Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2004, Qupperneq 9

Freyr - 01.09.2004, Qupperneq 9
ótvíræðir, fita skrokkanna um 10% minni og vöðvinn um 5% meiri í 16 kg falli. Það er skemmtileg og lærdómsrík saga að segja frá Stramma. Hann var valinn í afkvæmarannsókn fyrir sæðingarstöðvamar haustið 1983 og settur í einangmn Bæ, ásamt sjö eða átta öðmm lambhrútum. Við notuðum hann svo í tvo daga um fengitímann á Hesti. Um vor- ið biðjum við Sigurgeir Þorgeirs- son, Sigurð Sigurðarson dýra- lækni um leyfi til að skoða hrút- ana í einangruninni í Bæ og sjá hvemig þeir hefðu þroskast þar um veturinn. Leyfið fengum við og í nýjum göllum og með plastpoka á fótum að hætti Sigurðar, héldum við inn í húsin. Er við litum yfir hrútana rekur okkur í rogastans. Hvaða kvikindi er þetta, segir Sigurgeir og bendir strax á einn hrútinn sem ekkert var nema hausinn og hom- in og illa til hafður á allan hátt. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þetta var Strammi og eftir að hafa þuklað hann í bak og fyrir vomm við sammála um að skepn- an ætti ekkert erindi á sæðingar- stöð því að engum bónda dytti í hug að nota svona hrút. Svo um haustið er við vomm að raga í lömbunum og taka til í slátrið þá kemur í ljós að okkur vantar um 20 lömb uppi sláturloforðið. Þá mundum við eftir Stramma og ákváðum að velja bestu gimbram- ar undan honum til ásetnings en slátra hinum. Þetta var algjört brot á afkvæmarannsóknarreglunum þar sem gimbrum undan af- kvæmarannsóknarhrútunum var aldrei slátrað fyrr en niðurstöður úr skrokkmælingum hrútlamb- anna lágu fyrir. Svo líður að því að hrútlömbunum úr afkvæma- rannsókninni er slátrað og ég fer að mæla skrokkana og enn rekur mig í rogastans. Alltaf öðm hvom em að dúkka upp skrokkar sem vom djásn að gerð, beinastuttir, fitulitlir en feikilega vöðvaðir. Þetta vom einir fallegustu skrokk- ar sem maður hafði séð og enn var gleðin meiri þegar uppgjör sýni að þeir vom undan einum og sama hrút, nefnilega Stramma. Þetta sýnir glöggt hve varhuga- vert það getur verið að treysta ein- göngu á útlitsgervið í kynbótum fyrir eiginleikum sem ekki eru mælanlegir á lifandi skepnu, en hefði ómsjáin verið komin í gagn- ið á þessum tíma þá hefði þessi fljótfæmi okkar ekki átt stað. Strammi fór svo á sæðingarstöð og árið eftir fengum við sæði úr honum og komum upp frábæmm hóp hrúta og gimbra undan hon- um. Ut af honurn hafa síðan kom- ið stórar ættir sem hafa sannað ágæti hans vítt og breitt um land- ið og ekki leikur vafi á að hann er tímamótahrútur í íslenskri sauð- Ijárrækt. Það fer ekkert milli mála að kynbætumar fyrir minnkandi fitu- söfnun og auknum vöðvavexti hafa skilað ágætum erfðaframför- um í fjárstofninum á Hesti og breiðst þaðan út með starfsemi sæðingarstöðvanna. Þetta sýnir mat á erfðaframförum á þessum eiginleikum á 19 ára tímabili, frá 1978 til 1996, þar sem fram kem- ur að hlutfall fitu í dilkaföllum hefur minnkað um 10% en vöðva- hlutfallið aukist um 5%. Einhvern tímann þarna ke/nur svo ómsjáin til sögunnar? Já, fýrsta ómsjáin, til notkunar í búfjárrækt hér á landi, er keypt að Hestbúinu sumarið 1990 fyrir frumkvæði Sigurgeir Þorgeirsson þáverandi samstarfsmanns míns. Hann hafði gagngert kynnt sér notkun hennar við kynbætur fyrir auknum vöðvavexti og minnkandi fitusöfnun úti í Skotlandi árið 1989, þar sem þá þegar hafði sannast að þetta var öflugt tæki við kynbætur á auknum vöðva- vexti og gegn óhóflegri fitusöfn- un. Strax þá um haustið var hafist handa með að rannsaka samband ómsjármælinga við fitu- og vöðvaþykkt á spjaldhrygg og heildar fitu- og vöðvamagns skrokksins og jafnframt samband ómsjármælinga við hin hefð- bundnu þverskurðarmála á sömu eiginleikum. Þetta var gert með hárnákvæmum og stöðluðum krufningum á alls áttatíu lamb- skrokkum í fitu, bein og vöðva og reiknað samband ómsjár- og þver- skurðarmálanna við þessa vefi. I stuttu máli má segja að nákvæmni ómsjárinnar sé fyllilega sambæri- leg við þverskurðarmálin á vöðvamælingunni en ekki alveg eins nákvæm á fituþykktinni enda eðlilegt þar sem fitan á spjald- hrygg er á tíðum svo þunn að erf- itt er að mæla hana nákvæmt. Þeg- ar þetta lá fyrir var hætt við að skera skrokkana i sundur og taka þverskurðarmál því að greinilegt var að þama var komið tæki sem sparaði tima, erfiði og peninga. Á næstu árum eru flest öll bún- aðarsamböndin komin með óm- sjár og hefur það gjörbreytti líf- lambavalinu um allt land. Ég held að þetta sé einhver mesta bylting í kynbótum fyrir bættum kjötgæð- um samfara almennum áhuga sauðQárbænda að framleiða há- gæða lambakjöt. Aðrar tilraunir á Hesti? Fóður-, fóðmnar- og beitartil- raunir hafa skipað stóran sess í starfsemi búsins.Á ámnum eftir mæðuveikifjárskiptin 1951 hafði Halldór Pálsson gert ýmsar gagn- merkar fengieldistilraunir með notkun síldarmjöls, bæði með innistöðu- og beitarær. Jafnframt var hann með fyrstu vísindamönn- um til að rannsaka áhrif mismun- Framhald á bls. 19 Freyr 6/2004 - 9 |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.