Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 20

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 20
yfirleitt ekki meðhöndlun og þeim ber að farga. I Bandaríkjunum, Hollandi, Bretlandi og fleiri löndum er al- mennt ráðlögð „blind“ geldstöðu- meðhöndlun, þ.e. allar kýr eru meðhöndlaðar, meö þeim rökum að kúm, sem eru ekki meðhöndlað- ar, er 10 sinnum hættara við sýk- ingu í geldstöðunni en þeim sem fá geldstöðulyf. Deilt er um þessa að- ferðafræði. Almennt séð ber dýra- læknum að forðast notkun sýkla- lyfja nema vísindaleg rök liggi til grundvallar notkunar þeirra. Að loknum burði er bakkapróf- ið (CMT próflð) ómetanlegt til að meta júgurheilbrigði. Hægt er að nota bakkaprófíð á broddmjólkina og eðlilegt er að bóndinn fylgist með heilbrigði mjólkurinnar strax frá fyrsta degi. Ef mjólkin reynist óviðunandi er gott að nýta tímann til meðhöndlunar fyrstu dagana eftir burð áður en hægt er að fara að senda mjólk úr kúnni. Efnaskiptahringurinn I geldstöðu gengur líkaminn í gegnum miklar breytingar i efna- skiptum. Tímabil niðurbrots lík- amsforða (catabolism) hefst 2-3 vikum fýrir burð (mynd 2). Þessi sveifla efnaskiptanna yfir í niður- brot er háð honnónabreytingum sem verða fyrir og um burð. Sam- hliða þessum breytingum minnkar át einnig verulega þrátt fyrir aukn- ar fóðurþarfir. Mikilvægt er að draga úr áhrifum þessara breytinga með því að gefa orkuríkt fóður síðustu þrjár vikumar fyrir burð. Ohjákvæmilega vantar þó orku og samfara því að kýrin fer að ganga á líkamsforðann safnast fíta í lifur. Við það verður lifrin vanhæfari til að takast á við aukin umsvif sem tengjast efnaskiptunum í upphafi mjaltaskeiðsins með þeim afleið- ingum að hættan á súrdoða eykst. Góð aðferð til að meta ástand lifr- arinnar er að greina styrk fítusýra (NEFA) í blóðsýnum síðustu vik- una fyrir burð þar sem há fylgni er milli fitusýra í blóði og fitusöfnun- ar í lifur. Bráðadoði Undanfarin misseri hefur verið nokkur umræða um notkun sýru- gefandi fóðurs (þ.e. fóðurs ríku af klóri og brennisteini, en snauðu af natríum og kalíum) í geldstöðu til að draga úr hættu á bráðadoða. Sýmgefandi fóður leiðir til úrkölk- unar beina og eykur þar með styrk kalks í blóði. Ekki er alltaf auð- velt að koma þessu við, en mikil- vægast í þessu sambandi er að forðast kaliríkt gróffóður. Til að fylgjast með doðahættunni er gagnlegt að skoða sýmstig þvags seinni hluta geldstöðunnar. Þetta er gert með því að dýfa Litmus pappír í þvagsýni. Eftir því sem sýmstig er hærra (pH yfir 7,0) er meiri liætta á doða. Æskilegt sýr- ustig þvags í lok geldstöðu er pH 6-7. Aðrir þættir, sem gætu komið að gagni til að draga úr doðahættu, em í fyrsta lagi að gefa magnesí- um vambarstauta 10-14 dögum fyrir burð og í öðm lagi að gefa kalsíum inngjöf kringum burð. Nokkuð er um að legbólga fylgi burðinum og þarf bóndinn að hafa vakandi auga með því hvort hreinsun legsins, sem tekur venju- lega viku til tíu daga, sé eðlileg. Legbólga er bakteríusýking í legi og einkennist af illa lyktandi út- ferð með eða án hita. Legbólga er algengur fylgikvilli fastra hilda, burðarhjálpar o.fl. Fóðrun Ljóst er að stöðugt hærra hlut- fall kjarnfóðurs í heildarfóðri mjólkurkúa í upphafi mjalta- skeiðsins eykur líkumar á súrri vömb. Sýrustig í vömb getur sveiflast frá pH 5,5-6,8 með æski- leg gildi á bilinu pH 6,0-6,3. Hægt er að ná sýni af vambar- vökva annað hvort með slöngu niður í vélindað eða með því að stinga nál í vömbina. Til að fyrir- byggja súra vömb er nauðsynlegt að gefa kjarnfóðrið í litlum skömmtum (hámark 2,5 kg í einu). Ennffemur væri gagnlegt að fjölga atriðum í fóðurefna- greiningu, sérstaklega á þetta við um kolvetnaþættina svo að hægt sé að ráðleggja með markvissari hætti en nú er gert um val og magn fóðurtegunda í heildarfóðri. Útlit skítsins gefur gagnlegar upplýsingar um fóðrið og fóðmn- ina. Skíturinn á að vera álíka þykk- ur og meðalhafragrautur. Til er kerfi til að gefa skítnum einkunn ffá 1 til 5 þar sem 1 er eins og þunn súpa og 5 er eins og velfonnað hrossatað. Skítur með einkunn 1 eða 2 rennur út og gefur til kynna trénisskort í fóðrinu, ófúllnægjandi meltingu í ffemri hluta meltingar- vegarins og gerjun næringarelha í ristli. Gerjun í ristli veldur lækkun á sýmstigi í skítnum en sýmstig í skitnum á ekki að fara niður fyrir pH 6,0 við eðlilegar aðstæður. Best er að sem flestar mjólkurkýr fái einkunnina 3, þ.e. að skíturinn myndi flata dillu sem er þó það blaut að skíturinn loðir vel við stíg- vél sé tánni stungið í. Kýr á fyrri hluta geldstöðu, sem eiga að fá þurrlegt síðslegið hey (FEm 0,75), fá einkunnina 4, þ.e. skíturinn myndar háa dillu sem loðir ekki við stígvél. Kýr með doða eða slæman súrdoða em aftur á móti oft með mjög harðan skit og hljóta einkunn- ina 5 líkt og kýr sem fá hálm að éta. Auk þykktar skítsins getur verið gagnlegt að meta kornastærð hans. Almennt eiga stráin ekki að vera lengri en 7 mm og lítið á að greinast af ómeltu komi i skítnum ef jórtrun og vambarstarfsemi em eðlileg. Litur skítsins fer eftir samsetningu fóðursins og hversu lengi næringarefnin eru að fara eftir meltingarveginum. Kýr á beit 120 - Freyr 9/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.