Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 21

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 21
Ég ræð Ég ræð yfir kettinum, sagði strákurinn. Öðru réð hann ekki. Ég er neytandi. Það er ég sem fer út í búð með peningana mína og kem til baka með nokkra innkaupapoka fulla af vörum. Allir vilja mér vel og allir eru að hugsa um mig. Við- skiptavinurinn hefur alltaf á réttu að standa, segja þeir, og viðskiptavinurinn, það er ég. í stórum auglýsingum er mér sagt hvað allir hugsi mikið um mig og hversu vel þeir vilja mér með öllu góðu og ódýru sem þeir vilja selja mér. En það er ég, sem hef valdið, því að það er ég sem á peningana. Án pening- anna minna færi allt í lás. Þá gætu þeir bara átt vörurnar sín- ar sjálfir. Þetta segir markaðs- hagfræðin. Eins og önnur trúar- brögð á hún sér presta, guð- fræðinga og helgirit. Og eins og önnur trúarbrögð getur hún rið- að í uppástöndugum heimi með rangan skilning sem hvorki á sér presta né helgirit. Þau verðum við sjálf að semja. Sjálfur hef ég, eftir að hafa reynt ýmislegt, hallað mér að franska heimspekingnum René Decartes, einum þekktasta heimspekingi allra tíma sem sagði: Dubitandun est - efastu um allt. Það sagði hann og lagði grundvöllinn að vísindum í Evr- ópu. Á haustin get ég glatt mig við það að norskir ávextir er komn- ir í búðirnar, epli og perur og ýmsir fleiri, hvað þeir heita nú allir. Bragðgóðir og lostætir af því að þeir hafa fengið að hanga lengi á trjánum og þrosk- ast hægt. Það er eitthvað annað en innfluttu ávextirnir, sem eru bragðlausir, a.m.k. eplin og per- urnar. Svo rétt fyrir jól eru inn- lendu ávextirnir horfnir úr hill- unum. Við megum ekki selja þá lengur, segir búðarfólkið, ein- hver hefur ákveðið það, við- skiptasamningar. Já, en enginn spurði mig. Er það ekki ég sem ræð? Sögðu þeir það ekki? Ég hef árum saman verslað í bestu búðinni í landinu, sem hefur fengið alþjóðleg verðlaun á sínu sviði, lengi sjálfstæð búð. En svo varð hann að selja, eig- yfir kettinum andinn, einni af keðjunum. En allt skyldi verða eins og áður, sögðu þeir. En þá hvarf kaffið mitt úr búðinni. Keðjan skipti ekki við þennan kaffiframleið- anda. Og svo var ölið flutt úr horninu og að kassanum þar sem maður stendur og bíður eftir afgreiðslu. Viljum við það? Enginn spyr mig. Nú höfum við fengið svar við ýmsu sem við höfum furðað okkur á. Hvernig stendur á því að þessir keðjumenn, sem hafa keppt hver við annan með hnú- um og hnefum og sagt okkur hvað þeir séu ódýrir, eru orðnir svona moldríkir? Það er óskiljan- legt að svona ódýrar vörur geti skapað öll þessi auðæfi. Þeir kaupa allt sem þeir sjá, þeir krækja í fallegustu og ríkustu stelpurnar og þeir búa í stærstu villunum. Nú höfum við fengið svolítið af skýringunni. Hún er einföld - og sígild - söguleg staðreynd. Það er valdið sem lætur finna fyrir sér. Það gerir valdið alltaf ef ekki er passað upp á það. Með valdi yfir markaðnum, sem þeir hafa náð, stjórn á smásölunni, geta þeir mergsogið þá sem leggja til vörurnar, framleiðend- urna. Og í stað þess að afhenda mér hagnaðinn af þessum Ógestrisni Um miðja sfðustu öld fór bif- reiðaskoðun í Austur-Húna- vatnssýslu þannig fram að Bergur Arinbjarnarson, bif- reiðaeftirlitsmaður á Akranesi, kom norður einu sinni á sumri og voru þá allir eigendur bif- reiða boðaðir með bíla sína til skoðunar á Blönduósi. Eitt árið gerðist það að Björn Pálsson á Löngumýri taldi jeppa sinn ekki komast f gegnum skoðun og mætti því ekki með hann. Að skoðunardögum lokn- um fór bifreiðaeftirlitsmaður um héraðið til að klippa núm- er af óskoðuðum bílum. Björn hafði spurnir af ferðum hans og brá á það ráð að hleypa út griðungi áður en Bergur kom. fantabrögðum, mér, sem þeir eru alltaf að hugsa um, þá stinga þeir honum í vasann. Svo geta þeir brillerað og gefið gjaf- ir út og suður eins og þeir sem eiga peningana. Ég sem hélt að ég ætti a.m.k. hluta af þessum peningum. Og svo vex grunur minn meira og meira um að þeim sé alveg sama um mig. Það eru bara peningarnir mínir sem þeir hafa áhuga á. Kannski hefur þetta alltaf verið þannig, ég hef bara ekki skilið það. Gamli kaupmaðurinn minn var kannski bara flinkari í þessu. Ég hélt alltaf að hann hefði áhuga á því að vita hvað ég vildi, það væri hans sérgrein, sem hann lifði af. Ég veit að nú er það ekki þannig. Nú er það ákveðið í hörðum samningum hvað ég finn í hillunum og hvar vörun- um er stillt upp. Tannkremið mitt getur horfið án þess að nokkur spyrji mig, út úr búðinni eða út í horn. Þannig græðir búðin meira. (Þýdd og endursögð grein eft- ir Andreas Skartveit, Bonde- vennen nr. 7/20059). Þegar hann kom að túnhlið- inu óð griðungurinn á móti honurm og hvarf Bergur frá við svo búið. Nokkru seinna hittast þeir Bergur og Björn og segir þá Bergur: Það fór ekki mikið fyr- ir hinni rómuðu austurhún- vetnsku gestrisni þegar ég ætlaði að heimsækja þig um daginn, það kom mannýgt naut æðandi á móti mér. Hvað ertu að segja, svaraði Björn, varst það þú sem komst þarna daginn sem ég viðraði kálfinn? (Sagan borin undir Björn Páls- son á sínum tíma sem veitti leyfi til að hún yrði birt að honum látnum). ALTALAÐ Á KAFFISTOFUNNI FREYR 04 2005 17

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.