Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 20
NAUTGRIPIR
um júgur og spena og eru í
góðu meðallagi um mat á mjölt-
um og skapi. Yfirburðir Stígs
97010 aukast enn og hækkar
hann talsvert í mati, með 125 í
heildareinkunn, og sýnir í þeim
efnum ótrúlega yfirburði um-
fram öll önnur kynbótanaut í
landinu. Af öðrum nautsfeðrum
í þessum hópi er ástæða til að
benda á það að Hersir 97033
styrkir mat sitt og er með 116 í
heildareinkunn og styrkir hann
mat sitt fyrir mjög marga eigin-
leika og er tvímælalaust mjög
athyglisverður valkostur í rækt-
unarstarfinu. Kóri 97023 lækkar
smávegis í mati og var í Ijósi þess
ákveðið að taka hann úr al-
mennri sæðisdreifingu, en Stall-
ur 97025, sem er eini sonur
Hvanna 89022 sem er í notkun,
hækkar um stig í heildardómi.
Þegar á allt er litið þá stendur
þessi árgangur nauta sem sá
langsterkasti sem hefur komið
fram I ræktunarstarfinu.
NAUTIN FRÁ 1996 OG 1995
Þessi naut eru sá hópur sem nú
er í vissri biðstöðu, um þau voru
þegar komnar traustar upplýs-
ingar varðandi dætur, sem fram
komu við afkvæmarannsókn
nautanna, þannig að engar
stórar sviptingar verða ( ein-
kunnum þessara nauta. Á þessu
og næsta ári koma síðan feiki-
lega stórir dætrahópar undan
þeim nautum úr þessum hópi
sem fengu mikla framhald-
snotkun og í Ijósi þess dóms,
sem þá fæst, kann mat á ein-
hverjum þeirra að breytast.
Nautin frá 1996 styrkja mat
sitt frekar og stendur Fróði
96028 nú með hæst heildarmat
þessara nauta eða 117 í heilda-
reinkunn og hefur hækkað um
tvö stig frá fyrra ári. Þess má
geta að við endurskoðun á
dætrum nautsfeðra (þessum ár-
gangi á árinu 2004 styrktu þau
sína mynd mjög.
Hjá nautunum frá 1995 koma
fram sáralitlar breytingar eins
og vænta má og þar standa þeir
Túni 95024 og Soldán 95010
áfram á toppnum en lækka
báðir um eitt stig í heildarmati.
ELDRI NAUT
Nautin sem fædd eru 1994
hafa nú f nokkur ár verið
ákveðinn burðarás í ræktunar-
starfinu þar til 1997 nautin
tóku við á síðasta ári. Núna eru
ákaflega stórir dætrahópar að
koma í framleiðsluna undan
mörgum af þessum nautum og
við það breytist fyrri mynd
sumra þeirra sem kynbótagripa
talsvert þó að áfram standi
óbreytt sú heildarmynd að
hópurinn sé öflugur.
Flestar dætur eiga þeir nú-
orðið Kaðall 94017 og Völs-
ungur 94006 og breytingarnar
sem fram koma hjá þeim báð-
um eru hliðstæðar. Báðir lækka
þeir talsvert í afurðamati, þó að
mat beggja sé áfram ákaflega
hátt, en hins vegar hækka þeir
báðir í mati um mjaltir, en kyn-
bótamat um endingu lækkar
hjá báðum þó að báðir standi
þar áfram með mjög gott mat.
( heildareinkunn eru breytingar
hjá þeim þær sömu, báðir
lækka um tvö stig í matinu. Hjá
Punkti 94032 eru minni breyt-
ingar en hans sterka mat lækk-
ar um eitt stig í heildina. Fjórði
nautsfaðirinn í hópnum, Frískur
94026, hækkar hins vegar um
þrjú stig í heildarmati og er
með 113 í heildareinkunn. Af-
urðamat hjá dætrum hans
hækkar talsvert og einnig
hækkar mat hans fyrir mjaltir
verulega. Bæði Pinkill 94013
og Sokki 94003 hækka í af-
urðamati og standa þar efstir í
árganginum jafnir með firna-
hátt mat, 129. Mat fyrir veik-
ustu eiginleika þessara nauta,
júgurgerðin hjá Sokka og
mjaltir hjá Pinkli, tekur hins
vegar litlum breytingum. Að
síðustu er ástæða til að benda
á að Drómi 94025, sem er eina
nautið úr hópnum sem enn er (
almennri notkun, hækkar enn í
mati og er með 114 í heilda-
reinkunn og mat um endingu
dætra hjá honum er 118 sem
er með því albesta sem þekkist.
Um eldri naut er tæpast
ástæða til að fara mörgum orð-
um. Árgangurinn frá 1993 var
aldrei sterkur en yfirburðir
Blakks 93026 verða skýrari
með hverju ári eftir því sem
dætrum hans fjölgar og meiri
upplýsingar koma um hann.
