Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2004, Síða 4

Freyr - 01.09.2004, Síða 4
Fjárræktarbúiö á Hesti hefur gjörbreytt íslenskri sauðfjárrækt Viðtal við Stefán Sch. Thorsteinsson, fyrrv. sérfræðing og deildar- stjóra Búfjárdeildar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins Stefán Sch. Thorsteinsson starfaöi um áratuga skeið sem sérfræðingur og síðar deildarstjóri við Búfjárdeild RALA og vann einkum við rannsóknir á sauöfé á Til- raunabúinu á Hesti í Borgar- firði. Hann hefur cinnig um árabil sinnt kynbótum á sauófé á Grænlandi. Stefán hefur nú látið af störfum hjá RALA fyr- ir aldurs sakir en hefur ekki al- veg sleppt hendinni af græn- lcnskri sauðfjárrækt. Fyrir nokkru lögðum við Jón Viðar Jónmundsson leið okkar heim til Stefáns í Mosfellsbæ til að biðja hann að segja lcscndum blaðsins frá störfum sínum og fyrst er hann beðinn um að rekja námsferil sinn. Ég fór á Bændaskólann á Hvanneyri íjórum árum eftir stúd- entspróf og lauk þar búfræðipróft árið 1957 og prófi úr framhalds- deild árið 1959. Þá gerðist ég ráðunautur hjá Búnað- arsambandi Austurlands með aðsetri á Egilsstöð- um og starfaði þar til snemma árs 1962. Frá útmánuðum 1962 og til miðsumars 1964 var ég aðstoðarmaður við Bún- aðardeild Atvinnudeilda Háskólans en hélt þá Bandaríkjanna til fram- haldsnáms og lauk mastersprófi í búljár- rækt frá Montana State University sumarið 1966. Ráðunautur Á Austurlandi Áður en lengra er haldið, viltu lýsa nánar þessum árum á Austur- landi? Við vorum tveir ráðu- nautar hjá BSA, Páll Sigbjörnsson, sem hafði þá starf- að þar um nokkurra ára skeið og var Austfírðingur að ætt og upp- runa og svo ég. Þetta var afar skemmtilegur tími og lærdómsríkur fyrir mig. Maður var algjör nýgræðingur í starfínu og kunni tæpast að koma fram fyrir bændur og tala við þá svo að þeir skildu. Ég skal segja þér eina sögu af því. Ég var með fund í Sauðfjár- ræktarfélagi i Jökulsárhlíð, sem haldinn var á Surtsstöðum. Þetta var einn íýrsti fundurinn sem ég fór á. Ég bjó mig afar vel fyrir fundinn, skrifaði einar 6-7 blað- síður um sauðfé og sauðljárrækt og kom með þetta á fundinn og byrja að lesa yfir mannskapnum. En þeir bara duttu út af og sofn- uðu hver eftir annan þangað til að- ein einn var eftir vakandi. Hann spurði mig: Ertu með þetta allt skrifað upp úr skólabókunum? Eftir það skrifaði ég aldrei ræðu. Páll Sigbjömsson var prýðis- maður, stálgreindur og vandaður og afar gott að vinna með honum, en gat þó stundum verið nokkuð utan við sig, enda heimspekilega þenkjandi á mörgum sviðum. Hvemig voru samgöngur þama á þessum tíma? Þær voru sæmilegar á sumrin en á vetuma gátu þær verið afleitar og erfíðar vegna snjóa enda tíðk- Stefén Sch. Thorsteinsson. | 4 - Freyr 6/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.