Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 22

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 22
FOÐRUN NorFor ■■■■■ Norrænt fóðurmatskerfi Nýtt fóðurmatskerfi fyrir nautgripi - NorFor (1) Páll Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri við nýjan heilfóðurvagn. Tafla 1. Samanburður á reiknuðu orku- og próteingildi í dagsfóðri samkvæmt núverandi fóðurmats- kerfi (FEm, AAT/PBV) og hinu nýja - NorFor kerfi Núverandi Núverandi Nýja kerfið Nýja kerfið Vothey, kg þe /dag 8 11 8 11 Kjarnfóður, kg/dag 8 11 8 11 FEm á dag 14,8 20,5 14,6 19,4 FEm í kg þe. 0,98 0,98 0,97 0,93 g AAT i kg þe. 93 93 92 102 Mjólk kg/dag 21,6 33,5 21,4 32,4 1Forsendur við útreikning í núverandi kerfi: Vothey; 0,90 FEm og 73 g AAT í kg þurrefnis. Kjarnfóð- ur; 1,08 FEm og 116 g AAT í kg þurrefnis. INNGANGUR Árið 2002 stofnuðu ráðgjafar- aðilar í nautgriparækt í Dan- mörku, fslandi, Noregi og Sví- þjóð til samstarfsverkefnis um uppbyggingu og þróun á nýju fóðurmatskerfi fyrir nautgripi til notkunar í löndunum fjórum í stað fleiri mismunandi kerfa sem nú eru í notkun. Finnland kaus að taka ekki þátt í sam- starfinu á þeim tíma. [ greinaröð, sem þegar er haf- in birting á í norrænu naut- griparæktartímaritunum, - hinu norska Buskap, sænska Hus- djur og danska KVÆG og einn- ig hér á síðum hins nýja og end- urbætta FREYS verður leitast við að fjalla um nýja fóðurmats- kerfið og kynna fyrir bændum i hverju það er fólgið og hvaða breytinga má vænta í hagnýtri fóðrun, fóðuráætlanagerð og framleiðslu nautgripaafurða við gildistöku þess. Fyrirhugað er að hefja notkun nýja kerfisins á árunum 2005 og 2006. HVERS VEGNA NÝTT FÓÐURMATSKERFI ? Sjálfsagt munu margir spyrja sig hvers vegna við þurfum nýtt fóðurmatskerfi? Mikilvægasta svarið við þeirri spurningu er; - að í núverandi matskerfum á Norðurlöndum fá fóðurtegundirnar fast reikn- að fóðurgildi, - prótein- og orkugildi. Það þýðir að fram- leiðsluvirði í fóðurskammti fæst með því að leggja saman nær- ingargildi einstakra fóðurteg- unda sem fóðurskammtinn mynda. Hins vegar ákvarðast fóðurátið, meltanleiki fóðurs- ins, innri efnaskipti og nýting næringarefnanna í vefjunum (þeirra sem frásogast frá melt- ingarveginum eða frá vefja- forða) til mjólkurframleiðslu af fjölmörgum þáttum og ekki síst flóknu samspili á milli eiginleika gripsins, dagslegs fóðurmagns og efnasamsetningar þess. í rauninni þýðir þetta að einstök fóðurtegund í fóðurskammti hefur ekki fast næringargildi. Til þess að geta ákvarðað fóð- urgildi hennar sérstakelga verð- um við að þekkja fóðrunarað- stæður hjá gripnum. Til að átta sig betur á þessu skulum við skoða töflu 1 þar sem núverandi matsaðferð og hin nýja eru bornar saman við aðstæður þar sem daglegt þurrefnisát hjá mjólkurkú (vot- hey +kjarnfóður) er annars veg- ar 16 og hins vegar 22 kg. Reiknað fóðurgildi fóður- skammtsins er óháð fóðurátinu í núverandi orku- og prótein- matskerfi. í nýja NorFor-kerfinu lækkar reiknað orkugildi í kg fóðurs með auknu fóðuráti. Þessu veldur fyrst og fremst það að með vaxandi fóðuráti á dag og auknum flæðihraða fóðurs- ins gegnum gripina styttist dvalartími þesss í vömb og vam- barörverurnar fá þar með skemmri tíma til þess að melta eða vinna á fóðrinu. Þess vegna fær votheyið í dagsfóðrinu hærra orkugildi (FEm) við 16 kg fóðurát samanborið 22 kg. Ef við á hinn bóginn skoðum AAT gildið þá snýst dæmið við. AAT gildið í hverju kg fóðurs í fóðurskammtinum vex með auknu fóðuráti vegna þess að vambarörverurnar afkasta meiru við myndun á örverupró- teini (meiri framleiðsla á örveru- próteini) þegar fóðurátið vex. (Sjá töflu 1.) Annar og ekki síður mikil- vægur eiginleiki við fóðrið, sem hefur töluverð áhrif, bæði á meltanleika þess og hve af- kastamiklar örverur vambarinn- ar eru við að framleiða örveru- prótein er innihald fóður- skammtsins af auðleysanlegum eða auðgerjanlegum kolvetn- um (sykri og sterkju). Þegar kol- vetnainnihald í fóðrinu er hátt dregur úr virkni vambarörver- 18 FREYR 04 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.