Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 31

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 31
NAUTGRIPIR Mynd 6. - Frumutala 2004 Mynd 7. - Förgunarástæður 2004 380 Seldar 3% Annað 12% Júgurb. 35% Sj+slys+elli 13% Lél. afurðir 10% Ófrjósemi 12% J&S gallar 15% Mynd 8. - Nautkálfar 2004 Dauðir ■ vikið í þeim efnum sé heldur minna en oft áður en nú voru 52,8% (53,8) fæddra kálfa nautkálfar. Af skráðum burðum eru 273 eða 1,30% (1,34) þar sem skráð er að tveir eða fleiri kálfar hafi fæðst. Þetta hlutfall hefur heldur farið lækkandi á síðari árum. Að einhverju gætir þar aldursáhrifa þar sem hlut- fall fyrsta kálfs kvígna hefur aukist umtalsvert frá því sem áður var. Örlög kálfanna sem fæðast eru sýnd á myndum 8 og 9, annars vegar fyrir nautkálfana og hins vegar kvígurnar. Það sem þarna má öðru fremur lesa er að kvígkálfar sem fæðast lif- andi eru undantekningalítið settir á til viðhalds kúastofnin- um. Þá er greinilegt að talsvert fleiri nautkálfar eru aldir til kjöt- framleiðslu af þeim sem fæddir voru árið 2004 en gerðist með kálfana árið 2003. Válegu nið- urstöðurnar eru hins vegar þær að enn hækkar hlutfall dauð- fæddra kálfa. Eins og margoft hefur bent á er þetta löngu komið út fyrir það sem viðun- andi er. Nú eru hafnar rann- Mynd 9. - Kvígukálfar 2004 Dauðar 13% Slátrað 4% Kjöt 2% Asettar 81% sóknir til að leita að orsökum þessa vandamáls, sem tvímæla- laust eru margháttaðar og þvi erfitt að greina. Þarna eru hins vegar það miklir hagsmunir í húfi að um forgangsmál í rann- sóknum hlýtur að vera að ræða. Þess vegna er líklegt að fyrir augu lesenda komi talsvert efni um þessi mál á árinu. Fyrir utan vandamálin sem tengjast dauðfæddum kálfum sýna flestar þær niðurstöður, sem hér hafa verið raktar, já- kvæða mynd af stöðu og þróun nautgriparæktar í landinu. Skýrsluhaldið er nú orðið fastur þáttur búrekstrar hjá nær öllum mjólkurframleiðendum. Því er beint til þeirra fáu, sem enn eru ekki þátttakendur í þessu starfi, að endurmeta sína stöðu og koma þar til starfa. Á árinu 2005 munu fyrstu kýrnar, sem fæddar eru eftir að skyldu- merking nautgripa var tekin upp, hefja mjólkurframleiðslu. í kjölfar þeirrar breytingar má fastlega vænta þess að grunnur ættfærslu í skýrsluhaldinu eigi að verða talsvert traustari en verið hefur. „HIMNASENDING“ Fullkomin mjaltakerfi á frábæru verði Fullkomin og örugg varahlutaþjónusta. Leitið tilboða, verðið kemur á óvart. Stuttur afgreiðslufrestur. REMFLÓ HF. Austurvegi 65, 800 Selfoss. Sími: 480 1600. Fax: 482 2756. remflo@remflo.is www.remflo.is Freyr 04 2005 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.