Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2004, Page 25

Freyr - 01.09.2004, Page 25
orðið meiri ef náðst hefði að þurrka heyið betur. Nú í haust verður gerð ein tilraun til viðbótar á þessu sviði en þegar henni er lokið er gert ráð fyrir að unnið verði frekar úr þeirri reynslu sem safnast hefúr í þessum tilrauna- flokki. Þakkarorð Við viljum þakka Fram- kvæmdanefnd búvörusamninga er styrkti verkefnið og Sigvalda Jónssyni bústjóra á Hesti og starfsfólki hans fyrir gott samstarf við framkvæmd þess. Heimildir: Bragi Líndal Ólafsson 1995. AAT- PBV próteinkerfið fyrir jórturdýr. Ráðunautafundur 1995: 46-60. Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjömsson, 2001. Haustbötun sláturlamba á ræktuðu landi - gamalt vín á nýjum belgjum? Freyr 10/2001: 43-50. Jóhannes Sveinbjömsson og Bragi Líndal Ólafsson 1999. Orkuþarfir sauðfjár og nautgripa í vexti með hliðsjón af mjólkurfóðureiningakerfi. Ráðunautafundur 1999:204-217. Jóhannes Sveinbjömsson, Emma Eyþórsdóttir og Eyjólfur K. Ömólfs- son, 2003. Ahrif fóðurstyrks og tíma- lengdar innifóðmnar á vöxt lamba. Freyr 7/2003:29-36 Starfsemi sauðfjársæð- ingarstöðva... Frh.. afbls. 21 Fremur en venja er liggja engar endanlegar tölur fyrir um árangur sæðinganna nema hvað niður- stöður um árangur við notkun djúpfrysta sæðisins eru þekktar eins og fram kemur í grein Þor- steins Olafssonar á öðrum stað í blaðinu. Það sem frést hefur gefur samt ástæða til að ætla að árangur haft víða verið með besta móti og þess vegna er jafnvel mögulegt að vorið 2004 hafi fæðst úr sæðing- um álíka mörg eða fleiri lömb en árið áður þrátt fyrir að nokkru færri ær væru sæddar en árið áð- ur. Arangur sæðinganna frá Laug- ardælastöðinni var hins vegar ekki sem skyldi vorið 2003 eins og rakið er í hliðstæðri grein á síðasta ári. Notkun á einstökum hrútum Eins og ætíð þá var notkun á einstökum hrútum mjög breytileg. Þær upplýsingar sem fyrir hendi eru um notkun einstakra hrúta eru um útsent sæði úr þeim en ekki endanlega notkun þeirra. Reynsl- an sýnir hins vegar að nýting sæð- is er að öðru jöfnu betri hjá vin- sælustu hrútunum þannig að end- anleg notkun þeirra, sem mest er sent úr, verður jafnvel enn meiri hlutfallslega en útsendingin segir til um. Frá stöðinni við Borgames var útsending meiri en sem nam þúsund skömmtum úr eftirtöldum hrútum: Frosti 02-913 1596 skammtar, Spakur 00-909 1509 skammtar, Áll 00-868 1395 skammtar, Moli 00-882 1367 skammtar, Úði 01- 912 1366 skammtar, Ægir 01-916 1242 skammtar, Partur 99-914 1137 skammtar og Abel 00-890 með 1049 skammta senda út. Á stöðinni í Laugardælum voru jafnmargir hrútar sem náðu þúsund skammta útsendingarmörkunum og á hinni stöðinni en langmest var útsending úr Hyl 01-883, eða 2153 skammtar samtals, og er þetta því annað árið í röð sem hann er á toppi með útsendingu af stöðvar- hrútunum í landinu og þessi út- sending með því mesta sem dæmi eru um úr einum hrút á einu ári. Úr Dreitli 00-891 voru sendir 1693 skammtar, úr Gára 02-904 1568 skammtar, úr Lóða 00-871 1499 skammtar, úr Læk 97-843 1346 skammtar. úr Sóloni 01-899 1315 skammtar, úr Kunningja 02- 903 1267 skammtar og úr Rektori 00-889 1026 skammtar. Vert er að benda á það að af þessum vinsæl- ustu hrútum eru fimm frá fjárrækt- arbúinu á Hesti. Molar Sænskum svínum SLÁTRAÐ í ÞÝSKALANDI Sænskir svínabændur senda grísi sína til slátrunar í Þýska- landi í stórum stíl. Hver grís, sem slátrað er þar, gefur eig- anda sínum rúmlega 500 íkr. (50 nkr.), í aukatekjur miðað við að þeim sé slátrað í Svíþjóð. Út- borgunarverð á kg svínakjöts er um 30 kr. hærra á kg í Þýska- landi þrátt fyrir það að smásölu- verð sé þar lægra en í Svíþjóð. (Bondebladet nr. 34/2004). Bjórverð í Danmörku Bjórverð í Danmörku hefur lækkað verulega á þessu ári eftir að þýska verslanakeðjan Lidls, sem býður vörur á lágu verði, opnaði verslanir í Danmörku. Hjá Lidls kostar kippa með þremur bjórdósum af meðalsterku eða sterka öli minna en einn lítri af mjólk. í þeim löndum ESB, þar sem felld hefur verið niður skatt- lagning á öli, er sala á því hyrn- ingarsteinn undir rekstri Lidls verslananna. (Land Lantbruk nr. 32-33/2004). Freyr 6/2004 - 251

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.