostum kostnaði. Vaxtagjöld
lækka örlítið en það er ekki raun-
lækkun heldur skýrist sá munur á
því að vísitala neysluverðs hækk-
ar minna árið 2002 heldur en árið
2001.
Velta búanna hefur aftur á móti
aukist frá fyrra ári þannig að
ffamlegð eykst í krónum þó að
framlegðarstig lækki. Fjármagns-
liðir lækka einnig frá fyrra ári og
niðurstaðan er mun meiri hagnað-
eftir
Sigurð Eiríksson,
landsráðunaut
í rekstrar-
fræðum,
Bænda-
samtökum
Islands
ur en árið 2001 en reyndar hefúr
hagnaður þessara búa lækkað
nokkuð frá árinu 1997. Á sama
tíma hefur hagnaður fyrir laun,
vexti og afskriffir hækkað veru-
lega. Við skoðun á ástæðum
þessa kemur í ljós að niðurfærsla
fúllvirðisréttar ræður miklu um
lækkun hagnaðar og hefur raun-
veruleg rekstrarafkoma búanna
því batnað á þessum tíma. Af-
koma þessara bænda er því
“ásættanleg” að því leyti að ijár-
munamyndun rekstrarins dugar
fyrir launum eigenda og ríflega
það. Ef viðhaldi á framleiðsluað-
stæðum er sinnt sem skyldi innan
þessara kostnaðartalna þá er ekki
ástæða til að kvarta yfir afkom-
unni.
Þegar búin eru skoðuð kemur í
ljós að framlegð á lítra lækkar lít-
illega á milli ára en stækkun bú-
anna hefúr þau áhrif að um nokkra
framlegðaraukningu er að ræða
þrátt fyrir það. Þetta leiðir hugann
að þeirri áherslu sem ávallt er
lögð á samanburð á lítra eða á
framleiðslueiningu. Að sönnu
auðveldar það mjög samanburð en
menn verða alltaf að hafa það á
bak við eyrað að það eru heildar-
tölumar sem skipta máli og það
þarf alltaf að skoða þær samhliða
hinum.
Sambærilega skekkju gera
menn þegar þeir gera framlegð og
framlegðarstig að meginatriði í
Freyr 9/2003 - 31 |