Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2004, Qupperneq 47

Freyr - 01.09.2004, Qupperneq 47
reynsla hefur sýnt að skila léttum lömbum. Haustið 2003 var víða óvanalega mikill vænleiki á snemmfæddum lömbum úr sæð- ingum. Þannig kemur nú fram miklu meiri munur í þessari ein- kunn á milli stöðvahrútanna en áður hefur sést. Þama eru það að sjálfsögðu hrútamir sem þá strax vöktu athygli fyrir úrtökuvæn af- kvæmi, sem mest skera sig úr þeir, Kostur 98-895 og Víðir 98-887, en einnig er rétt að benda á mik- inn vænleika lamba undan Mola 00-882, Glæsi 98-876 og Leka 00-880. Gildi upplýsinganna í töflunni liggur öðm fremur í upplýsingum um dætur stöðvahrútanna. Fyrir því er áratuga reynsla að þessar upplýsingar fyrir dætur, sem til- komnar eru við sæðingar, eru mjög tryggar niðurstöður. Þess vegna er miklu meiri ástæða til að draga fram áhugaverðustu þættina úr þeim niðurstöðum. Hrútavalið íyrir stöðvamar hef- ur á allra síðustu árum tekið stakkaskiptum og breytingarnar felast m.a. í því að hrútamir koma flestir til notkunar á stöð mjög ungir áður en nokkur reynsla er fengin um þá sem ærfeður. Þess vegna er eðlilegt að þegar reynsla kemur á þessa hrúta sem ærfeður verði hún breytileg. Þó að þeir séu valdir með tilliti til ættemis þá getur slíkt val aldrei orðið það ör- uggt að ekki komi fram einhverjir gripir sem vemlega bregðast von- um í þessum efnum. Athyglisverðar niðurstöður UM EINSTAK.4 HRÚTA Hér á eftir verður bent á nokkr- ar athyglisverðar niðurstöður um einstaka hrúta sem lesa má úr töfl- unni um dætur þeirra. Hrútamir með Þokugen sýna verulega sér- stöðu en hin mikla frjósemi dætra þeirra skipar þeim langt fyrir ofan alla aðra hrúta í einkunn. Allra síðustu árin hafa slíkir hrútar ekki verið í boði á stöðvunum. Akveð- in eftirspum er hins vegar af eðli- legum ástæðum eftir slíkum hrút- um. Þeir em hins vegar að verða mjög vandfúndir vegna þess hve fáir hrútar ná lengur þeim aldri að búið sé að staðfesta þennan eigin- leika áður en þeir em felldir. Frjó- semiserfðavísar verður trauðla staðfestur með vissu fyrr en fyrsta lagi þegar hrúturinn er þrevetur. Ég vil beina því til manna að koma á framfæri upplýsingum um slíka hrúta ef þeir finnast í dag. Búri 94-806 var lengi notaður á stöð en einna mest síðustu árin þannig að fyrst nú á hann orðið mjög stóran dætrahóp sem sýnir hann sem mjög öflugan ærföður. Dætur Mjölnis 94-833 hafa nú rækilega sýnt að þetta em ær sem búa yfir afbragðsgóðri frjósemi eins og vísbendingar vom fyrir um úr heimahéraði hans. Dætur Prúðs 94-834 em öflugar afurða- ær. Afram sýna dætur þeirra Bjálfa 95-802 og Möls 95-812 sig sem feikilega mjólkurlagnar af- urðaær. Stubbur 95-815 og Hnyk- ill 95-820 hafa báðir gefíð ákaf- lega frjósamar dætur. Ljóri 95- 828 á feikilega stóran dætrahóp og em það ær sem sameina mikla frjósemi og mjólkurlagni þannig að hann er úrvalsærfaðir. Vetur- gömlu æmar undan Teigi 96-862 bregðast alveg vonum um frjó- semi. Áfram sýna dætur Dals 97-838 sig sem ótrúlegar afúrðaær, þær sameina gríóarlega mikla frjósemi og frábæra mjólkurlagni og dætur hálfbróðurs hans, Klængs 97-839, em einnig úrtökugóðar ær og gefa dætmm Dals lítið orðið eftir. Sekk- ur 97-836 á ákaflega stóran dætra- hóp og dætur hans standa sig með prýði í framleiðslunni. Einnig á Lækur 97-843 feikilega stóran dætrahóp og niðurstöður þeirra staðfesta enn rækilega að þetta em frjósamar og farsælar ær. Neisti 97-844 fékk aldrei hliðstæða notk- un og ffamantaldir hrútar en dætur hans koma fram sem þrælöflugar afurðaær. Dætur Sjóðs 97-846 koma nú fyrst í umtalsverðum Freyr 6/2004 - 47 |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.