Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 24

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 24
JARÐRÆKT Tækni við jarðvinnslu Á síðastliðnum áratug hafa átt sér stað umtalsverðar breytingar á aðferðum við jarðvinnslu hér á landi. Ástæður fyrir því má meðal annars rekja til þess að veruleg aukning hefur orðið í kornrækt en hún kallar á agaðri vinnubrögð við jarðvinnsl- una og frágang á sáðbeði. Hún hefur enn- fremur vakið menn til umhugsunar um ýmsa aðra mikilvæga þætti jarðyrkjunnar svo sem framræslu og kölkun. Þá eru nýrri dráttarvélar að miklum mun stærri og með aldrif og stærri aflvélar. Þessi atriði ásamt ýmsum fleiri veita allt aðra og betri möguleika á að beita vinnutækjunum rétt og auka afköstin. Einnig hafa komið til sögunnar nýjar gerðir af jarðvinnslutækj- um sem veita aukið svigrúm til að velja þau tæki sem henta hinum ólíku jarðvegs- gerðum sem tekin eru til frum- og endur- ræktunar. Þá má einnig ætla að auknar kröfur um heygæði, einkum við mjólkur- framleiðsluna, hafa hvatt menn til aukinn- ar endurræktunar. Eftirfarandi umfjöllun er ætlað að veita stutt yfirlit yfir helsta tækjabúnað sem til álita kemur að nota við okkar aðstæður og einnig aðeins um vinnslueiginleika og tæknilegar útfærslur. Nánari upplýsingar er að finna inni á upp- lýsingavef Bændasamtakana og hjá jarð- ræktarráðunautum. MARKMIÐ JARÐVINNSLU Megintilgangur jarðvinnslunnar er sá að vinna jarðveginn þann- ig að hann falli sem best að þörfum nytjaplantnanna. Með því er átt að jarðvegsbyggingin verði hagstæð en það er for- senda fyrir því að nægilegt loft, raki og jarðvegslíf verði fyrir hendi (Þorsteinn Guðmunds- son, 1994). Það leiðir til þess að losun næringarefna úr jarðveg- inum og upptaka gengur hrað- ar, efnasamsetning plantanna verður hagstæðari og uppsker- an meiri. Oft er samtímis unnið markviss að því að eyða þeim gróðri, sem fyrir er, til að skapa nytjaplöntunum sem best svig- rúm. Samhliða þessu hafa menn oft fleiri markmið í huga eins og að blanda í jarðveginn húsdýra- áburði eða öðrum efnum og einnig að slétta yfirborðið. Ef vafi er á ferð er nauðsynlegt að taka jarðvegssýni og kalka í samræmi við það. Tilraunir sýna að enginn einn þáttur hefur jafn afgerandi áhrif á árangur rækt- unarinnar og sýrustigið. Tækni við skurðahreinsun hefur lítið breyst á undanförnum árum en þó hafa nýlega verið gerðar til- raunir með að dreifa uppgreftr- inum inn á spildurnar (Grétar Einarsson og Eiríkur Blöndal 1999). Þær athuganir bentu ekki til að uppmoksturinn hefði neikvæð áhrif á efnasamsetn- ingu jarðvegsins og afköstin eru alveg viðunandi. Með því móti má spara verulegan kostnað við ýtuvinnu svo framarlega sem að ekki þurfi að kýfa spildurnar. Þá hafa verið í prófun tæki sem mynda grannar rásir (18-20 cm breiðar) um og yfir eins metra djúpar fyrir drenlagnir í tún. Þarft væri að gera ýtarlegar rannsóknir á þeirri tækni. Tækni við grjótnám hefur lítið verið sinnt af rannsóknaraðilum hér- lendis en það er eitt af þeim verkefnum sem bíður úrlausnar. Einnig eru framleiddar grjót- mulningsvélar sem eru tengdar algengum dráttarvélum. Með þeim verður grjótið í yfirborðinu nánast að dufti sem blandast jarðveginum. Engar innlendar tilraunir liggja fyrir um hag- kvæmni þessarar aðferðar. IEftir Grétar Einarsson, Landbúnaðarháskóla Islands, Hvanneyri. JARÐVINNSLUAÐFERÐIR Ein mikilvæg forsenda þess að ná góðum árangri við jarðvinnsl- una er að velja heppilegan tíma hvað snertir ástand jarðvegsins. Þar skiptir mestu að rakastigið henti viðkomandi tæki og að til- ætluð markmið með vinnslunni náist (Þorsteinn Guðmundsson 1994). Oftast er mest svigrúmið til þess þegar líður á haustið en það er þó breytilegt milli ára og landshluta. Haustvinnslan hefur einnig þann kost að seigur jarð- vegur veðrast og mildast af þeim ástæðum. Ókostirnir eru þeir að viss hætta er á útskolun næring- arefna, einkum á túnum sem standa í halla eða eru með mjög gljúpan jarðveg. PLÆGING Það er fyrst nú á síðustu árum sem plæging við endurvinnslu er að ná almennri útbreiðslu. Ástæðurnar eru þær, sem áður voru nefndar, að menn gera sér sífellt betur Ijóst gildi plæginga sem vinnsluaðferðar. og plóg- arnir eru tæknilega betur búnir en áður og unnt er að ná góð- um afköstum. Kostir plæginga miðað við aðrar aðferðir eru að betri loftun næst í jarðveginn, fyrri gróður og illgresi lenda undir yfirborðinu og rótarrými eykst. Samtímis má plægja niður húsdýraáburð og kalk og áfram- haldandi jarðvinnsla er að jafn- aði auðveldari. Annmarkarnir við plæginguna eru að hætta er á að næringarefni tapist niður fyrir rótarrými plantnanna og ófrjór jarðvegur og grjót komi upp. Ennfremur að útskolun eigi sér stað með regn- og leysingar- vatni. Þá verður að telja ókost við plægingu að hún krefst meiri tæknikunnáttu og færni en við aðra jarðvinnslu. Brýnt er við plæginguna að veíja rétta plóg- gerð og aukabúnað sem á við hverju sinni og jafnframt að menn kunni að leggja upp teig og Ijúka plægingu með sóma- samlegum hætti. 20 FREYR 04 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.