Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2004, Síða 53

Freyr - 01.09.2004, Síða 53
Burðartími 20. maí * Burðartími 20. apríl Sláturdagur 2. mynd. Áhrif burðartíma og sláturtíma á verðmæti falls af hrútlömbum með miðlungs vaxtarhraða og góða flokkun, sjá nánari skýringar i texta. tegund lamba sem langhelst eru líkur á að henti til slátrunar í nóv- ember og desember að undan- genginni vel heppnaðri haustböt- un. Ahrif burðartima. A 2. mynd er leitast við að greina áhrif burðar- tíma á hagkvæmni mismunandi sláturtíma, einkum með tilliti til sumarslátrunar. Neðri línan sýnir aftur áhrif sláturtíma á verðmæti hrútlambsins á 1. mynd sem hafði góða flokkun, var fæddur 20. maí og hafði það sem við kölluðum þar miðlungs vaxtarhraða. Efri línan sýnir áhrif sláturtima á verðmæti hrútlambs sem hefur sambærilegan vaxtarhraða og flokkun en er fætt mánuði fyrr, eða 20. apríl. Um mánaðamótin júlí- ágúst er fallþungi þessara misgömlu lamba 10,0 og 13,5 kg, 27. ágúst er hann 12,8 og 16,4 kg og 1. okt er fallþunginn 15,7 og 19,3 kg. Eins og áður sagði er flokkun þessara lamba sambæri- leg að jöfnum fallþunga, en með auknum fallþunga hækka bæði gerðar- og fitutölur og það gerist því fyrr hjá því lambi sem fyrr fæðist. Snemmfædda lambið lækkar heldur í verðmæti frá fyrrihluta ágúst fram að hefð- bundinni sláturtíð, tosast svo ör- lítið upp með auknum fallþunga en er þó ívið verðminna 15. okt- óber en það var í byrjun, þó að það hafi bætt við sig 5,8 kg í fall- þunga. Seinna fædda lambið hækkar hins vegar rólega en nokkuð ákveðið í verði allan tím- ann, þar sem aukinn fallþungi gerir betur en að vega upp lækk- andi meðalverð, þar sem fitusöfn- un er ekki enn farin að hafa mikil áhrif. Ahrif vaxtarhraða. A 3. mynd er svo leitast við að greina áhrif vaxtarhraða á hagkvæmni sumar- slátrunar. Enn er um að ræða tvö hrútlömb með góða flokkun, núna bæði fædd 20. apríl. Munurinn á þeim er hins vegar sá að annað er með það sem við höfum kallað miðlungsvaxtarhraða, þ.e. 300 g/dag til júlíloka, þá um 250 g/dag til ágústloka, svo um 200 g/dag á kjamgóðri haustbeit; en hitt er með það sem við skulum kalla hraðan vöxt, eða 350 g/dag til júlí- loka, þá 300 g/dag til ágústloka en svo slær það af niður í 150 g/dag þar sem það er einmitt búið að taka út mjög mikinn vöxt þegar þar er komið sögu. Um mánaða- mót júlí-ágúst er lambið með miðlungsvaxtarhraðann með 13,5 kg fall en hraðvaxta lambið með 15,5 kg fall; sambærilegar tölur 27. ágúst eru 16,4 og 18,9 kg og I. okt 19,3 og 21,3 kg. Eins og 3. mynd sýnir þýðir aukinn vaxtarhraði að jákvæð áhrif sumarslátrunar á verðmæti fallsins verða mjög afgerandi og augljóst tap af því að draga slátr- un fram yfir miðjan ágúst, hvað þá lengur. Samantekt Hér hafa verið kynnt dæmi um áhrif ýmissa þátta á verðmæti dilkafalla, að teknu tilliti til af- urðaverðs og allra greiðslna til Framhald á bls. 59 —♦— Miölungsvöxtur —Hraður vöxtur Sláturdagur 3. mynd. Áhrif sláturtima og vaxtarhraða á verðmæti falls af snemmbornum hrútlömbum með góða flokkun, sjá nánari skýringar í texta. Freyr 6/2004 - 53 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.