Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 48

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 48
Fjósbygging úr stórböggum. Geymsla fyrir gripina meðan á sýningu stóð. Ljósm. Guðmundur Steindórsson. manns á Hvanneyri. Þar kepptu konur og karlar í ýmsum þrautum. Einnig sýndi Brynjar Finnsson, bústjóri á Möðruvöllum, nauta- teymingu. Búgarður - Ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi stóð fyrir Kýr 2003 í samstarfi við Leiðbein- ingamiðstöðina í Skagafírði, Ráð- gjafaþjónustu Húnaþings og Stranda, Landssamband kúa- bænda og aðildarfélög þess á Norðurlandi og Norðurmjólk. Mörg fyrirtæki og stofnanir studdu einnig sýninguna með íjárframlögum. Framkvæmd hennar var í nánu samstarfi við stjórnendur Handverkshátiðar- innar. Framkvæmdastjóri Kýr 2003 var Gunnfríður Elín Hreið- arsdóttir. Keppnisflokkar voru eftirfar- andi: 1. Barnaflokkur, 11 ára og yngri. Við dórna var tekið tillit til eftir- farandi þátta: a) Útlit kálfs, þ.e. snyrtingu, hreinleika hárafars, fóðrunar og holdíyllingar. b) Sýningar, þ.e. tamningar grips- ins og fas hans. c) Sýnanda, þ.e. framkomu og snyrtimennsku. Fyrstu tveir liðimir giltu 90% af einkunninni. 2. Unglingaflokkur, 12 til 16 ára. Sami dómstigi gilti í unglinga- og bamaflokki. 3. Fyrsta kálfs kvígur. a) Útlitsdómur, þ.e. fyrri dómur úr kúaskoðun endurskoðaður á sýningunni. b) Útlit, þ.e. hárafar, fóðrun snyrt- ing, hreinleiki og holdfylling. c) Sýning, þ.e. tamning, fas og framkoma sýnanda. Fyrsti liðurinn vóg 75% af eink- unninni. 4. Mjólkurkýr. . Sama var lagt til grundvallar á dómi fullorðnu kúnna og þeirra yngri. Dómarar á sýningunni voru ráðunautarnir Guðmundur Jó- hannesson, Guðmundur Stein- dórsson og Jón Viðar Jónmunds- son. Úrslit urðu sem hér segir, en fímm keppendum var raðað í hverjum flokki: Barnaflokkur: Þar mættu 13 keppendur á aldr- inum tjögurra til ellefu ára með kálfa á bilinu 1 til 10 mánaða gamla. 1. Hjörtur 114 Fellshlið, Eyja- ljarðarsveit. Sýnandi Ingvi Guðmundsson, 6 ára. 2. Doppa 660 Hrafiragili, Eyja- fjarðarsveit. Sýnandi Pétur Elvar Sigurðsson, 10 ára. 3. Sæbjöm Nesi, Eyjaijarðarsveit. Sýnandi Steinþór Þrastarson, 9 ára. 4. Spes 658 Hrafnagili, Eyjaijarð- arsveit. Sýnandi Jeff Chris Hallstöm, 11 ára. 5. Trú Mannskaðahóli, Höfða- strönd. Sýnandi Bjamveig Rós Bjamadóttir, 10 ára. Unglingaflokkur: Keppendur í þessum flokki vom aðeins þeir 5 sem hér eru taldir. Gripimir vom á aldrinum þriggja til sex mánaða gamlir. 1. Auðhumla, Auðbrekku, Hörg- árdal. Sýnandi Eygló Halla Ingvadóttir, 13 ára. 2. Gjöf Finnastöðum, Eyjafjarð- arsveit. Sýnandi Jón Dan Jó- hannsson, 12 ára. 3. Ragnheiður Möðmvöllum II, Hörgárdal. Sýnandi Brynhildur Laufey Brynjarsdóttir, 12 ára. 4. Fönn Brimnesi, Viðvíkursveit. Sýnandi Ragnheiður Halldórs- dóttir, 12 ára, aðstoðarmaður Snorri Bjöm Atlason, 10 ára. 5. Stjána 345 Stærra-Árskógi, Ár- skógsströnd. Sýnandi Kristján Jóhannsson, 14 ára. Fyrsta kálfs kvígur: Til leiks mættu 6 kvígur. 1. Frú 7 Möðruvöllum II, Hörgár- dal. Fædd 10. sept. 2000. F: Forseti 90016. M: Skrauta 309. Afurðir: Hæsta dagsnyt 21,2 kg - fíta 3,25% - prótein 3,13 %. Dómseinkunn 89 stig. Sýnandi Gunnar Þóroddsson. | 48 - Freyr 9/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.