Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 28

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 28
Nýjungar í ræktunarstarfi og kynbótum nautgripa essi pistill byggir á fyrir- lestri sem haldinn var á ráðstefnu um nautgripa- rækt á Flúðum 1. nóvember sl. í tilefni af 100 ára afmæli Naut- griparæktarfélags Hruna- manna. Þessi tímamót mörk- uðu einnig aldarafmæli skipu- legs ræktunarstarfs á nautgrip- um hér á landi. Nýjar aðferðir VIÐ MAT Á AFURÐUM Síðustu árin hafa mjólkur- skeiðsafurðir verið lagðar til grundvallar að kynbótamati fyrir afkastagetu. Nú eru að ryðja sér til rúms nýjar aðferðir sem nefnast “test day models”. Þannig líkön taka til einstakra mælingadaga í stað mjólkurskeiða en eins og þekkt er geta umhverfisáhrifm breyst afar mikið milli mánaða. Þá fellur nokkur hluti gripanna frá snemma á mjaltaskeiðinu, og þá þarf að “framlengja” afurðir kýr- innar til að geta nýtt gögnin við útreikning kynbótamatsins. Bil milli mælinga getur einnig verið afar mismunandi. Kýr með flata mjaltakúrfú eru um margt eftir- sóknarverðar, þær eru auðveldari í fóðrum og eru í minni hættu vegna framleiðslusjúkdóma, s.s. súrdoða. Þá er hægt að leiðrétta fyrir stöðu kýrinnar á meðgöngu, hvort hún hefur verið sædd eður ei, en eins og kunnugt er halda kýmar mun betur á sér ef þeim er ekki haldið. Helstu kostir þessara aðferða eru því eftirfarandi: * Hún gefúr kost á að leiðrétta fyrir umhverfisáhrifum ein- stakra mælingadaga (Bú-dags áhrif) * Ekki þarf að framlengja af- urðatölumar - ekkert karp um aðferðir við það * Hún tekur tillit til Qölda mæl- inga og bils á milli þeirra. * Unnt að setja lögun mjalta- kúrfu einstaklinga og hópa í líkan sem gerir útreikning kyn- bótamats fyrir mjólkurþol ger- legt. * Gefur kost á nákvæmari leið- réttingum fýrir áhrifum stöðu kýrinnar á meðgöngu. Þar sem eiginleikunum, sem mældir eru, fjölgar svo um munar, þegar þessari aðferð er beitt, eru þetta mun þyngri líkön að vinna með heldur en mjólkurskeiðsaf- urðimar. I stað þess að vera með þrjú fyrstu mjólkurskeiðin sem sérstaka eiginleika til að meta af- kastagetuna, er unnið með e.t.v. 30 mælingadaga sem hver um sig er sérstakur eiginleiki. Þessar að- ferðir skila um 5% nákvæmara mati á afkastagetu en mjalta- skeiðslíkön sem notuð hafa verið til þessa. Þá hafa einnig verið þróuð líkön sem nýta bæði einstaka mælingadaga og upplýsingar um heil mjaltaskeið, það er nauðsynlegt fyrir sameiginlegt kynbótamat fyrir öll Norður- löndin, þar sem t.d. Finnar og Danir nota mælingadagsafurðir en Svíar og Norðmenn hyggjast Mynd 1. Þróun á rafleiðni mjólkur yfir mjaltaskeiðið. 128 - Freyr 9/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.