Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 18

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 18
NAUTGRIPIR Kynbótamat nautanna vorið 2005 í ÞESSARl GREIN ER FJALLAÐ UM NOKKRAR NIÐURSTÖÐUR ÚR ÚTREIKNINGUM Á KYNBÓTAMATI NAUTANNA VORIÐ 2005. Að þessu sinni eru felldar í eina grein tvær af þeim hefðbundnu greinum sem verið hafa í naut- griparæktarblöðum síðustu ár- ganga af Frey, annars vegar um- fjöllun um kynbótamat naut- anna hverju sinni og hins vegar umfjöllun um afkvæmadóm nautanna sem komu til dóms að þessu sinni en það var nauta- árgangurinn frá árinu 1998. Ákaflega mikið af töflum, texta og tölulegum niðurstöð- um um nautin, sem voru í af- kvæmaprófun að þessu sinni, er að finna á vef Bændasamtaka (slands www.bondi.is og er þeim lesendum, sem áhuga hafa á að afla sér nákvæmari upplýsinga um þessi naut, bent á þann upplýsingabrunn vegna þess að þar á líklega að megi leita svara við flestum spurning- um sem kunnu að vakna um þessi naut og afkvæmi þeirra. Engar grunnbreytingar hafa að þessu sinni verið gerðar í sambandi við úrvinnslu niður- staðna að baki kynbótamatinu. Ræktunarmarkmið er óbreytt frá fyrra ári og þar með heilda- reinkunn nautanna. Vegna þess að hún er grundvallaratriði fyrir rétt mat á niðurstöðum og um- fjöllun um þær er eðlilegt að hún sé rifjuð upp þó að Ijóst sé að hún sé mörgum vel þekkt. Heildareinkunn = 0,55*Afurðamat +0,09* Mjaltir +0,08*Frumutala + 0,08*Júgur + 0,08*Ending + 0,04*Frjósemi + 0,04*Spenar + 0,04*Skap. Umfjölluninni verður skipt í kafla um einstaka nautahópa og þar helst vikið af þeim hóp- um sem mestra breytinga er að vænta hjá vegna þess að miklar upplýsingar hafa bæst við fyrir dætur viðkomandi nauta, en að síðustu verður aðeins vikið að toppnautunum í heildaryfirliti fyrir einstaka eiginleika. Eðlilegt er að byrja á umfjöllun um nýju nautin sem eru að koma úr af- kvæmadómi vegna þess að eðli hlutanna vegna hljóta þau ætíð að vekja mesta forvitni. Einstak- ar einkunnir nautanna koma fram ( töflu með greininni. Þar er að finna niðurstöður fyrir öll nautin úr afkvæmarannsókn- inni, auk allra helstu nauta sem komið hafa til frekari notkunar að lokinni afkvæmarannsókn og eiga enn góðan hóp dætra í framleiðslu. NAUTAÁRGANGURINN 1998. YFIRLIT OG UPPRUNI Nautaárgangurinn á Nautastöð Bf frá árinu 1998 er miklu stærri en nokkru sinni hefur þar verið og taldi hann samtals 29 naut. Langflest þessara nauta voru synir nautsfeðranna sem voru í mestri notkun á þessum tíma, þeirra Almars 90019, Tudda 90023 og Stúfs 90035. Afkvæmadómur nautanna er byggður á hliðstæðum upplýs- ingum og áður. Eftir breytingar, sem gerðar voru fyrir örfáum ár- um á skoðun á kúm i landinu, er kominn mjög góður grunnur upplýsinga fyrir þá eiginleika sem fást við skoðun dætra nautanna. Undan nær öllum þessum nautum höfðu verið skoðaðar 50-100 dætur. Upp- lýsingagrunnur fyrir þá eigin- leika sem koma úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar er hins vegar eins og ætíð verulega breytilegur. Yngri nautin í ár- ganginum hafa ekki enn fengið afurðaupplýsingar nema fyrir hluta dætra sinna á sama tíma Umbi 98036 „Dætur hans eru glæsilegar kýr, ágætlega mjólkurlagnar með mjög hátt fituhlutfall í mjólk, mat fyrir júgurhreysti er mjög gott og sömuleiðis er dómur bæði um mjaltir og skap verulega jákvæður." og flestar dætur eldri nautanna hafa þegar lokið sínu fyrsta mjólkurskeiði og jafnvel ein- hverjar tveimur undan elstu nautunum. Þetta leiðir til að þessar fyrstu upplýsingar, sem birtar eru fyrir þessi naut, eru verulega breytilegar að öryggi og nauðsynlegt að hafa það í huga þegar niðurstöður eru skoðaðar og metnar. Þegar reynt er að meta heild- arniðurstöður fyrir hópinn er rétt að benda á eftirfarandi at- riði. Fyrir afkastagetu er dómur þessara nauta fremur góður. Þarna vantar að vísu nær alveg afgerandi toppeinstaklinga hliðstæða þeim sem skarað hafa fram úr í síðustu árgöng- um. Nautin eru jöfn að þessu leyti og fá verulega slök. Sér- staða þeirra er hins vegar nokk- ur gagnvart efnainnihaldi mjólkur. Próteinhlutfall er hjá stórum hluta þeirra í meðallagi eða þaðan af betra. Fyrir fitu- hlutfall þá koma hins vegar fram ótrúlega mikil frávik til hækkunar á fituhlutfalli. Þar gætir að sjálfsögu langmest áhrifa frá sonum Almars 90019 þó að heildarniðurstaðan fyrir hópinn sýni ótrúlega mikið frá- vik fyrir þennan eiginleika. Fyrir frumutölu eru niðurstöður ákaflega breytilegar eins og taflan sýnir en þar eru í hópn- um firnasterkir einstaklingar. Mörg af þessum nautum eru að gefa mjög góða júgurgerð hjá dætrum sínum. Langmestum vonbrigðum veldur slakur dóm- ur hjá þessum nautum um mjaltir dætra þeirra. Þetta þarf að vísu ekki að öllu leyti að koma að óvart f Ijósi þess að nautsfeðurnir að baki árgangin- um féllu talsvert í mati fyrir þennan eiginleika þegar stóru dætrahóparnir komu undan þeim. Mat um skap er ákaflega breytilegt en heildarmyndin já- kvæð. Mat hjá nautunum í ár- ganginum um endingu dætra þeirra er heldur undir meðaltali. Heildareinkunn þeirra er því all- góð eins og taflan sýnir og að- eins sex nautanna undir 100 í heildareinkunn og aðeins tvö með verulega slakan heildar- dóm. Heildarniðurstöður úr dómi nautanna var sá að 12 þeirra voru ekki talin áhugaverð til frekari notkunar. Þau naut sem þannig féllu á prófinu, voru þessi: Viður 98002, Gambri 98004, Vagn 98007, Þór 98010, Rokkur 98011, Gísl 98013, Vogur 98025, Lóuþræll 98028, Leggur 98032, Gróði 98037, Kjói 98038 og Boði 98045. Hin 17 fengu notkunar- dóm og var ákveðið að velja 10 af þessum nautum til dreifingar frá Nautastöðinni á þessu ári og eru það eftirtalin naut: Meitill 98008, Barði 98016, Sóli 98017, Trölli 98023, Glanni 98026, Fontur 98027, Sveppur 98035, Umbi 98036, Hræsingur 98046 og Þrasi 98052. Hér á eftir verður aðeins vikið að helstu kostum og göllum ein- stakra nauta úr þessum hópi. Af þessum nautum þá eru valin til notkunar sem nautsfeður Font- ur, Sveppur og Umbi. 14 FREYR 04 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.