Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 32

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 32
SKÓGRÆKT Skjólbelti geta aukið og tryggt uppskeru SKJÓLSKÓGAR Á VESTFJÖRÐUM OG RANNSÓKNARSTÖÐ SKÓGRÆKTAR RÍKISINS HAFA ÞÝTT OG GEFIÐ ÚT FRÆÐSLURIT UM SKJÓLBELTI; SKJÓLBELTI - VÖRN GEGN VINDI. UPPHAFLEGA VAR RITIÐ GEFIÐ ÚT ÁRIÐ 2003 AF RÁÐUNAUTAÞJÓNUSTU BANDARÍSKU SKÓGSTJÓRNARINNAR (PACIFIC NORTHWEST EXTENSION PUBLICATION) UNDIR HEITINU "TREES AGAINST THE WIND". 36 ÍT b 24 12 0 > -12 -24 -36 Áhrif þriggja raða skjólbeltis, 8 m á hæb, á vindkælingu N N N Óbrotinn vindur ■ Meb skjóii (25 m hlémegin) N --------1------------------1-------- S 10 Vindhraöi (engin hindrun) m/sek. 15 Island er vindasamt og sumarhiti lágur. Hiti á vaxtartíma er einn helsti þröskuldurinn við ræktun nytjajurta hér á landi, sérstak- lega er varðar kornþroska. Ritið er samið fyrir aðstæður I norðvesturríkjum Bandaríkj- anna. Þar er veðurfar öfgakennt og erfitt trjágróðri, en jafnframt afar breytilegt innan og milli ríkja.Vetur eru fimbulkaldir og frost fer víða niður undir -50°C. Með kuldanum fylgja gjarnan hvassir heimskautavindar sem blása snjó suður yfir slétturnar. Sumrin eru hins vegar víðast hvar heit og úrkomulítil. I þess- um ríkjum er stunduð akuryrkja á stórbúum, með öflugri tækni og þaðan kemur stór hluti af bandarísku korni. I ritinu erfjall- að um áhrif vindkælingar á kornþroska og þann skaða sem vindur gjarnan veldur á upp- skeru. Jafnframt er getið um rannsóknir sem farið hafa fram á því hvernig skjólbelti geta komið að gagn við að auka og tryggja uppskeru og hvernig hanna beri slík belti og rækta þau til að ná hámarksárangri. Það er athyglisvert að hér er einn þróaðasti og skilvirkasti landbúnaður veraldar að nýta sér kosti skjólbelta. JÁKVÆÐ ÁHRIF SKJÓLBELTA Þörfina á skjólbelti má meta eft- ir þeim ábata sem má hafa af þeim. Helsti ávinningur skjólbelta er: Bætt umhverfi bændabýla (íbúðarhús f skjóli fyrir köldum vindum nota minni orku til upp- hitunar), aukin uppskera af ökr- um, minni hætta á jarðvegsrofi, betri afkoma af búpeningi. (skepnur auka þyngd sína hrað- ar ef þær eru verndaðar fyrir veðrum), lifandi skjólveggir draga að sér fugla og önnur dýr, draga úr hávaða, draga úr sterkum ódaun frá fóðri, búfjár- áburði og öðrum staðbundnum uppsprettum fnyks og vöxtuleg skjólbelti fegra umhverfið. Sennilega eru engin áhrif skjólbelta jafn mikilvæg og orkusparnaður við upphitun húsa. Þennan orkusparnað má auka enn meira með réttri stað- setningu skjólbeltakerfa um- hverfis íbúðarhúsin. Nýlegar rannsóknir frá Ne- braska sýna að hægt er að draga úr orkunotkun að vetrar- lagi um 10% til 30%. Sem dæmi má nefna rannsókn þar sem borin var saman orkunotk- un nákvæmlega eins húsa þar sem stöðugur hiti innanhúss var 21°C. Húsið sem stóð innan við skjólbelti notaði 23% minni orku en hús á bersvæði. Orku- notkun tveggja nákvæmlega eins húsa, sem hituð voru með rafmagni í Suður-Dakota, var borin saman. Annað húsið stóð í skjóli við skjólbelti en hitt stóð á berangri. Hita innanhúss var haldið stöðugum 121°C. Húsið í skjólinu notaði 34% minna raf- magn til húshitunar. AUKIN UPPSKERA í ritinu er gerð grein fyrir könn- un á áhrifum skjólbelta á upp- skerumagn ýmissa nytjajurta. Uppskeruaukning á maís, höfr- um og byggi reyndist umtals- verð. Uppskera á refasmára 28 FREYR 04 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.