Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 36

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 36
Langtímaáætlanir búnaði afið þið, þú og maki þinn, sett ykkur skýr markmið með búrekstri ykkar eða er hér á ferð verk- efni sem þarf að gefa gaum. Þróunin í landbúnaði stefnir í færri en stærri bú. Sumir eru því að stækka á sama tíma og aðrir eru að hætta. Hvað gerir þú? Afkoman er víða ekki nógu góð. Jafnframt er óljóst hver nið- urstaðan verður í WTO-samn- ingalotunni sem nú stendur yfir og almennt í landbúnaðarpólitíkinni. Það gerir það ennþá mikilvægara að þær ákvarðanir sem menn taka um fjárfestingar, kaup á jörð og þvíumlíkt séu vel yfirvegaðar. I Danmörku ætlast bændur til að þess af ráðunautum sínum að þeir taki þátt í því þegar þeir taka ákvarðanir um stefnumörkum í búskapnum og gera áætlanir um uppbyggingu hans. Hér á eftir er rakið hvað liggur að baki langtímaáætlun og hvað er fólgið í henni. Almennar breytingar Á YTRI AÐSTÆÐUM Samningaviðræður innan WTO gefa ekki kost á því að heima- markaðurinn verði áffam vemd- aður. Hann mun opnast fyrir auknum innflutningi á ódýrum búvörum. Smám saman hafa tengsl þétt- býlisfólks við landbúnaðinn verið að minnka. Andbyr gegn því að ríkið greiði beina styrki til land- búnaðar mun aukast, á sama tíma og neytendur greiða meira fyrir innlend matvæli en innflutt. Þetta hvoru tveggja mun enn frekar þrýsta niður verði á mjólk og þar með afkomu kúabænda. Jafnframt má búast við því að verð á mjólkurkvóta lækki í sam- ræmi við mjólkurverðið. Hvaða augum lítur hin upprenn- andi kynslóð landbúnaðinn. A landbúnaðurinn sér þá ímynd og afkomumöguleika að unga kyn- slóðin sjái sér þar framtíð. VIRKJAÐU RÁÐUNAUTINN VIÐ UM- RÆÐUR UM ÁKVARÐANATÖKUR Gildismat og markmið hverrar fjölskyldu fyrir sjálfa sig og búið sem hún rekur er mikilvægt. Dragðu hin “mjúku gildi’’ fram í umræðuna um framtíðarmögu- leika bús þíns. Virkjaðu ráðunauta þína í umræðum um markmið þín og hugmyndir varðandi búið. Það er mikilvægt að öll Qöl- skyldan taki þátt í þessu, þ.e. maki og uppkomin börn sem vilja hugsanlega taka við búinu. Hvaða hliðar eru sterkar og hvaða veikar við reksturinn, hvaða möguleikar og hvaða hættumerki er á ferð? Það ert þú fjölskylda þín og bú- ið ykkar sem leggur grunn að framtíðinni, ykkar er að velja. Krefðu ráðunautinn um for- SENDUR FYRIR ÁKVARÐANATÖKU Forsendur fyrir ákvarðanatöku er tveggja til þriggja síðna plagg þar sem ráðunauturinn leggur skýrt og skilmerkilega fram mat sitt á því hvert stefna beri í búr- ekstri þínum út frá þeim mark- miðum og óskum sem þú hefur komið með. Þetta álit, forsendur fyrir í land- eftir Jens Norup hagfræðiráðunaut, LandboFyn, Danmörku ákvarðanatöku, er notað við stær- ri ákvarðanir, svo sem kaup eða sölu á bújörð, byggingafram- kvæmdir eða breytingar á rekstr- inum. Aðalatriði þess eru: 1. Mat ráðunautarins með hlið- sjón af hinum “mjúku gildum”, og fjárhagsstöðu búsins. 2. Lýsing á þeirri áætlun sem er til umræðu, ásamt þeim for- sendum sem gengið hefúr verið út frá. 3. Stutt lýsing á mikilvægustu hagstærðum í rekstrinum. 4. Effirfylgni - hvað gerist næst, hver sér um það og hvenær? Fyrsti liðurinn er hér mikilvæg- astur, þ.e. mat ráðunautarins út frá markmiðum þínum, stöðu og möguleikum. Þessar forsendur fyrir ákvarðanatöku verður fjöl- skyldan að ræða með ráðunautn- um - þið þurfið ekki að vera sam- mála öllum niðurstöðum hans - en það fer ekki hjá því að umræð- ur ykkar leiði til betri niðurstöðu. Mundu: Þegar vindar breytinganna blása þá byggja sumir skjólgarð en aðr- ir vindmyllur - hvað gerir þú? Gangi þér vel! | 36 - Freyr 9/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.