Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 17

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 17
VÉLAR & TÆKI Santana PS 10 - góður í sveitina FYRIR NOKKRU HÓF FYRIRTÆKIÐ BSA í KÓPAVOGI INN- FLUTNING Á SPÆNSKU JEPPUNUM SANTANA. ÍSLENDINGAR ÞEKKJA SANTANA ÚR FERÐALÖGUM SÍNUM TIL SPÁNAR EN ÞEIM SVIPAR TIL GÖMLU GÓÐU LAND ROVER JEPP- ANA SEM VORU í HVERRI SVEIT Á ÁRUM ÁÐUR. Árið 1956 gerði spænska véltæknifyrirtækið Santana Motor SA samning við Land Rover verksmiðjurnar í Solihull í Englandi um að setja saman Land Rover bifreiðar sem komu í hlutum frá Englandi. Framleiðsla hófst 1958 og frá þeim tíma og til 1983 voru fram- leiddir hjá Santana meira en 300 þúsund Land Rover bifreiðar, stuttar og langar. (fyrstu komu allir hlutir frá Englandi en smám saman varð Land Rover Santana alspænskur. Santana er líkt og frændinn frá Land Rover samblanda af áli og stáli. Yfirbyggingin hvílir á 14 gúmmífestingum ofan á lokaðri grind. Stjórntækin minna einnig á Land Rover, mælaborðið er ein- falt, framrúðan er heil og sætin stillanleg. Þá er að sjálfsögðu vökvastýri í jeppanum og gott loft- og miðstöðvarkerfi. Hurð á gafli er stór og hjólskálar litlar, sem gefur gott rými fyrir vörur eða farangur. Santana var frumkvöðull í notkun fáblaða fjaðra (parabolic) á jeppum en þessi einfaldi fjöðrunarbúnaður gefur mjög góða og þýða fjöðrun hvort sem er á vegum eða veg- leysum. Sú mikla öxulhreyfing sem hún veitir, er stór kostur þegar ekið er utan vega á mjög ósléttu landi. Diskahemlar eru bæði að aftan og framan, ásamt jöfnunarventli og öflugum handhemil á drifskafti sem auðveldar bílnum að takast á við erfiðar aðstæður. Ýmsan aukabúnað er hægt að fá í Santana PS 10 eins og topp- grindur með stiga, driflæsingar aftan og framan, loftkælingu og fleira. Dráttarbeisli og upphækkað loftinntak er staðalbúnaður á þeim bifreiðum sem koma til íslands. NOKKUR ARTÖL I SÖGU SANTANA Santana Motor SA og gera samning við Suzuki um að setja saman 4X4 bíla fyrir Evr- ópumarkað, Samurai, Vitara og Jimny, en halda þó áfram að framleiða fyrir Land Rover ýmsa hluti f Defender. Santana ákveður að halda áfram með framleiðslu á eigin fjórhjóladrifsbifreið, sér- staklega hugsaða handa þeim sem vilja gera við sína bíla sjálfir. Santana PS 10 kemur á markað og byggir á 45 ára reynslu verksmiðjunnar í fram- leiðslu á fjórhjóladrifsjeppum. M 4 strokka 2,25 Itr diesel- vél innleidd. jljW Santana Militar er fram- leiddur sem létt 4x4 ökutæki til hernaðarnota. Landrover tekur að fram-leiða Defender á gorma- fjöðrun, en Santana heldur áfram að framleiða Seríu III sem Santana 2500 og þróar fáblaða (parabolic) fjöðrun. Land Rover seldur til BMW en Spánverjar kaup öll hlutabréf sem Land Rover á í SANTANA PS10 5 DYRA 2,8 LTF TDI VERÐ FRÁ KR. 3.190.000- VÉLBÚNAÐUR IVECO 8140.43P • 2.8 lítra 4 strokka (common rail) dieselvél með forþjöppu og millikæli. • Eldsneytistankur 100 lítra • Smurolíukælir • Afl: 125 hestöfl v/ 3600 sn • Tog: 275 Nm v/ 1800 sn • Rafkerfi 12 volt DRIFLÍNA • 5 hraða alsamhæfður gírkassi m. yfirgír. • Millikassi með háu og lágu drifi 4x2 & 4x4 í háa drifi, 4x4 í lága • Drifhlutföll: 3.909 HEMLAR • Vökva-aflhemlar • Tvöfalt kerfi með diskum á öllum hjólum, kældir að framan. • Handhemill á drifskafti HJÓL OG FJÖÐRUN • 235/85R 16 á stálfelgum • Fáblaða (parabolic) fjaðrir aftan og framan. • Tvívirkir vökvahöggdeyfar, 1 fyrir hvert hjól ÞYNGD • Heildarþyngd: 3050 kg • Á framöxul: 1080 kg • Á afturöxul: 1970 kg • Eigin þyngd: 2050 kg • Hlassþyngd: 1000 kg • Heildarþyngd með vagni: 5090 kg STÆRÐIR • Lengd: 4675 mm • Breidd: 1750 mm • Hæð: 2000 mm • Öxlabil: 2786 mm • Hæð undir lægsta punkt: 200 mm AÐRAR UPPLÝSINGAR • Gerðargreining: LHD • Framleiðsluland: Spánn - EB • Litir: Nevada hvítur, dökkblár, grænn, gulur, rauður. • Staðalbúnaður á íslandi: 3.000 kg dráttarbeisli, hækkað loftinntak (óásett). 13 FREYR 04 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.