Freyr - 01.09.2004, Side 44
Sæðingar með frystu
hrútasæði haustið 2003
Inngangur
A seinni hluta áttunda áratugar-
ins var undirritaður við doktorsnám
við Dýralæknaháskólann í Osló.
Aðalverkefnið var að finna aðferð
til þess að nota fryst hrútasæði. All-
ar tilraunir til þess að nota það fram
að því höfðu mistekist að því leyti
að ekki var hægt að sæða með ffys-
tu sæði þannig að góður árangur
næðist nema með mjög flóknum
tilfæringum. Arið 1976 tókst mér
að finna aðferð til þess að ffysta
hrútasæði á þann hátt að sæðing
með glenni gaf mjög viðunandi ár-
angur. A næstu ámm var unnið við
að þróa þessar aðferðir og hafa
Norðmenn notað ffyst hrútasæði
frá því í byrjun 9. áratugarins.
Hér á landi voru gerðar tilraunir
með fryst hrútasæði á áranum
1979 - 1982. Þeim tilraunum var
hætt vegna þess að árangurinn var
ekki samkeppnisfær við mjög góða
reynslu af notkun á fersku sæði.
A undanfömum árum hafa sauð-
fjársæðingastöðvarnar farið að
senda sæði víðar en á hefðbundin
svæði og sæðingar hafa stóraukist
á svæðum sem era mjög tjarri
stöðvunum, eins og Austurlandi.
Vestfirðir hafa alla tíð verið heldur
afskiptir með hrútasæði. Á sama
tíma hafa Norðmenn haldið áfram
að þróa notkun á frystu sæði þann-
ig að aðferðimar við frystingu og
notkun á sæðinu eru orðnar heldur
einfaldari en þær vora um 1980.
Héðan frá íslandi hefur verið flutt
út til Bandaríkjanna fryst sæði sem
hefúr krafíst flókinna og dýrra að-
ferða við sæðingu. Þess vegna var
ákveðið að gera tilraun til þess að
frysta sæði með sömu aðferð og
notuð er í Noregi til þess að sjá
hvort það geti ekki verið valkostur
í viðbót við ferska sæðið innan-
lands og hvort við gætum ekki
fengið virðisaukann af því að selja
Bandaríkjamönnum sæði sem þeir
gætu sætt með sjálfir án þess að
kaupa að rándýra sérfræðiaðstoð.
Sæðingatilraun haustið 2003
Safnað var sæði til frystingar í
nóvember 2003. Samtals var safn-
að sæði í 2217 ministrá 0,2 ml
(IMV) úr 26 hrútum á 13 dögum.
Sæðið var þynnt u.þ.b. 1:9 og kælt
niður í 5°C á 2-3 klst. Þá var það
sett í skilvindu í 10 mín og þynn-
ingarvökvi soginn af þannig að
endanleg þynning varð 1 hluti sæði
og 1,5 hlutar þynningarvökvi.
eftir
Þorstein Ólafsson,
dýralækni,
Sauðíjár-
sæðingastöð
Suðurlands
Samið var við 7 sæðingamenn
um að sæða á eigin búum og í
vissum tilfellum hjá nágrönnum í
desember sama ár. Samtals voru
sæddar 1271 ær. Af þeim vora 4
geldar, 3 drápust og 1 lét án þess
að fram kæmi lambaljöldi. Þannig
er árangurinn reiknaður eftir sæð-
ingu á 1263 ám með sæði úr 22
hrútum. Þar að auki liggja fyrir
upplýsingar um sæðingu á 697 ám
sæddum á Suðurlandi með fersku
sæði úr 18 afþessum hrútum.
Sæðingamönnum var falið að
láta leita að blæsma ám sem næst
17 klst. áður en sætt var. Það gekk
eftir í flestum tilfellum þannig að
leitað var 16-19 klst. fyrir sæð-
ingu. Sætt var ýmist með sæðis-
skammti úr heilu strái 0,2 ml í á
Tafla 1. Árangur einstakra sæðingamanna
Sæðingamaður N Hélt Hálf strá % L/á N Heil strá Hélt % L/á
A 3 1 33% 2,00 5 4 80% 1,50
B 51 33 65% 1,58 65 44 68% 1,82
C 32 18 56% 1,78 38 23 61% 1,78
D 28 12 43% 2,00 12 7 58% 2,10
E 147 69 47% 1,65 72 35 49% 1,60
F 251 97 39% 1,73 131 55 42% 1,67
G 140 54 39% 1,63 104 41 39% 1,63
H 116 38 33% 1,42 68 26 38% 1,77
Samtals 768 322 42% 1,62 495 235 47% 1,73
| 44 - Freyr 6/2004