Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 38
þ.e. ef t.d. einhver hrútur hefur
verið notaður á verulega betri
eða lakari ær en aðrir hrútar bús-
ins.
Fyrir þá sem þekkja vel hlið-
stætt kynbótamat úr öðru búfé er
rétt að benda á það að í þessum
útreikningum hefur ekki enn ver-
ið settur fastur viðmiðunargrunn-
ur, (t.d. að gripur með 100 í ein-
kunn sé meðalgripur með tiltekið
fæðingarár), heldur er meðaltalið
enn sett sem meðaltalseinstak-
lingurinn í útreikningunum
hverju sinni.
Glöggir lesendur þessara greina
hafa vafalítið séð það að í þessum
útreikningum er stór hópur af
hrútum sem aðeins átti afkvæmi í
gögnum á einum eða tveimur
fyrstu árunum, sem gagnasafnið
spannar, en þrátt fyrir það breytist
kynbótamat þeirra frá ári til árs.
Þetta getur gerst vegna þess að
grunnurinn er ekki fastur eins og
að framan segir. I flestum tilfell-
um mun þó skipta meira máli að
þessir hrútar hafa átt einhvem hóp
afkomenda og frá þeim em að
koma nýjar upplýsingar sem
breyta matinu.
Nú spanna gögnin orðið all-
mörg ár þannig að hægt er orðið
að leggja mat á hvort greinilegar
erfðabreytingar eigi sér stað í
stofninum með tilliti til þessara
eiginleika. Þegar það er gert kem-
ur í ljós að mjög miklar framfarir
hafa átt sér stað í stofninum á
allra siðustu árum með tilliti til
gerðar í kjötmatinu. Þar er vafa-
lítið um að ræða afrakstur af
markvissu ræktunarstarfí, þar
sem skipulegar afkvæmarann-
sóknir, önnur hagnýting á niður-
stöðum kjötmatsins og meiri og
markvissari notkun sæðinga vega
þyngst. Þegar litið er á breyting-
amar í fitunni eru þær aftur á móti
nánast engar. Þetta varð að visu
ljóst strax eftir tvö, þrjú ár með
nýtt kjötmat og var m.a. ein af
138 - Freyr 6/2004
Tafla 1. Hrútar með 133 eða hærra í kynbótamati fyrirfitu.
Sjá í texta um frekari skilyrði.
Nafn Númer Bær Fjöldi Fita Gerð Heild
Spakur 95-528 Vogum II 31 150 94 127,6
Háleggur 01-312 Dunki 83 144 92 123,2
Karl 99-318 Gröf 27 143 101 126,2
Skarfur 94-536 Hríshóli 47 142 102 126,0
Fáfnir 99-645 Vatnsleysu 69 138 100 122,8
Lómur 97-111 Gröf 176 137 104 123,8
Lári 00-303 Kjarlaksvöllum 173 137 96 120,6
Bjartur 02-015 Súluvöllum 33 136 106 124,0
Rammi 97-496 Húsavík 107 136 94 119,2
Viktor 99-426 Svertingsstöðum 127 136 90 117,6
00-638 Kollsá 114 135 112 125,8
Kappi 97-101 Haugi 285 135 109 124,6
Sprettur 01-305 Bæ 80 135 97 119,8
Prúður 00-215 Kirkjubæ 59 135 95 119,0
Áll 98-059 Melum 67 135 95 119,0
Hylur 01-883 514 134 111 124,8
Mjóni 02-262 Arnarvatni 32 134 106 122,8
Snjókollur 00-249 Ósi 136 134 95 118,4
Busti 92-645 Engihlið 44 134 94 118,0
Drjóli 94-506 Gautlöndum 56 134 93 117,6
Hornsteinn 02-564 Hæli 13 133 107 122,6
Kistill 01-280 Gýgjarhólskoti 143 133 107 122,6
Dunkur 02-055 Hafranesi 12 133 105 121,8
Fjölnir 02-016 Borgarfelli 25 133 103 121,0
Fjalar 93-741 Litlu-Ávík 103 133 98 119,0
Tópas 02-123 Bólstað 22 133 96 118,2
Spói 97-037 Reykjum 154 133 94 117,4
Guðbjörn 97-719 Lindarbrekku 407 133 92 116,6
Dropi 01-073 Ytra-Álandi 100 133 90 115,8
Allar upplýsingar gagnvart að nota upplýsingar um skyldleika
hverjum einstaklingi eru nýttar einstaklinganna innbyrðis.
eins og best verður gert með þvi Leiðrétt er vegna valpörnum,
Gári 02-904. Er einn allra efnilegasti kynbótahrútur landsins m.t.t. kjötgæða.