Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 29

Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 29
NAUTGRIPIR Mynd 2. - Afurðaþróun 2002-2003 4? o< O’ ^ A- * Jf* v-" <sr ^ □ 2003 B2004 ^ c? J> <$■ Mynd 3. - Þróun á stærstu framleiðslusvæðum "*—Borg -Eyja -*-R&V-S —Am 2004 og er þetta í fyrsta sinn sem fjöldi þeirra fer yfir 40. Til gamans má nefna að fyrir ára- tug var meðalbústærðin 30,4 kýr og hefur meðalbúið þannig stækkað um þriðjung á einum áratug. Reiknaðar árskýr voru 29,3 (28,4). Jafnstærstu búin eru líkt og áður í Eyjafirði með 36,8 árskýr en hjá nágrönnum þeirra í Suð- ur-Þingeyjarsýslu eru búin jafn- minnst með 21,6 árskýr. Þess ber að vísu að geta að tvær vestustu sveitir í Suður-Þingeyj- arsýslu teljast hér með Eyjafirði og búin eru einmitt óvíða á landinu stærri en þar. Afurðaþróun síðustu ára hélt áfram á árinu 2004 og voru reiknaðar meðalafurðir eftir hverja árskú 5.229 kg (5063) sem er aukning um 3,3% sem verður að teljast verulega mikið I hvaða samanburði sem það er metið. Meðalmjólkurmagn hjá fullmjólka kúm var 5254 kg (5079). Efnahlutföll mjólkurinn- ar eru nánast óbreytt frá árinu áður, próteinhlutfall mælist 3,36% (3,36) að meðaltali og fituhlutfallið 4,04% (4,03) að jafnaði. í Ijósi hinnar verulegu afurðaraukningar á milli ára hljóta óbreytt efnahlutföll að teljast viðunandi árangur vegna þess að alþekkt er að á milli hlutfalla efna og magns mjólkur er sterkt neikvætt samband fyr- ir hendi. Ástæða er enn að leggja áherslu á það að einn af veik- ustu þáttunum í sambandi við skýrsluhaldið í nautgriparækt- inni er hve margir skýrsluhaldar- ar sinna slælega eða ekkert sendingum á mjólkursýnum til RM til ákvörðunar á efnahlut- föllum og frumutölu í mjólk. Þetta eru ákaflega mikilvægir þættir sem stjórntækni í mjólk- urframleiðslunni og ráða miklu um afkomu í mjólkurframleiðsl- unni. Því er Ijóst að allir mjólkur- framleiðslur eiga umtalsverða hagsmuni ( því að sem bestur árangur náist gagnvart þessum þáttum. Þar er Ijóst að til lengri tíma litið skiptir árangur rækt- unarstarfsins verulega máli. Gæði upplýsinga ráð þar mjög miklu um hvað vinnst. Það er því Ijóst að eitt mesta ræktunar- átak, sem gera má í íslenskri nautgriparækt, er ekki flóknari þáttur en að hluti mjólkurfram- leiðenda mundi sinna þessari sýnatöku betur en þeir gera í dag. Um leið er rétt að taka fram að stjórn RM tók ákvörðun um það á árinu að gefa kost á fleiri mælingum á þessum þátt- um fyrir hverja kú á hverju ári en verið hefur. Þannig munu fyrir þau bú sem sinna sýnatöku með reglubundnum hætti fást enn betri upplýsingar á kom- andi árum en áður. Hluti skýrsluhaldara skráir kjarnfóðurnotkun fyrir einstakar kýr. Á það hefur margoft verið bent að þær upplýsingar eru tæplega nákvæmari en svo að þær gefi mynd af þeirri þróun sem á sér stað á hverjum tíma í kjarnfóðurnotkun í framleiðsl- unni. Eins og vænta má þá kemur fram nokkur aukning í kjarnfóðurgjöf á milli ára og mælist hún 942 kg (881) að jafnaði fyrir hverja kú árið 2004. Rétt er samt að benda á að jafn- vel þó að reiknað væri með há- marksnýtingu vegna aukinnar kjarnfóðurgjafar, sem flestir munu sammála um að sé óraunhæf krafa, er afurðaaukn- ing á milli ára meiri en sem því nemur. Mynd 2 gefur