Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2004, Page 33

Freyr - 01.09.2004, Page 33
gerð er í Kjósarsýslu 7,14 að meðaltalien þar er um mjög fáa dilka að ræða í samanburði við önnur héruð. Meðaltal úr mati fyrir gerð í Norður-Múlasýslu er 7,16. Eins og fram hefur komið þá hækkar mat fyrir gerð fyrir landið í heild verulega á milli ára. I flest- um héröðum kemur því fram breyting á þann veg þegar borin eru saman meðaltöl milli ára. Breytingar í Borgaríjarðarsýslu stinga því verulega í stúf við breytingar í öðrum héruðum þar sem meðaltal fyrir gerð lækkar á milli ára um 0,34 þrátt íyrir að lömb á þessu svæði séu vænni haustið 2003 en árið áður. Skýr- ingin á þessunr breytingum er vafalíð í meginatriðum tviþætt. Veruleg fjölgun verður á skýrslu- færðu fé á svæðinu og nýju búin í skýrsluhaldinu keppa ekki við rót- gróin ræktunarbú sem voru fyrir í skýrsluhaldinu. Breytingar á því í hvaða sláturhúsum slátrun dilka af svæðinu fer fram sem er gagnger á milli áranna skýrir einnig áreið- anlega einhver hluta þessara breytinga milli ára. Eina sýslan ásamt Borgarljarðarsýslu þar sem fram kemur lækkun í mati fyrir gerð er Austur-Skaftafellssýsla en þar er um óverulegar breytingar að ræða. Hlutfall vöðva- og fitumats Hlutfall matsins fyrir gerð og fitu hefúr sýnt sig að geta verið gott hjálpartæki til að meta gæða- þróunina í framleiðslunni. A það skal að vísu minnt að breytingar á mati samfara auknum fallþunga falla ekki saman fyrir mat fyrir gerð og fitu og þess vegna er slík- ur samanburður í raun ekki að fúllu gildur nema við sama fall- þunga. Breytilegur fallþungi á milli landsvæða truflar þennan samanburð eitthvað og er rétt að hafa það í huga þegar tölur eru skoðaðar. Þegar hefúr komið fram að þetta hlutfall er hagstæðara haustið 2003 fyrir landið í heild en nokkru sinni áður frá því að breytt kjötmat var tekið upp. Tafla 1 sýnir hins vegar að það er feiki- lega breytilegt á milli landsvæða. Þetta hlutfall er lang hagstæðast í þeim tveimur sýslum sem hafa hagstæðasta fitumatið, þ.e. Aust- ur-Húnavatnssýslu, þar sem það er 127, og í Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem það er 125. í báðum þess- um sýslum breytist þetta hlutfall umtalsvert frá árinu áður, en mjög miklar breytingar þar á, jafnhliða því að ekki verða miklar breyting- ar í fallþunga á milli ára, gætu verið vísbendingar um einhverjar breytingar í framkvæmd á matinu sjálfu sem þama hefðu áhrif. Ljóst er að vísu að vaxandi hlutfall af slátrun á fremur ungum lömbum ýtir undir slíka þróun. I Stranda- sýslu er hlutfallið 120 en árið áð- ur var það hæst yfír landið þar í sýslu. Eins og árið áður þá er hlut- fallið lægst í Kjósarsýslu, fast fylgt af Rangárvallasýslu og Ar- nessýslu. Miklar breytingar á milli ára á þessu hlutfalli geta ver- ið vísbending um breytingar í framkvæmd kjötmatsins á milli ára. Þegar slíkur samanburður er gerður þá hefur verið bent á mikl- ar breytingar til hækkunar í Aust- ur-Húnavatnssýslu og Suður- Þingeyjarsýslu, sem ekki verða að neinu skýrðar með tilflutningi sláturijár af þeim svæðum á rnilli sláturhúsa á milli ára. A Vestur- landi (Borgarfírðir og Snæfells- nesi) verður einnig umtalsverð breyting á þessu hlutfalli á milli ára, en á þessum svæðum til veru- legrar lækkunar. Þama er hins vegar um feikilega mikla tilfærslu á slátmn af þessum svæðum milli ára. Eina svæðið þar fyrir utan, þar sem lesa má nokkra lækkun, er í Austur-Skaftafellssýslu, en eins og fram hefur komið var þar á svæðinu smávægileg lækkun í mati fyrir gerð á milli ára. A Suð- urlandi er hlutfallið eins og verið hefur mjög stöðugt frá ári til árs. Á öðrum svæðum er yfírleitt um nokkra hækkun að ræða og í eðli- legu hlutfalli við breytingar fyrir landið í heild. Hér verður sleppt umljöllun um þann mikla breytileika sem sjá má í kjötmati í einstökum fjárræktar- félögum. Hæstu bú með mat fyrir gerð Tafla 2 gcfur yfirlit um þau bú í fjárræktarfélögunum sem náðu 9 eða meira að meðaltali fyrir mat um gerð haustið 2003 þar sem er að fínna kjötmatsupplýsingar fyrir að lágmarki 100 föll. Þrátt fyrir að þessi viðmiðunarmörk hafí verið færð umtalsvert hærra en áður er þama að finna 87 skýrsluhaldara og samtals 384 skýrsluhaldarar sem em með framangreint um- fang framleiðslu vom með meðal- tal úr matinu sem var 8 eða hærra. Líkt og árið áður er bú þeirra Þóm og Sigvalda á Urriðaá þama í efsta sætinu. Fallþungi lambanna er örlitlu lægri en árið áður en samt geysimikill, eða 18,2 kg, matið fyr- ir gerð er samt nokkm hærra en ár- ið áður eða 10,70 að jafnaði og fitumatið talsvert hagstæðara, en lömbin samt feit eins og vænta má hjá þetta þungum lömbum eða 8,45 að meðaltali. Hlutfallið milli matsþáttanna er því eins og ræðst af framansögðu umtalsvert betra en árið áður og mjög hagstætt eða 127. í öðm sæti er búið hjá Hjálm- ari og Guðlaugu á Bergsstöðum þar sem meðaltal úr fitumati er 7,93 og fyrir gerð 10,52 og hlut- fallið því vemlega hagstætt eða 133.1 þriðja sæti er síðan bú þeirra Reynis og Olafar í Hafnardal sem eins og fram kemur í grein um nið- urstöður sauðfjárskýrsluhaldsins var í öðm sæti á landinu um afurð- ir eftir hverja kind enda vænleiki Freyr 6/2004 - 33 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.