Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 22

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 22
finna leiðir til að draga úr hætt- unni á myndun fitulifrar og súr- doða. Kýr eru teknar inn í tilraun tveimur mánuðum fyrir burð. Allar kýr fá viðhaldsfóðrun að viðbættu fóðri til fósturmyndunar tímabilið 8-3 vikum fyrir burð. Þremur vikum fyrir burð skiptast kýmar niður í tvo sambærilega hópa með mismikilli kjarn- fóðurgjöf (1,5 og 3,5 kg). Um burð skiptist síðan hvor hópur í tvær meðferðir með mismunandi stígandi í kjamfóðurgjöf, annars vegar 0,3 kg/dag og hins vegar 0,5 kg/dag. Hámarkskjamfóður- gjöf á dag er 11 kg og gott gróf- fóður er gefíð að vild. Ahrif meðferða, sem eru ljórar, eru greind með því að fylgjast með holdafari, líkamsþyngd, áti, nyt, efnasamsetningu mjólkur, blóð- efnum, ástandi lifrar með líf- sýnum og frjósemi. Kýrnar eru vigtaðar og holdastigaðar vikulega. At er mælt fimm daga vikunnar. Nyt er skráð sjálfvirkt alla daga og efnasamsetning greind vikulega. Blóðsýni eru tekin vikulega, alls 14 sýni úr hverri kú, en mæling ýmissa efna í blóði gefur góða mynd af efnaskiptaástandi lík- amans. Góð leið til að meta ástand lifrarinnar er að taka líf- sýni með nál og stiga fituinni- hald frumanna undir smásjá. Þrjú sýni eru tekin úr hverri kú; þremur vikum fyrir burð, um burð og þremur vikum eftir burð.Virkni eggjastokka og þar með frjósemi er hægt að meta með styrk kynhormónsins pró- gesterón í mjólk. Styrkur pró- gesterón er mældur tvisvar í viku þar til fang hefur verið stað- fest.Gert er ráð fyrir að a.m.k. 48 kýr taki þátt í verkefninu. Miðað við stærð búsins leyfir umfang tilraunarinnar ekki að henni sé lokið á einum vetri og eru áætluð verklok vorið 2004. Samantekt - Áhersluatriði í FÓÐRUN TIL AÐ STUÐLA AÐ GÓÐU HEILSUFARI Fóðrun í seinni hluta mjalta- skeiðsins á að miðast við það að ná upp viðunandi burðarholdum áður en i geldstöðuna er komið. Tvennt vinnst við þetta. I íyrsta lagi eru efiiaskiptin hagkvæmari til holda- söfnunar meðan kýrin mjólkar og í öðru lagi er óæskilegt að kýr safni holdum í geldstöðu. Holdasöfnun í geldstöðu leiðir til fitusöfhunar í lif- ur og röskunar á eðlilegri starfsemi hennar. Þegar átgeta minnkar og fóðurþarfir aukast síðustu þijár vik- umar fyrir burð þarf að auka orku- styrk fóðursins. Almenn ráðgjöf hingað til hefur ofmetið átgetu þetta timabil og þar ineð vanmetið þörf á fóðri með háum orkustyrk. Líklega er flestum kúm gefið kjamfóður sem nemur 1,5-2,0 kg/dag síðustu vikuna fyrir burð. Erlendar rann- sóknir á þessu sviði eru nokkuð misvísandi en flestar niðurstöður sýna að aukin kjamfóðurgjöf síð- ustu vikumar fyrir burð hafi jákvæð áhrif á afurðir og heilsufar. Kjamfóðurgjöf í mjólkurfram- leiðslu hér á landi hefúr aukist mikið undanfarin ár og nú liggur hámarks kjamfóðurgjöf hjá fram- sæknum bændum á bilinu 10-12 kg á kú á dag eða um 50-60% af heildaráti þurrefnis. Skiptar skoð- anir em um það hvemig eigi að haga kjamfóðurgjöf eftir burð, einkum á þetta við um það hve hratt eigi að auka gjöfina. Vonandi fæst svar við þessari spumingu í tilrauninni sem nú er gerð á Stóra- Ármóti. Til að koma í veg fyrir miklar sýrustigssveiflur í vömb- inni er best að skipta dagskammt- inum í marga hluta og gefa kjam- fóðrið aldrei á tóma vömb. Nú er algengast að gróffóður og kjarnfóður sé gefið aðskilið. Þessi fóðmnaraðferð er fúllþróuð og ekki hægt að búast við ffekari framfömm. Eðlilegt ffamhald er að fara yfir i heilfóðrun sem hefúr ótvíræða kosti fram yfir hefð- bundna fóðrun: 1. Aukin nákvæmni í fóðrun. Vagninn er útbúinn með vigt og er hver fóðurtegund vigtuð. Hægt er að búa til einsleita heilfóðurblöndu þar sem tekið er tillit til efnasamsetningar fóðurtegundanna og vankant- amir sniðnir af með íblöndun bætiefna sem oft er erfitt að gefa á annan hátt. 2. Át þurrefnis eykst miðað við aðrar aðferðir. Skýringin á þessu er sú að með heilfóðmn fæst aukin samhæfing á effia- skiptum í vömb, minni sýmst- igssveiflur og aukið niðurbrot á tréni. 3. Heilfóðmn hefur jákvæð áhrif á mjólkurmagn, efnasamsetn- ingu mjólkur og framleiðslu- sjúkdóma. 4. Heilfóðmn gefúr aukna mögu- leika á að tæknivæða gjafir. 5. Hægt er að auka fjölbreytni í vali fóðurtegunda. Heilfóðrunaraðferðin er ekki gallalaus. Þar má nefna: 1. Til heilfóðurgerðar þarf sér- stakan búnað og miðað við stærð meðalkúabús á Islandi er hér um umtalsverða fjárfest- ingu að ræða. 2. Heilfóðurvagninn þarf að vera innandyra, sem kallar á meira húsnæði. Á móti kemur að gangarými í fjósi getur sparast. 3. Gróffóður þarf að vera saxað og þess vegna þarf sérbúnað fyrir rúllur. 4. Á litlum búum getur verið erfitt, eins og með fleiri fóðmnarað- ferðir, að mismuna kúm í fóðri. Það er von inín að þróa megi heil- fóðrun fyrir íslenskar aðstæður und- ir rannsóknaþemanu „Fóðrun til há- marksafúrða“ sem nú er starfað eftir á Tilraunabúinu á Stóra-Ánnóti. 122 - Freyr 9/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.