Freyr - 01.09.2004, Side 15
Frjósemi ánna 2003
O Fædd ■ Nytja
Mynd 2. Fjöldi fæddra lamba og til nytja að hausti 2003 í einstökum hér-
uðum.
vorið 2003 urðu ekki breytingar
þar á. í því sambandi er samt rétt
að taka tillit til þeirrar miklu
aukningar sem orðið hefur í þátt-
töku í skýrsluhaldinu á allra síð-
ustu árum vegna þess að frjósemi
og afurðasemi ánna á þeim búum
sem eru að heija skýrsluhald
stendur að meðaltali nokkuð að
baki því sem gerist á þeim búum
sem lengi hafa færst vandað
skýrsluhald. Vorið 2003 voru
fædd lömb eftir hverja á, sem lif-
andi var á sauðburði, að jafnaði
1,81 (1,81) eða nákvæmlega jafnt
og árið áður en lambahöld ívíð
skárri því að einu lambi fleira
kom til nytja að hausti eða 1,67
(1,66) lömb að jafnaði.
Nánari sundurliðun á frjósemi
ánna sýnir að 7.135 þeirra eða
3,08% voru geldar, 41.910 áttu eitt
lamb eða 18,11%, 169.877 ær voru
tvílembdar eða 73,40%, 12.092
voru þrílembdar eða 5,22% og 436
ær eða 0,19% þeirra sem lifandi
voru á sauðburði áttu fleiri en þijú
lömb. Þegar þessar tölur eru bom-
ar saman við hliðstæðar tölur frá
vorinu áður sést að frjósemin er
ívíð meiri vorið 2003 en vorið
2002 því að geldum ám og ein-
lembum fækkar örlítið hlutfalls-
lega en tvílembum og marglemb-
um fjölgar smávegis hlutfallslega.
Likt og áður er verulegur breyti-
leiki í frjósemi ánna eftir land-
svæðum. Eins og árið áður var
frjósemi ánna hvergi meiri vorið
2003 en í Suður-Þingeyjarsýslu
þar sem fædd vom að meðaltal-
i 1,88 lömb eftir ána og 1,75 feng-
ust til nytja og er frjósemi ánna þar
því ívíð meiri en var árið áður þar
í héraði. í Austur-Skaftafellssýslu
em fædd næstflest lömb eftir ána
vorið 2003 eða 1,87 að meðaltali
og 1,72 koma til nytja að hausti. 1
Strandasýslu fást jafnmörg lömb
til nytja að hausti þó að fædd lömb
séu heldur færri eða 1,83 að jafn-
aði. Æmar í Vestur-Húnavatns-
sýslu fæddu jafnmörg lömb að
vori og í Strandasýslu en lambinu
færra fékkst til nytja að hausti. I
Norður-Þingeyjarsýslu og Eyja-
firði er fijósemi ánna meiri því að
í báðum þessum sýslum fæðast
1,84 lömb eftir ána en lambahöld
em þar lakari og fást 1,70 til nytja
í Eyjafírði og lambinu færra í
Norður-Þingeyjarsýslu.
Líkt og gert var í hliðstæðri
grein á síðasta ári er ástæða til að
benda á það að þegar litið er til
þróunar í frjósemi ánna í fjárrækt-
arfélögunum á síðustu ámm er
það atriði sem líklega vekur mesta
athygli hve feikilega mikill munur
virðist á milli búa í meðalfrjósemi
tvævetlnanna og eldri ánna á bú-
inu. Eðlilegt er að tvævetlurnar
sýni heldur minni frjósemi en
eldri æmar og eðlilegt að sá mun-
ur geti numið 0,10-0,15 fæddum
lömbum eftir ána að jafnaði. Þeg-
ar þessi munur er hins vegar orð-
inn 0,25 lömb eða meira eftir ána
er orðin veruleg ástæða til að velta
fyrir sér hvaða brestir séu í fóðran
eða meðferð yngstu ánna eða
hvort ræktun með tilliti til frjó-
semi sé ekki lengur á réttri braut.
Þó að umtalsverðu munur sé á
frjósemi ánna milli héraða er hann
enn meiri þegar skoðaður er mun-
ur á milli félaga eins og tafla 1
sýnir glöggt. í nokkmm félögum
Hlutfall fleirlembdra áa 2003
Mynd 3. Hlutfall af marglembum í fjárræktarfélögunum vorið 2003 flokkað
eftir héruðum.
Freyr 6/2004 - 151