Freyr - 01.09.2004, Síða 18
unni og þess vegna fjölgar þeim
með hverju ári sem ná að uppfylla
gömul og hefðbundin viðmiðun-
armörk um afurðir. Haustið 2003
voru samtals 248 skýrsluhaldarar
sem náðu því marki að framleiða
30 kg eða meira eftir hverja
skýrslufærða á að meðaltali. I
töflu 2 er gefíð yfirlit um örfáa af
þeim skýrsluhöldurum sem efstir
stóðu með framleiðslumagn eftir
hverja á haustið 2003. Eins og sjá
má þá eru þetta yfirleitt örlitlar
hjarðir, en þeim er það sammerkt
að féð býr við einstaka fóðrun og
meðferð og í flestum þessum
hjörðum er einnig að baki löng og
öflug ræktunarsaga. Frábær ár-
angur mældur í framleiðslumagni
þarf því engum að koma að óvart.
Að þessu sinni skipar efsta sætið
Þorvaldur Jónsson á Innri-Skelja-
brekku í Borgarijarðarsveit en sjö
ær hans skila að jafnaði tveim fá-
dæma vænum lömbum að hausti
og reikað framleiðslumagn hjá
hverri þeirra var 49,5 kg af dilka-
kjöti.
Enn áhugaverðari er saman-
burðarlisti um “alvörubú”, þ.e.
þar sem fleiri en 100 ær eru
skýrslufærðar og æmar ná að skila
28 kg af dilkakjöti eða meira.
Haustið 2003 vom það samtals
283 skýrsluhaldarar sem fylltu
þann flokk eða nær 40% fleiri en
árið áður, en sú mikla aukning
skýrist bæði af auknum íjölda
skýrsluhaldara og vænni dilkum
víðast um land en árið áður. Tafla
3 gefur yfirlit um þau bú sem
haustið 2003 stóðu efst á lista um
búin í þessum flokki. Likt og þeir
lesendur rita, sem þekkja hliðstæð
skrif frá fyrri ámm, þá em flest
búin sem skreyta þennan lista vel
þekkt af honum frá fyrri árum.
Þama gefur samt að þessu sinni að
líta ný bú. Líkt og svo oft á síð-
ustu ámm þá skipar bú þeirra
Indriða og Lóu á Skjaldfönn efsta
sætið. Hjá þeim vom árið 2003
213 fullorðnar ær skýrslufærðar
og þær skiluðu að hausti að jafn-
aði 1,77 lömbum til nytja og líkt
og áður var vænleiki var fágætur
þannig að reiknað framleiðslu-
magn eftir hverja á reyndist 38,3
kg af dilkakjöti. Þó að þetta sé frá-
bær árangur vantar aðeins á að
þau nái að hnekkja eigin meti frá
haustinu 2000. Mesta keppni veit-
tu þeim nágrannar þeirra Reynir
og Ólöf í Hafnardal en hjá þeim
voru 254 ær að skila að jafnaði
37,4 kg af dilkakjöti, frjósemi var
heldur meiri en á Skjaldfönn eða
1,88 lamb til nytja eftir ánna en
fallþungi heldur minni þó að hann
væri feikilega mikill. Síðan koma
afreksbúin af Vatnsnesinu. Efst
þeirra haustið 2003 var bú Heimis
Ágústssonar á Sauðadalsá en 338
ær hjá honum voru að meðaltali
að skila 2,01 lambi til nytja haust-
ið 2003 sem verður að teljast frá-
bært eftir slíkan fjölda áa og
reiknuð framleiðsla ánna er að
meðaltali 37,0 kg af dilkakjöti.
Nágranni hans, Ellert Gunnlaugs-
son á Sauðá, kemur fast á hæla
hans en hjá honum em 357 ær að
skila að meðaltali 36,7 kg af
dilkakjöti haustið 2003.
Ullin
Því miður verða engar meiri-
háttar breytingar hjá skýrsluhöld-
urum ijárræktarfélaganna með
skráningu á upplýsingum um ull-
arþunga ánna. Það em að vísu
talsvert fleiri ær sem slíkar upp-
lýsingar er að finna um en árið áð-
ur en samt ekki nema 404 samtals
og ullarmagn þeirra var 2,56 kg að
meðaltali. Það hlýtur að vera
verulegt álitamál hvort ekki muni
eðlilegt að hætta skráningu þess-
ara upplýsinga í skýrsluhaldinu
þegar það er aðeins brot úr pró-
senti af öllum ánum sem þessar
upplýsingar eru skráðar fyrir. Þó
að ljóst sé að ullin er orðin hrein
hliðarafurð í framleiðslu sauðfjár-
ræktarinnar í landinu þá hlýtur
jafn mikið áhugaleysi um þennan
þátt og þessi upplýsingaöflun ber
vitni um að vera nokkurt um-
hugsunaratriði.
í þessari yfirlitsgrein er ekki
fjallað um niðurstöður skýrslu-
haldsins um kjötmat sláturlamb-
anna en vísað til sérstakrar grein-
ar um það á öðrum stað í þessu
blaði.
Veturgamlar ær
Að síðustu verður líkt og áður í
hliðstæðum yfirlitsgreinum vikið
nokkuð að sumum helstu niður-
stöðutölum um veturgömlu æmar
árið 2003. Fram hefúr komið að
þær voru samtals 45.841 (42.538)
og fjölgun þeirra í skýrsluhaldinu
frá árinu áður hlutfallslega tals-
vert minni en hjá fúllorðnu ánum
sem gefúr tilefni til að ætla að
lambaásetningur hafi verið hlut-
fallslega minni haustið 2002 en
haustið 2001. Ásetningsgimbram-
ar haustið 2002 vom nákvæmlega
jafnvænar og árið áður, eða 41,1
kg að meðaltali, sem verður að
teljast góður vænleiki. Fóðmn á
gemlingum er víðast orðin mjög
góð og það endurspeglast m.a. í
þungaaukningu gemlinganna yfír
veturinn sem reyndist að þessu
sinni 12,1 kg (11,8) að jafnaði.
Frjósemi hjá veturgömlu ánum
var mjög áþekk og árið áður, að
meðaltali fæddustu 0,83 lömb
(0,82) og 0,69 (0,69) fengust til
nytja að hausti. Af gemlingunum
er skráð að 6254 af þeim hafi ekki
verið haldið eða 13,72% þeirra
sem lifandi vom að vori og er það
heldur lægra hlutfall en árið áður.
Að þeim gemlingum sem hins
vegar var ætlað að eiga lömb vor-
ið 2003 reyndust 7.558 þeirra eða
19,22% algeldir, 25.832 vom ein-
lembdir eða 65,69%, 5.892 vom
tvílembdir eða 14,98% og 42 þeir-
ra eða 0,11% áttu þrjú lömb. Þeg-
ar þessar hlutfallstölur em bomar
118 - Freyr 6/2004