Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 39

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 39
VEÐURFAR sé þetta hvoru tveggja jákvætt fyrir landbúnað. En neikvæðar hliðaverkanir eru hins vegar hækkuð sjávarstaða, breytingar á úrkomu (aukning sums stað- ar, minnkun annars staðar), aukið skýjafar og aukin tíðni ill- viðra. Einnig mun útfjólublá geislun aukast vegna þess að gastegundir, sem við losum út í andrúmsloftið, brjóta niður ósonlagið. Þegar menn horfa fram i tím- ann í þessu sambandi er oft tal- að um breytingar á 100 árum, það er einni öld. Menn reikna út væntanlegar breytingar til ársins 2100. Allar þessar spár byggja á flóknum líkanareikn- ingum og eru niðurstöðurnar auðvitað óvissu háðar. En þrátt fyrir erfiðleika og ónákvæmni verða menn að horfa til fram- tíðar og hugsanlega að bregð- ast við ef hægt er áður en ( óefni er komið. Á næstu 100 árum er reiknað með að lofthiti jarðar hækki um rúmar 2°C og úrkoma um 5% og mun breyt- ingin verða mest að vetrarlagi og enn meiri á norðurslóðum. Þannig gæti vetrarhiti á norð- urslóðum hækkað á næstu öld um allt að 7°C og vetrarúr- koma aukist um 15%. Á HEIMSVÍSU • Loftslagsbreytingar eru þegar hafnar og munu aukast í framtíðinni • Aukning I losun gróður- húsalofttegunda veldur hækkun á hitastigi jarð- ar • Mikilvirkustu gróður- húsalofttegundirnar eru koltvísýringur, mýragas og hláturgas • Búast má við að meðal- hiti jarðar hækki um 2°C á næstu 100 árum • Landbúnaður veldur inn- an við 20% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum (eftirfarandi samantekt verð- ur reynt að skyggnast einungis tæp 50 ár fram í tímann og átta sig á því hverjar loftslags- breytingarnar verða og hver verða áhrif þeirra á landbúnað- inn sem atvinnuveg árið 2050. Hér verður fyrst skoðað hver verða áhrif loftslagsbreyting- anna á landbúnað á heimsvísu. Síðan verður athugað hverjar verða loftslagsbreytingar á (s- landi og hvaða áhrif þær hafa á íslenskan landbúnað. Loks verður gerð grein fyrir hugsan- legum viðbrögðum (slendinga við þessum breyttu aðstæðum. ÁHRIF LOFTSLAGSBREYT- INGAÁ LANDBÚNAÐ Á HEIMSVÍSU Áhrif loftslagsbreytinganna á plönturæktun eru mismunandi úti um heim. í hitabeltinu, þar sem framleiðsla er þegar of lítil til að fæða íbúana, mun hún sums staðar dragast saman og leiða til tíðari hungursneyða, aðallega vegna vatnsskorts. Má því búast við að lífskjaramunur I heiminum aukist nema við verði brugðist og er það skuggaleg framtíðarsýn. Það skyggir enn meira á framtíðarsýnina að lítið tæknivædd þjóðfélög þróunar- landa geta síður tekist á við breyttar aðstæður en landbún- aður iðnríkja. Norðurmörk fiðrilda, fugla og plantna hafa færst um 0,6 km norðar á ári undanfarið og á sama hátt mun ræktun sumra nytjajurta einnig færast norðar og Norður-Evrópa (þar á meðal ísland) og Norður-Ameríka munu því fyrst um sinn hagnast á loftslagsbreytingunum en suðlægari lönd skaðast. Á norðlægum slóðum, þar sem hitastig hefur takmarkað vöxt, mun uppskera flestra nytjajurta aukast, en standa í stað eða minnka í hitabeltinu. Neikvæðu áhrifin á norðurslóðum eru þau að plöntusjúkdómavandi og notkun varnarlyfja mun aukast og einnig mun niðurbrot líf- rænna efna aukast og þá út- skolun næringarefna. Skógar og villtur gróður munu auka vöxt og sækja norðar og hærra til fjalla, en munu jafnframt verða fyrir breyttu álagi, til dæmis með því að vakna til vaxtar á hlýskeiðum að vetri sem síðan kemur þeim í koll þegar frystir. Einnig munu skað- valdar fylgja þessum gróðri norðar og hættan á skógareld- um og vindskemmdum mun aukast. Áhrif loftslagsbreytinganna á búfjárrækt eru minni og óbeinni en á gróður. Búféð lifir á gróðrinum og nýtur góðs af auknum vexti og fjölbreytni á norðlægari slóðum en í hita- beltinu mun uppskerubrestur vegna þurrka og hita valda vandræðum. Á norðurslóðum mun innistöðutími styttast og byggingar gætu orðið eitthvað ódýrari, til dæmis vegna minni einangrunar og minni haug- húsa. ■ " . ■ „ Vj,- : /1' *" • |i' '-JWSkb T Á HEIMSVÍSU • Hækkun hitastigs og úr- komubreytingar á jörð- inni á næstu 50 árum munu bæta ræktunarað- stæður fyrir plöntur á norðurslóðum en hins vegar draga úr matvæla- framleiðslu í hitabeltinu • Staðbundinn vandi mun verða alvarlegur vegna þurrka, flóða eða illviðra • Breytt vetrarálag á plöntur og aukið álag af skaðvöldum getur valdið vanda I plönturæktun á norðurslóðum, einnig í úthaga í heild mun landbúnaði í heiminum ekki ógnað fram til ársins 2050, en staðbundinn vandi mun samt verða alvarleg- ur, svo sem í hitabeltinu. Ekki verður séð að landbúnaði á (s- landi stafi ógn af þeim breyt- ingum, sem í vændum eru á landbúnaði f heiminum, og ís- lenskur landbúnaður ætti síst að standa verr samkeppnislega en hann gerir núna. Enn frekari loftslagsbreytingar, sem bíða í framtíðinni eftir árið 2050, gætu auðvitað haft neikvæð áhrif. FREYR 04 2005 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.