Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2004, Qupperneq 51

Freyr - 01.09.2004, Qupperneq 51
Verðmæti sláturlamba - æfingar með reiknilíkan Inngangur Allir sem stunda rekstur þurfa að spyrja sig reglulega að því hvemig má gera betur? Til þess að svara þeirri spumingu þurfa menn að hafa greinargóðar upp- lýsingar um reksturinn og þekk- ingu á þeim þáttum sem áhrif hafa á niðurstöðuna. Þetta er misflók- ið eftir atvinnugreinum. Sauófjár- ræktin hefur sem atvinnugrein m.a. þau sérkenni að eiga afkomu sína undir ólíkum þáttum, svo sem líffræðilegum (búféð, jarð- ræktin), tæknilegum (vélarnar, húsin), opinberum afskiptum (styrkir, framleiðslutakmarkanir) og síðast en alls ekki síst mark- aðslegum þáttum (framboð, eftir- spurn). Það getur því verið snúið að átta sig á hvernig eigi að for- gangsraða úrbótum í rekstri á hverjum tíma, ekki síst vegna þess að a.m.k. sumum úrbótum fylgja fjárfestingar, sem þarf þá að meta inn í dæmið. Ein leiðin til að skoða ólíka hluti í samhengi er að setja upp reiknilíkan. Til þess að það megi nota markvisst til að greina reksturinn þarf það að taka tillit til sem flestra af lykilþáttum hans. Framkvæmdanefnd búvöru- samninga hefúr á undanfömum árum styrkt ýmis verkefni í tengslum við starf tilraunabús RALA og LBH á Hesti í Borgar- firði. Eitt af þeim verkefnum, sem unnið er að, er þróun reikni- líkans sem tekur tillit til sem flestra af þeim þáttum er megin- máli skipta varðandi rekstur sauð- Qárbús. Líkanið mun taka tillit til vinnumagns og stofnkostnaðar vegna ólíkra tæknilausna, svo sem við fóðrun, og byggðar hafa verið inn helstu forsendur varðandi rík- isstuðning við greinina. Áhersla hefur verið lögð á að líkanið geti metið ólíka valkosti í jarðrækt og fóðuröflun að teknu tilliti til fóð- urþarfar bústofnsins. Sömuleiðis á líkanið að geta orðið til gagns við að meta hagkvæmni mismun- andi bústærðar út frá ólíkum for- sendum. Á næstunni verður lögð áhersla á að ljúka við líkanið sjálft, en í framhaldinu verður lögð áhersla á að aðlaga það notk- un við kennslu og leiðbeiningar í sauðfjárrækt. Hér á eftir er ætlunin að sýna dæmi um notkunarmöguleika lík- ansins, þar sem skoðuð eru áhrif mismunandi sláturtíma á verð- mæti dilksskrokks út frá mismun- andi forsendum um burðartíma, flokkun og fleira. Forsendur Verðtöflur. I líkaninu enj upp- settar töflur þar sem settar eru inn allar forsendur um verð, svo sem grunnverðtafla frá afurðastöð, út- flutningsprósenta, álagsgreiðslur frá Markaðsráði/geymslugjald og álagsgreiðslur frá afurðastöð eftir sláturvikum, en þessar greiðslur koma ekki á alla gæðaflokka og eru upplýsingar þar um byggðar inn í líkanið. Sömuleiðis er sett inn ágiskun um álagsgreiðslu vegna gæðastýringar, 50 krónur á kg í ákveðnum gæðaflokkum (ekki P-flokk né fitufl. 4-5). Þessi ágiskun er skv. fróðustu manna yfirsýn það sem gera má ráð fyrir að lágmarki miðað við að megin- eftir Jóhannes Sveinbjörnsson, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins hluti framleiðenda uppfylli kröfur gæðastýringarinnar, sem svo á eft- ir að koma betur í ljós. I dæntun- um hér á eftir er gengið út frá verðskrá Sláturfélags Suðurlands skv. fréttabréfi SS frá 3. ágúst 2004, en líkanið er þannig úr garði gert að auðvelt er að setja inn mis- munandi verðskrár. Gœðaflokkun. Gæðaflokkun dilkafallanna hefur mikil áhrif bæði á grunnverðið og allar álags- greiðslur. Almennt batnar gerðin (holdfyllingarflokkun E-P) með vaxandi fallþunga en fítuflokkun- in (1-5) þróast á óæskilegri veg. Þama er dæmi um líffræðilegt at- riði sem mikilvægt er að líkanið taki tillit til. Sú leið hefur verið valin að byggja inn töflur þar sem hægt er að setja inn gerðar- og fítuflokkun lantba eftir þyngdar- flokkum. Þarna er hægt að taka inn rauntölur frá tilteknum búum, afurðastöðvum eða önnur gögn sem við á. I þeim dæmum, sem farið verður yfír hér á eftir, er ann- ars vegar það sem kallast slök flokkim þar sem byggt er á nokk- urra ára gömlum gögnum frá hjörðum sem vom með flokkun undir meðallagi (slök gerð, mikil Freyr 6/2004 - 51 |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.