Þetta naut var því miður ekki
notað sem skyldi þegar hann
var í notkun sem reynt naut, en
margar dætra hans eru að
koma fram sem mjög öflugar
nautsmæður. Árgangurinn frá
1992 var um margt öflugur
þegar hann kom fram en þar
stendur Smellur 92028 lan-
gefstur nú þegar mjög traustur
grunnur er kominn að öllu mati
árgangsins, sem afgerandi
toppgripur, og er með 115 í
heildareinkunn, en veikleiki
hans, eins og margra nautanna
frá sama tíma, er lágt prótein-
hlutfall mjólkur hjá dætrum
þeirra.
TOPPARNIR
Að lokum skal örstutt vikið af
toppnautunum í mati gagnvart
einstökum eiginleikum. Eðlilegt
er að byrja á að skoða heildar-
einkunnina, kynbótamat naut-
anna, en þar eru yfirburðir Stígs
97010 eins og fram hefur kom-
ið ótrúlega miklir en hann er
með 125 í heildareinkunn.
Næstir honum koma síðan Kað-
all 94017 og Punktur 94032
með 119 og nýliðinn Fontur
98027 fylgir þeim eftir með stigi
lægra í heildarmati. Síðan koma
þeir Völsungur 94006 og Fróði
96028 báðir með 117 f heilda-
reinkunn og þeim fylgir Hersir
97033 með 116 í heildarein-
kunn. Úr því fer mikið fjölgandi
gripum á hverju einkunnaþrepi
og verður ekki fetað lengra nið-
ur þann stiga.
Fyrir mjólkurmagn eru yfir-
burðir hjá Randveri 97029 tals-
verðir en hann er með 138 í
kynbótamat fyrir þennan eigin-
leika, næstur kemur Punktur
94032 með 134 og Sokki
94003 með 133. Fyrir prótein-
hlutfall mjólkur er það Núpur
96013 sem trónir á toppi með
130 í mati, en fast á hæla hans
með 129 koma þeir feðgarnir
Bassi 86021 og Soldán 95010.
Rétt er að benda á það að í
toppinn í mati á fituhlutfalli rað-
ar sér hópur nauta úr 1998 ár-
ganginum með Sóla 98017 á
toppi með mat sitt upp á 136.
Afurðamatið er hins vegar sá
þáttur úr kynbótamatinu sem
telur í heildareinkunn nautsins
og það er eins og margir þekkja
sett saman af próteinmagni og
próteinhlutfalli mjólkurinnar.
Þarna er það Stígur 97010 sem
er á toppnum með 136, Krossi
91032 kemur honum næst með
133, Randver 97029 er með
131 og síðan koma Sokki
94003 og Pinkill 94013 með
129. Þegar mat fyrir frjósemi er
skoðað er fá af toppnautum
síðustu ára að finna í efstu röð-
um. Samt eru þar tvö naut,
Klaki 94005 með 134, og síðan
það sem líklegt er til að geta
haft enn meiri áhrif, Völsungur
94006, sem er með 129 í mati
fyrir þennan eiginleika.
Fyrir frumutölu eru það enn
nýir gripir sem birtast á toppn-
um, en úr nautum úr notkun á
síðustu árum standa þar efstir
Sveipur 94016 með 136, Búri
94019 með 135 og Hersir
97033 með 133. Þá stendur
Bætir 91034 enn með mjög
hátt mat fyrir þennan eiginleika
eða 131.
( gæðaröð, sem er mjög illa
skilgreindur eiginleiki og telur
ekki í kynbótamati en er engu
að síður mikilvægur þar sem
hún er eins konar heildarmat
um dætur nautsins, er Stígur
97010 alveg einn á toppinum
með 144, þá kemur Teinn
97010 með 132 og Punktur
94032 með 131 og síðan Kaðall
94017 með 127.
Fyrir júgur er mat Sorta
90007 enn alveg sér en hann
fær 148 fyrir þennan eiginleika.
Trölli er þar með 122 og Kaðall
94017 og Smellur 92028 ásamt
Þrasa 98052 eru með 121. Sorti
90007 er einnig sér í sérflokki
með kynbótamat fyrir spena
sem er 158 en þar má síðan
benda á Smell 92028 og
Glanna 98026 með 128.
Úi 96016 er með hæsta kyn-
bótamatið um mjaltir eða 133
en Holti 88017 er með 131 og
þá kemur Prakkari 96007 með
125 en Úi og Prakkari eru báðir
Holtasynir.
Fyrir skap er það Pinkill 94013
sem hefur langhæst mat eða
139, Soldán 95010 kemur þar
næstur með 133 og Krummi
95034 með 131.
Fyrir endingu sem nú er með
sem eiginleiki í matinu í þriðja
skipti er það Þráður 96013 sem
enn skipar toppsætið með 126 í
heildareinkunn, en af yngri
nautum kemur Stígur 97010
efstur með 121 og Drómi
94025 er með 118 og einnig er
rétt að benda á feikilega gott
mat þeirra Prakkara 96007 og
Fróða 96028 fyrir þennan eigin-
leika sem báðir hafa 116 í ein-
kunn.
16
FREYR 04 2005