Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 35

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 35
Samvinna milli býla ukið samstarf milli býla getur létt mönnum lífið og verið ein leið til að bæta afkomuna. Það sem hér fer á eftir byggist á reynslu frá Danmörku þar sem bændur nota þjónustu vélamiðstöðva og/eða eiga samstarf við aðra bændur um rekstur véla, sam- eiginlegt fjós o.s.frv. A: Hvers vegna samnýting véla? Það eru tvær ástæður til þess að danskir bændur kjósa að skipta við vélamiðstöðvar eða eiga vélar með öðrum bændum. Hin fyrri er vonin um bœttan liag. Vaxandi kostnaður eykur kröfur um að nýta fjárfestingamar betur. Það felst nokkur stærðar- hagkvæmni í því að tveir bændur byggi sér íjós saman eða að menn eigi saman vélar, svo sem bindivél eða haugsugu. Hin ástæðan er áhugi manna á að deila ákvörðunum og ábyrgð með starfsbræðrum sínum. Bænd- um fækkar jafnt og þétt og jafn- framt vinnur makinn oft utan heimilisins. Þess vegna er enginn nálægur til að ræða við um bú- skapinn frá degi til dags og það sem þar kemur upp. Samvinnan gefúr gott tækifæri til þess. Auk þess er fólgið öryggi í því þegar upp koma veikindi eða í fríum ef annar bóndi þekkir vel til búsins og reksturs þess. Bændur sem hafa reynslu af þessu samstarfi segja að þar séu hin “mjúku gildi” a.m.k. jafn mikilvæg og hin rekstrarlegu, ekki síst fyrir makann. B: Hvers konar samstarf? Nú til dags er samstarfsflóran mjög íjölbreytt, allt frá því að ein vél sé í sameign tveggja bænda upp í samstarf með réttindum og skyldum um sameiginlegt fjós og sameiginlega framleiðslu. Hér á eftir fylgja nokkur dæmi um það hvemig skipuleggja má samstarf. Sameign um vélar Tveir bændur eða fleiri kaupa saman vélar. Þeir eiga hins vegar hver sína jörð, áhöfn og mjólkur- kvóta. Vélamar eru leigðar hverj- um bónda samkvæmt samningi sem þeir hafa gert um reksturinn. Kostnaði við viðhald, vexti og af- skriftir er deilt niður á eigendur þannig að endar nái saman. Hver bóndi notar vélarnar sjálf- ur eða greiðir öðmm fyrir vinn- una. Gengið skal frá því fyrir fram, hver má nota vélina og hve- nær. Einnig má semja um það að áhættan við að fóður verði of blautt deilist á alla aðila og ekki einungis á þann sem var svo óheppinn að heyja í votu veðri. Vélamar geta einnig verið í eigu eins bóndans. Sá bóndi rekur þá vélamiðstöð sem aflar sér tekna með því að vinna fyrir aðra bænd- ur gegn greiðslu. „Netverks“ samstarf um VÉLAEIGN Tveir eða fleiri bændur eiga hver sína vél eða tæki, en semja um að einn kaupi bindivél, annar múga- vél en hinn þriðji mykjudreifara. Menn taka síðan vélar á leigu hver hjá öðrum og standa straum af kostnaðinum eftir notkun hvers og eins. Þetta fyrirkomulag krefst ein- ungis þess að samið sé um leigu- verð og það hver kaupi hvaða vél meðan samstarfið stendur. Sameiginlegt fjós Tveir bændur eiga hvor um sig gamalt fjós fyrir 30-35 kýr hvor, reftir Jens Norup hagfræðiráðunaut, LandboFyn, Danmörku ásamt tilheyrandi mjólkurkvóta. Þeir ákveða að byggja sameigin- legt fjós yfir þær áhafnir sem þeir eiga um leið og þeir ákveða að kaupa meiri kvóta. Hugsanlega er unnt að nýta gömlu fjósin til upp- eldis, sem hlöður eða í annað. Allar tekjur og gjöld af búrekstr- inum eru sameiginlegar. Sameign- arfélagið greiðir árlega leigu fyrir nýja fyósið sem svarar til vaxta og afskrifta. Þær tekjur, sem eftir eru, eftir að tryggingar, viðhald o.s.frv. hefúr verið greitt, skiptast milli bændanna tveggja eftir því hve mikið þeir hafa lagt í búið, af rækt- arlandi, kvóta og vinnuffamlagi. Samstarfssamningurinn tryggir þeim fasta frídaga og sumarfrí, og sinnir þá hinn Qósverkunum. Samningurinn verður einnig að gilda til langs tíma þar sem um mikla Qárfestingu er að ræða í nýja fjósinu. Með þessu ná þeir miklum spamaði miðað við að hvor um sig byggði sér sitt fjós, auk þess að þeir skapa sér öryggi varðandi fasta ffídaga, sumarfrí og veikindi. C: Kostir og ókostir Kostimir við samvinnu/sameign em þeir að vélar og byggingar nýt- ast miklu betur, jafnvel þó að nokkuð langt sé á milli jarðanna. Það krefst þess þó að bændumir séu ekki smámunasamir þar sem það er ekki auðvelt að skipta arð- Frh. á bls. 34 Freyr 9/2003 - 35 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.