yfirlit um þróun meðalafurða kúnna í einstökum héruðum á milli áranna 2003 og 2004. Þegar horft er á þessa mynd sést að þessi þróun er talsvert breytileg á milli héraða. Mestar eru meðalafurðir árið 2004 í Austur-Skaftafellssýslu þar sem meðaltalið er 5.595 kg af mjólk eftir hverja kú. Þar hafa afurðir nokkur síðustu ár verið hvað mestar é landinu og þegar þar við bætist meiri aukning af- urða á milli ára en í öðrum hér- uðum hafa bændur þar tekið afgerandi forystu í þessum efn- um. ÁVesturlandi lækka meðal- afurðir örlítið á milli ára en nokkur aukning er á öðrum svæðum nema á Vestfjörðum þar sem á sér stað örlítil lækkun og er þetta annað árið í röð sem slíkt gerist sem hlýtur að vera ákveðið umhugsunarefni. Á Norðurlandi vestra er umtals- verð aukning meðalafurða kúnna í öllum héruðum, samt langsamlega mest í Vestur- Húnavatnssýslu, en árið 2003 var fremur óhagstætt því héraði í slíkum samanburði. Á Norður- landi eystra er nokkur aukning milli ára. Á Austurlandi er um- talsverð afurðaaukning þrátt fyrir talsverðan fjölda nýrra skýrsluhaldara á því svæði. Á báðum stóru svæðunum á Suð- urlandi er verulega góð aukning meðalafurða á milli ára. Á síðustu árum hefur átt sér stað umtalsverð afurðaaukning hjá íslenskum mjólkurkúm. Á mynd 3 er brugðið upp mynd af afurðaþróun síðustu átta ára í fjórum stærstu mjólkurfram- leiðsluhéruðunum. Hún sýnir að þessi þróun er talsverð breytileg á milli svæðanna. Afurðir í Borgarfirði liggja þrepi lægra en á hinum svæðunum en aukning á tímabilinu er áþekk og á öðr- um svæðum. Við upphaf tíma- bilsins eru afurðir kúnna mestar í Eyjafirði, um aldamótin voru afurðir mjög líkar hjá sunn- lensku og eyfirsku kúnum en núna allra síðustu ár hafa sunn- lensku kýrnar skilað talsvert meiri meðalafurðum en eyfirsku kýrnar. Ef horft er lengra aftur í tímann eru umskiptin I þessum efnum jafnvel enn meiri. Á síð- asta áratug hafa orðið hafa orð- ið miklar breytingar í mjólkur- framleiðslunni á Suðurlandi sem greinilega hafa skilað sér í mun öflugra framleiðsluumhverfi en áður var þar. Það gerist nú í fyrsta sinn í sögu nautgriparæktarinnar að meðalafurðir I einstökum naut- griparæktarfélögum fara yfir 6.000 kg. Þessu marki ná tvö fé- lög, Nf. Austur-Landeyja með 6.105 kg og Nf. Djúpárhrepps með 6.043 kg. Þessi árangur Austur-Landeyinga er sérlega glæsilegur með hliðsjón af því að hér er um mjög stórt félag að ræða þar sem um er að ræða 734 kýr á 16 búum. Það skal einnig nefnt að Nf. Auðhumla ( Hólahreppi, sem undangengna áratugi hefur oft skipað efsta sæti félaganna í landinu, var að- eins hársbreidd frá því að brjóta þennan múr en kýrnar þar skil- uðu að jafnaði 5.971 kg af mjólk. AFURÐAHÆSTU BÚIN Tafla 2 gefur yfirlit um afurða- hæstu búin á landinu árið 2004 þar sem voru fleiri en 10 árskýr. Þessari töflu hefur nú verið breytt á þann veg að búunum er raðað eftir magni verðefna í mjólk sem er samanlagt magn mjólkurpróteins og mjólkurfitu. Listinn nær til þeirra búa sem ná 500 kg meðalframleiðslu. Á það hefur áður verið bent að um margt er magn verðefna eðli- legri samanburðargrunnur en mjólkurmagnið eitt og sér var. Hér skiptir samt máli að fyrir hendi séu góðar efnamælingar. FREYR 04 2005 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.