Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2004, Side 6

Freyr - 01.09.2004, Side 6
Fjárhúsin á Hesti voru tekin i notkun árið 1993. skólans. í fyrstu vann ég þar við ýmis störf, sem til féllu, s.s. jarð- ræktartilraunir á Geitasandi með Bimi Sigurbjömssyni og um sum- arið vann ég í Grasmjölsverk- smiðjunni í Gunnarsholti sem Landnám ríkisins o.fl. ráku. Eg vann þar fyrir Pálma Einarsson landnámsstjóra, bæði við vinnu- mælingar í verksmiðjunni og við að taka sýni og mæla þurrefnis- innihald þeirra.Svo um haustið 1962 byrjaði ég að vinna með Halldóri Pálssyni, sem var þá orð- inn búnaðarmálastjóri en var jafn- framt sérfræðingur við Atvinnu- deildina, og starfaði sem aðstoð- armaður hans til ársins 1964. Þá fór ég til Bandaríkjanna til fram- haldsnáms við Montana State University og lauk þaðan Mast- ersprófi í búljárrækt árið 1966. Sama ár kom ég heim og var ráð- inn sérfræðingur í búfjárrækt við Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, sem þá var enn í gömlu At- vinnudeildinni á Háskólalóðinni en flutti á Keldnaholt árið 1968. Eftir heimkomuna fór ég aftur að starfa með Halldóri við Hest- búið og vorum við þar samstarfs- menn allt til þess er Halldór lést 1983. Ég var mikið uppi á Hesti, t.d. alla sauðburði frá 1963 að undan- skildum námsárunum í Ameríku, líklega alls 37. Svo var maður við júnírúning ánna rneðan hann við- gekkst svo og lambavigtun fyrir fjallrekstur og svo náttúrulega við fjárlagið að haustinu og slátrun- ina. Þetta voru þessir þrír aðal annatímar ársins. Auk þess fór ég nánast mánaðarlega uppeftir að vetrinum, þegar fé var á húsi, til að vera við vigtun ánna og eftirlit með tilraunum. Það hefur verið á við hvern annan skóla að vinna með Hall- dóri Pálssyni? Ég er nú hræddur um það. Hann var einstakur maður og afskaplega lærdómsríkt og gaman að vinna með honum, hvort heldur sem var í fjárhúsunum eða við skrifborðið. Við vinnu var hann skorpumaður, það var unnið í tömum en svo var tekið hlé og kjaftað og sagðar sög- ur af fólki og skepnum. Ég kynnt- ist Halldóri fyrst þegar ég var í Framhaldsdeildinni er ég aðstoð- aði hann við skrokkmælingar á Hestlömbunum í sláturhúsinu á Hurðarbaki haustin 1958 og 1959. Ég hreifst strax af honum því að hann var bæði fræðandi og skemmtilegur og vakti þegar áhuga minn á vísindalegum rann- sóknum í sauðfjárrækt. Þessi áhugi blundaði svo alla tíð í mér þar til að ég fór til framhaldsnáms meðal annars fyrir hvatningu hans. Aðrir menn á Hesti, sem þú vannst með? Þegar ég byrja að starfa á Hesti þá er Einar E. Gíslason bústjóri, nú bóndi á Syðra-Skörðugili og landsþekktur búfjárræktarmaður. Þó að hann væri ákafamaður og dugnaðarforkur og ekki aldæla að ýmissa mati, þá fannst mér afar gott að vinna með honum og við náðum ágætlega saman við rækt- unarstarfið. Hver tók svo við bústjórninni eftir Einar ? Þegar hann hætti vorið 1974 komst nokkurt los á bústjórastarf- ið. Eftir Einar var Þorgeir Vigfús- son frá Húsatóftum á Skeiðum bú- stjóri í eitt ár og eftir hann kom Jón Snæbjömsson frá Geitdal í Suður-Múlasýslu. Hann var ágæt- lega menntaður í fóðurfræði og hafði kennt hana við Bændaskól- ann á Hvanneyri í allmörg ár, en auk þess var hann snillingur í véla- viðgerðum og sögðu ýmsir að hann þekkti bolta og rær mikið betur en féð. Eftir hann kom Jón Halldórsson frá Krossi í Lundar- reykjadal og gegndi hann bústjóra- stöðunni frá 1980 að mig minnir til vors 1983. Jón hafði lengi unn- ið við Hestbúið sem fjármaður og mér þótti mjög þægilegt að vinna með honum í fjárragi enda skap- gott lipurmenni, en verkstjóm var ekki hans aðalsmerki. Þegar hann hætti sá ég um bústjóm um sumar- ið en haustið 1983 kemur Ami Jónsson frá Sámsstöðum í Fljóts- hlíð og er til vors 1988. Ami er þekktur fjárræktarmaður og ein- | 6 - Freyr 6/2004

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.