Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 16

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 16
KORNRÆKT áburði getur verið frá 30 og upp í 120 kg N á hektara. Áburðar- þörfin fer líka eftir því hvað ræktað hefur verið í landinu ár- ið áður. Bygg ræktað á eftir byggi þarf meiri áburð en bygg sem ræktað er á eftir grænfóðri eða er sáð í nýplægt tún. Hafa má eftirfarandi töflu til hliðsjón- ar: Til að bera á nægjanlega mik- ið af steinefnum, en sóa þeim ekki í óþarfa, er rétt að nota mismunandi áburðartegundir eftir frjósemi jarðvegs. Eftirfar- andi töflu má nota til hliðsjónar þegar áburður er valinn: Áburður nýtist best ef hægt er að fella hann niður með sáð- korninu. Til þess þarf sérútbún- ar vélar en fáar slíkar eru til hér á landi. Sé ekki kostur á að fella áburðinn niður er rétt að dreifa honum i flagið áður en sáð er. SJÚKDÓMUM OG ILLGRESI MÁ VERJAST MEÐ SÁÐ- SKIPTUM Einn sjúkdómur leggst á korn í íslenskum ökrum. Við nefnum hann augnflekk. Honum veldur sveppur sem leggst á blöð og stöngul kornsins. Þegar mikil brögð eru að sýkingu, visna blöðin og stöngullinn linast svo að kornið leggst. Sexraðabygg er yfirleitt viðkvæmara fyrir smiti en tvíraðabygg. Skemmdir verða líka meiri á mýrlendi en á sandi. Sveppurinn veldur ekki mikl- um skaða á fyrsta ári og venju- lega ekki fyrstu tvö ár akurs. Því eru sáðskipti yfirleitt nokkuð ör- ugg vörn gegn sveppnum. En sé korn ræktað á sama stað þriðja árið í röð eða lengur get- ur þurft að grípa til varnarefna. í grannlöndunum er ráðlagt efni sem selt er undir heitinu Spor- tak. Hæfilegur skammtur af því er Vi lítri á hektara og úða má áður en kornið fer að rétta úr sér, en í meðalári er það um sól- stöður. Illgresi getur líka orðið til vandræða í kornökrum við langvarandi ræktun. Ef fram- ræsla og jarðvinnsla eru í lagi tekst korninu yfirleitt að kæfa illgresið, en það er ekki einhlítt. Því getur borgað sig að úða gegn illgresi í stöku tilvikum. Venjulega hefur hér verið notað varnarefni sem selt er undir heitinu Herbamix. Ef þörf er á úðun bæði gegn sjúkdómum og illgresi má blanda varnarefn- unum saman og úða í einni ferð. SEXRAÐABYGG NORÐAN- LANDS, TVÍRAÐABYGG SUNNANLANDS í stórum dráttum hentar sexraðabygg best á Norðurlandi en tvíraðabygg á Suðurlandi. Ekki er Ijóst að öllu leyti, hvern- ig á þessu stendur. Sumt vitum við þó. Sexraðabygg þolir illa hvassviðri og sunnanlands gerir oft þau veður á haustin að sexr- aðabygg hrynur í rúst. En þetta skýrirekki allan muninn. Reynd- ar er þessi skipting korns eftir landi ekki einhlít. Til dæmis reynist tvíraðabyggið Skegla vel í Skagafirði og sexraðabyggið Olsok er talsvert ræktað f upp- sveitum Árnessýslu. NORÐURLAND ER STÆRRA EN MENN HALDA Ef farið er eftir niðurstöðum úr korntilraunum þá eru mörkin milli Suður- og Norðurlands ekki á hefðbundnum stað, það er um Holtavörðuheiði og Möðru- dalsöræfi. Kornið dregur mörk- in um Skarðsheiði vestra og Lónsheiði eystra. Fljótsdalshér- að og meginhluti Borgarfjarðar teljast því til Norðurlands frá sjónarhóli kornsins. Tíu yrki af byggi verða ræktuð hér í sumar Þau skiptast til helminga á sex- og tvíraðabygg. Hér fylgir listi yfir þau og örstutt lýsing: TVÍRAÐABYGG Skegla Islenskt, mjög fljótþroska. Mest notuð á Vesturlandi sunnan Skarðsheiðar, í uppsveitum sunnanlands, í Hornafirði og víða í Skagafirði. Reynist óþarflega fljótþroska i lágsveitum syðra. Kría Nýtt, íslenskt, nauðalíkt Skeglu en skilar meiri uppskeru. Lítið er til af sáðkorni í ár. Filippa Gamalt, sænskt, þrautreynt. Fremur seinþroska en þolir súra jörð. Á best heima á mýrlendi sunnan til á landinu. Rekyl Nýtt, sænskt. Fremur seinþroska og á best heima á sandjörð sunnanlands. Saana Nýlegt, finnskt. Seinþroska en strásterkt og stendur vel fram eftir hausti. Gott er að nota þetta yrki sunnanlands í þá akra sem síðast verða skornir. SEXRAÐABYGG Arve Gamalt, norskt, þrautreynt. Fljótþroska, en viðkvæmt í veðrum. Aðalkornið á austanverðu Norðurlandi og á Fljóts- dalshéraði. Hentar vel á framræstum mýrum. Olsok Gamalt, norskt, þrautreynt. Ekki eins fljótþroska og Ar- ve, en þolir vind heldur skár. Mest notað á vestanverðu Norð- urlandi og í uppsveitum syðra. Gengur vel á söndum og mel- um. Lavrans Nýlegt, norskt, ónæmt gegn sveppasjúkdómum. Nokkuð fljótþroska. Ráðlagt í gamla sjúka akra en hefur lítið verið notað til þessa. Ven Nýlegt, norskt. Seinþroska og hentar ekki nema að hægt sé að sá snemma. Getur brugðist í löku árferði, en hefur skilað metuppskeru í bestu árum. Hrútur íslensk kynbótalína í tilraunaræktun. Mjög fljótþroska og hentar þar sem sumur eru stutt og svöl. Korn í Vindheimum, sólskin á Glóðafeyki. Ljósm. Jónatan Hermannsson 12 FREYR 04 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.