Freyr - 01.09.2004, Page 45
eða úr hálfu strái 0,1 ml í á sem er
sama magn og notað er af fersku
sæði sem er í heldur meiri þynn-
ingu eða 1:2,8.
Niðurstöður
Sæddar voru 768 ær með hálf-
um stráum og 322 (41,9%), héldu
með að meðaltali 1,62 lömb/á.
495 ær voru sæddar með heilu
strái og 235 (47,6%) héldu með
1,73 lamb/á. Af 697 ám sæddum á
Suðurlandi með fersku sæði héldu
70,3% með 1,84 lömb/á. Sæðing-
ar með heilum stráum gáfu betri
árangur hjá öllum sæðingamönn-
um. Fanghlutfallið hjá einstökum
sæðingamönnum var frá 33% til
65% með hálfúm stráum og frá
38% til 68% (80%) með heilum
stráum (Tafla 1).
Arangur var einnig mjög mis-
munandi milli bæja. Sætt var á 15
bæjum og var árangurinn á bæjum
þar sem sæddar voru fleiri en 10 ær
með hálfúm eða heilum stráum frá
21% til 75% með hálfúm stráum
og 27% til 82% með heilum strá-
um. A einum bæ er til samanburð-
ur á sæðingum með frystu sæði og
fersku. Þar héldu 65% með hálfum
stráum, 68% með heilum stráum
og 72% með fersku sæði.
Þegar litið er til einstakra hrúta
og skoðaður er árangur þeirra sem
notaðir voru á fleiri en 10 ær með
hvorri aðferð kemur í ljós að fang-
hlutfallið er frá 25% til 62,5% með
hálfúm stráum og 29% til 72%
með heilum stráum. Með fersku
sæði var árangurinn 57% til 85%.
Umræður
Það er greinilegt að það næst
betri árangur með því að nota 0,2
ml skammta en 0,1 ml. Breytileik-
inn milli bæja er er mjög mikill og
má reikna með að á honum bygg-
ist breytileikinn milli sæðinga-
mannanna og að hluta til milli
hrútanna, því að notkunin á þeim
var ekki jöfn milli búa. Það fer
ekki á milli mála að árangurinn af
sæðingunum er mjög vel viðun-
andi hvort sem er með heilum eða
hálfum stráum á þeim bæjum þar
sem best gekk. Það er vitað að
sætt var og leitað tvisvar á dag á
öðrum þeirra. Það liggur fyrir að
afla upplýsinga um hvemig að-
stæður em á þeim bæjum sem sætt
var á, til að ganga úr skugga um
hvers vegna munurinn er svona
mikill milli bæja.
Full ástæða til þess að halda
áfram að þróa notkun á frysta
sæðinu. Það er rétt að nota 0,2 ml
skammta. Þéttni sæðisins er metin
með auganu en hefúr ekki verið
mæld og þess vegna er fjöldi sæð-
isfmma í skammtinum ekki stöðl-
uð. Það verður stefnt að því að út-
vega tæki til að mæla þéttni sæð-
isins í framtíðinni. Af þeim gögn-
um, sem liggja fyrir, verður ekki
dregin ályktun af tímanum frá því
að leitað var að blæsma ám þang-
að til var sætt, en miðað við þann
árangur sem náðist bestur er rétt
að hafa þennan tíma 16-17 klst.
Kostir og gallar við það að
NOTA FRYST SÆÐI
Avinningurinn af því að nota
fryst hrútasæði er að sæðið geym-
ist endalaust í fljótandi köfnunar-
efni við -196°C. Þess vegna er
hægt að koma sæðinu á afskekkta
staði fyrir fengitíð og ekki þarf að
treysta á færð og veður eins og
þegar nota á sæðið ferskt. Hægt er
að taka sæði til frystingar í upp-
hafi fengitíðar, áður en sæðingar
heíjast. Sæðið er þitt upp rétt fyr-
ir notkun þannig að hver sæðis-
skammtur nýtist. Þannig er hægt
að ná meira sæði til notkunar úr
eftirsóttum hrútum en annars
væri. Einn sæðingamaður getur
tekið að sér að sæða á nokkrum
nærliggjandi bæjum yfir nokkum
tíma og meiri möguleiki er að
velja hrúta og ær saman án þess
að nota samstillingar.
Ókostimir við frysta sæðið em
að sæðistakan tekur lengri tíma og
sæðið er dýrara. Geymslukútamir
fyrir sæðið eru dýrir. Fanghlutfall-
ið er lægra og frjósemin minni en
þegar notað er ferskt sæði.
Þakkir
Til þeirra sæðingamanna sem
tóku þátt í tilrauninni og þeirra
bænda sem lögóu til ær. Til sæðis-
tökumannanna sem drifu sig á
fætur til að ljúka verkefninu af áð-
ur en venjulegur vinnudagur
hófst.
Til Þróunarsjóðs sauðfjárræktar
fyrir ljárstuðning.
Börn, sem drekka
MJÓLK, ERU GRENNRI
EN ÖNNUR BÖRN
Bandarísk könnun á börnum
á aldrinum 2ja mánaða til 8 ára
leiddi í Ijós að börn, sem drekka
mjólk og neyta mjólkurafurða,
eru með minni líkamsfitu en
önnur börn.
Börn, sem neyttu mikils
kalks, neyttu jafnframt fjöl-
breyttari fæðu en borðuðu aftur
minna sælgæti og drukku
minna af gosdrykkjum en önn-
ur börn. Þessar upplýsingar
má lesa í fréttatilkynningu frá
sænskum samtökum um aukna
neyslu mjólkur og mjólkuraf-
urða. í áðurnefndri rannsókn
kom fram að meira en helming
af kalkneyslu barna má rekja til
mjólkurdrykkju þeirra.
í sænskri rannsókn kom
fram að það er skýrt samband
milli of mikillar þyngdar og
slæms mataræðis. Alltof mörg
börn borða svo mikinn sykur
að þau hafa ekki lyst á hollum
mat, sem fullnægir þörfum
þeirra fyrir m.a. járn og kalk.
(Landsbyggdens Folk
nr. 32/2004).
Freyr 6/2004 - 45 |