Freyr - 01.09.2004, Qupperneq 41
Skarfur 99-148 í Ytri-Skógum er
líkt og á síðasta ári í öóru sæti og
vísast til umíjöllunar um hann í
grein á síðasta ári. Frændi hans,
Kunningi 02-903, er í þriðja sæti
fyrir sinn öfluga lambahóp í af-
kvæmarannsókninni í Ytri-Skóg-
um haustið 2003. Allir þessir þrír
efstu hrútar eiga þannig uppruna
sinn að meira eða minna leyti frá
Ytri-Skógum. Þarna fylgir síðan
stór hópur af ungum og efnileg-
um ungum hrútum og eru þama
allmargir synir Læks 97-843,
Túla 98-858 og Vins 99-867 og
meirihlutinn af hrútum í töflunni
eru afkomendur Garps 92-808.
Stöðvarhrútar, sem eru í þessari
töflu, eru auk Kunningja, Spakur
00-909, sem lækkar að vísu held-
ur í mati frá síðasta ári, Sólon 01-
899 og Vísir 01-892. Eins og sjá
má í töflu 4 eru að vísu stöðvar-
hrútar með hærra kynbótamat
fyrir þennan þátt sem ekki kom-
ast í töfluna út af slöku mati fyrir
fítu.
Hrútar með hæstu
HEILDAREINKUNN
Tafla 3 gefur yfirlit um þá hrúta
sem efstir standa í heildareinkunn,
það má segja að það séu því topp-
hrútar landsins í kynbótagildi fyr-
ir kjötmatsþætti. Líkt og árið áður
stendur Spakur 00-909 þama efst-
ur með 125 fyrir fitu og 142 í gerð
eða 131,8 í heildareinkunn. Matið
hjá Spak lækkar nokkuð frá fyrra
ári fyrir gerð eftir viðbót á stómm
sláturlambahópi haustið 2003 en
er samt feikilega hátt. Þessi hrútur
virðist ná að sameina gríðarlega
mikla kosti í kjötgæðum hvort
sem litið er á fitu eða gerð. I haust
á hann ntjög stóran hóp afkvæma
dreifðan um allt land eftir notkun
á sæðingarstöð og verður ákaflega
fróðlegt að fylgjast með hvort
hann nær með þeim að staðfesta
fyllilega þcssa ótrúlega miklu yf-
irburði í kjötgæðum. I öðm sæti er
Tafla 3. Hrútar með 120 eða meira, frh.
Nafn Númer Bær Fjöldi Fita Gerð Heild
Ægir 01-916 45 123 118 121,0
Dalur 01-614 Hnefilsdal 33 130 107 120,8
01-457 Ásbjarnarstöðum 97 132 104 120,8
Skalli 00-467 Hólmavík 81 114 131 120,8
Lári 00-303 Kjarlaksvöllum 173 137 96 120,6
Óþokki 02-206 Gautlöndum 25 129 108 120,6
Köggull 01-225 Klausturseli 75 123 117 120,6
Straumur 01-103 Hesti 31 129 108 120,6
Tímon 00-901 172 123 117 120,6
Áll 00-868 919 125 114 120,6
Jökull 01-414 Klifmýri 148 126 112 120,4
Hnappur 00-660 Tóvegg 120 132 103 120,4
Virki 02-208 Hofsstöðum 30 113 131 120,2
Tálmi 02-597 Brekku 60 121 119 120,2
Ás 00-623 Vogum III 120 121 119 120,2
02-508 Bjargshóli 22 122 117 120,0
Fengur 01-334 Kambi 105 124 114 120,0
Austri 00-435 Skarði 151 108 138 120,0
Fáfnir 00-086 Hesti 54 114 129 120,0
Biti 96-704 Ósabakka 446 112 132 120,0
Molar
Neysluhyggjan verð-
UR AÐ BREYTAST
Nýlega birtu umhverfissamtök-
in World Watch Institute árlega
skýrslu sína um ástand jarðar,
State of the World, í 21. sinn. Að
þessu sinni er sjónum beint að
neyslusamfélaginu og þá einkum
ofneyslu hins ríkari hluta heims.
Formála skýrslunar skrifar
Börge Brende, umhverfismála-
ráðherra Noregs (úr Hægri
flokknum). Hann vitnar þar í
ályktun sem gerð var á umhverf-
isráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
í Jóhannesarborg i Suður-Afríku
árið 2002 þar sem segir að til
þess að koma á sjálfbærri þróun
á jörðinni verður framleiðsla og
neysla jarðarbúa að breytast í
grundvallaratriðum, en Börge
Brende er formaður vinnuhóps
Sameinuðu þjóðanna um sjálf-
bæra þróun (Commission on
Sustainable Development).
Iðnríki Vesturlanda halda hins
vegar áfram að auka neyslu
sína. Jafnframt sækja önnur
lönd fast á eftir þeim. Þar má
nefna að verulegur fjöldi fólks í
Kína og Indlandi er kominn með
góðar tekjur og á sínar fyrir-
myndir í vestrænum lífsstíl. Yfir-
völd í þessum löndum fagna
þessari þróun sem hefur í för
með sér aukin atvinnutækifæri
og dregur að fjármagn frá öðrum
löndum.
Þegar þessar fjölmennu þjóðir
og fleiri fara að taka þátt í
neyslukapphlaupinu að fullu
mun það leggjast af miklum
þunga á vistkerfi jarðar sem
þegar er farið að veikjast. Hverj-
um hugsandi manni má vera
Ijóst að neyslukapphlaup hins
vestræna heims er komið út í
öfgar og að sóunin vinnur gegn
velferð fólks þegar til lengdar
lætur. Nýtt kall tímans verður:
Neysla eða velferð.
(Unnið upp úr Bondebladet
nr. 12/2004, bls 14-15).
Freyr 6/2004 - 41 |