Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 24

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 24
hvaða fóðri þessar fóðureiningar og prótein koma. Nægir þar að nefna margháttaðar tilraunir sem unnið var að á tilraunastöðunum á Stóra-Ármóti og Möðruvöllum, einkum á síðasta áratug, og gerð hefur verið grein fyrir á Ráðu- nautafundum, í Frey og víðar af Gunnari Ríkharðssyni, Þóroddi Sveinssyni og samstarfsmönnum þeirra. I þessum tilraunum hefur m.a. komið fram verulegur munur í afurðamyndun milli grastegunda sem ekki hefur nema að hluta til, verið hægt að skýra með mismun í orku- og próteináti kúnna. Pró- tein/fítuhlutfall í mjólk var hag- stæðara og styrkur þvagefnis í mjólk lægri þegar fóðrað var á maís en byggi í tilraun Braga L. Olafssonar o.fl. (2002), sem bend- ir til betri próteinnýtingar við maísfóðrunina. Fjöldinn allur af erlendum tilraunum sýnir einnig að þó að orkueiningar á borð við FEm og próteineiningar á borð við AAT gagnist vel við að skipu- leggja fóðrunina í gróftim dráttum þá er hægt að þróa mjólkurfram- leiðsluna enn betur með þvi að kafa dýpra í skilningi á meltingu og efnaskiptum kýrinnar og reyna að spá fyrir um hvað þar á sér stað fram yfir það sem núverandi fóð- urmatskerfi skýra. Hermilíkön eru sérlega hentug tæki til þeirrar vinnu þar sem þau kortleggja þekkinguna og færa marga fróð- leiksmola saman í eitt heildstætt kerfi. Mörg slík hafa verið þróuð og eru í þróun í heiminum í dag, einnig fyrir gripi í kjötfram- leiðslu, hvort heldur eru nautgrip- ir, lömb eða annað, en athyglinni í þessu norræna verkefni hefur fyrst og fremst verið beint að mjólkur- kúnni. Ekkert áhlaupaverk er að þróa hermilíkan af mjólkurkú enda eru hinir líffræðilegu ferlar, sem reynt er að herma, bæði margir og flóknir. Því verður að velja og hafna, reyna að lýsa því er mestu máli skiptir og best er þekkt en nota einfaldari nálganir á það sem óljósara er. Almennt má segja að menn séu lengra komnir í því að lýsa því sem á sér stað í melting- arfærunum, einkum vömbinni, heldur en í efnaskiptum þeim er við taka eftir að næringarefnin hafa verið soguð upp frá melting- arfærunum. Til dæmis er margt enn ókannað varðandi hormóna- stýringu á forgangi hinna ýmsu líkamsparta fyrir einstök næring- arefni m.t.t. stöðu á mjaltaskeiði o.fl. þátta. Ein megin gagnsemi þess að raða fyrirliggjandi þekk- ingu á þennan hátt upp í hermilík- an er að skýrari mynd fæst af því hvar þekkingu skortir helst og þá um leið hvar rannsókna er mest þörf. Enda er það svo að vinnan að hermilíkaninu hefúr haft mjög mikil áhrif á hvert kröftum hefur verið beint í fóðurfræðirannsókn- um fyrir jórturdýr í þáttökulönd- unum siðustu árin. I beinni vinnu að þróun líkansins hefur einn vís- indamaður frá hverju landi tekið þátt síðustu þrjú árin, en margir fleiri hafa tengst verkefninu og unnið að rannsóknum er nýst hafa beint inn í verkefnið. Sem dæmi má nefna að verkefhi um efna- innihald mjólkur (Bragi L. Ólafs- son o.fl., 2000 & 2002), er unnið hefur verið að á RALA í sam- vinnu við LBH og fleiri aðila og styrkt er af Rannsóknaráði, Fram- leiðnisjóði og Samtökum afurða- stöðva í mjólkuriðnaði, nýtist beint til þróunar hermilíkansins. Verkefninu, þ.e. þróun hermi- líkansins, lýkur i ársbyrjun 2004 og tekur þá væntanlega við þróun- arferli er miðar að því að koma aðferðafræði og niðurstöðum verkefnisins í gagnið í gegnum leiðbeiningaþjónustu bænda í hverju landi. Útgáfa af hennilík- aninu sem er því sem næst endan- leg miðað við markmið verkefnis- ins er tilbúin og undirgengst nú ýmisskonar prófanir til að sann- reyna helstu veikleika þess og styrkleika. í framhaldi af því verður endurbætt útgáfa svo kynnt á næsta ári. Helstu áhersluþættir í LÍKANINU I grein sem þessari er ekki rúm til að lýsa í smáatriðum hvemig hermilíkanið er uppbyggt en ætl- unin er þó að gefa innsýn í þá hugmyndafræði sem að baki ligg- ur í mjög grófum dráttum. 1. mynd sýnir yfirlit um hvemig ein- stök fóðurefni verða að næringar- efnum fyrir jórturdýrið, bygging- arefnum í þær afurðir sem svo verða til. Að stómm hluta brey- ta fóðurefnin um mynd við gerjun í vömb. Þó kemst hluti þeirra óbreyttur þar í gegn, en meltist í smáþörmum. Þar er um að ræða torleyst prótein sem t.d. er mikið af í góðu fiskimjöli o.fl. hitameð- höndluðum próteingjöfum, og stundum líka sterkju úr þeim sterkjugjöfum sem hægar brotna niður, svo sem maís. Eins og 1. mynd gefur til kynna hefúr það áhrif á magn og sam- setningu afurða hvemig fóðurefn- in umbreytast og í hvaða hlutföll- um byggingarefnin em tekin upp frá meltingarveginum. Til mjólk- ursykurmyndunar þarf glúkósa, amínósýrur eru grunneiningar mjólkurpróteins, og mjólkurfitan verður til úr edikssým, smjörsým og einnig úr blóðfitu sem kemur að verulegu leyti úr fituforða lík- amans. Þessi efnaskipti fara að mestu fram í lifrinni og júgrinu sjálfu eins og 2. mynd er m.a. ætl- að að gefa til kynna. Edikssýran og smjörsýran verða til við gerjun örvera í vömb á fóðrinu, og em sogaðar upp að mestu í gegnum vambarvegginn og berast þaðan til lifrar, en eru reyndar að hluta nýttar á leiðinni til að uppfylla 124 - Freyr 9/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.