Freyr - 01.09.2004, Page 46
Einkunnir sæðingarstöðva-
hrútanna haustið 2004
Löng hefð er fyrir því að
birta á hverju hausti hér
í blaðinu töflu með ein-
kunnum sæðingarstöðvahrút-
anna eins og þær líta þá út.
Hér er um að ræða mikinn
upplýsingabanka, sem að baki
liggur, sem sauðfjárbændur
hafa sjálfir aflað með skýrslu-
haldi sínu. Því er eðlilegt að
þessar tölur séu þeim eins að-
gengilegar og hægt er til notk-
unar við val ásetningslamba að
haustinu þar sem þessar upp-
lýsingar eiga að geta komið að
mestum notum og markviss
notkun þeirra síðan skilað sér í
arðsamari sauðfjárstofni í
landinu með hverju ári.
Örstutt um hvaða upplýsingar
eru þarna. Einkunn hrútanna fyrir
lömb byggir á upplýsingum um
öll lömb hrútanna sem fram hafa
komið í skýrsluhaldi eftir að notk-
un þeirra hófst á stöð. Eins og
þessi einkunn hefur þróast þá er
hún nú aðeins orðin vænleikaein-
kunn fyrir hrútana. A öðrum stað í
blaðinu er fjallað um BLUP kyn-
bótamatið fyrir kjötmatsupplýs-
ingar sem eru þær einkunnir sem á
að nota þegar verið er að meta
hrútana með tilliti til kjötgæða.
Einkunn fyrir dætur er hins vegar
aðeins byggð á einkunnum um
dætur hrútsins sem fæddar eru eft-
ir sæðingar og ná aðeins til síðasta
árs, 2003. Yngstu hrútamir hafa
að sjálfsögðu engar upplýsingar
fyrir afkvæmi sem eru til orðin
við sæðingar. Þær tölur, sem em í
töflunni í sviga, em upplýsingar
fyrir þessa hrúta úr heimafélagi
þeirra sem í mjög mörgum tilvik-
eftir
Jón Viðar Jónmundsson,
Bænda-
samtökum
Islands
um byggja aðeins á notkun þeirra
á einu búi. Reynslan hefur sýnt að
þessar upplýsingar hafa breytilegt
spásagnagildi auk þess sem í fleiri
tilvikum en ekki liggja að baki
fremur takmarkaðar upplýsingar
vegna ungs aldurs hrútanna og af
þeirri ástæðu er öryggi upplýsing-
anna takmarkað. Þar sem um er að
ræða slíkar upplýsingar úr heima-
félagi um dætur hrútsins er ekki
um að ræða fjölda dætra þeirra
heldur samanlagðan Qölda afurða-
ára hjá þeim og upplýsingamar
em fyrir öll afurðaár þeirra en
ekki aðeins upplýsingar frá árinu
2003 eingöngu eins og fyrir dætur
tilkomnar með sæðingum.
Eins og áður er nefnt er einkunn
hrútanna um lömb nánast væn-
leikaeinkunn og ekkert meira.
Reynslan hefur hins vegar sýnt að
lítill vænleikamunur kemur alla
jafnan fram á afkvæmahópum
stöðvahrútanna og eins og lesend-
ur sjá og margir þekkja vel eru
hrútamir því langflestir með ein-
kunnir þar á bilinu 100-103. A
það er að sjálfsögðu rétt að benda
að nær allir hrútamir hafa átt einn
árgang afkvæma áður en þeir
koma til notkunar á stöð og inn á
stöðvamar eru að sjálfsögðu aldr-
ei teknir til notkunar hrútar sem
Kostur 98-895. Feikilega öflugur ærfaðir og gefur vel gerð sláturlömb.
146 - Freyr 6/2004