Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2004, Page 54

Freyr - 01.09.2004, Page 54
Nokkur umhugsunaratriði í sambandi við val ásetn- ingslamba itt mikilvægasta verk fjárbænda á hverju hausti er val á ásetnings- lömbunum. Um þetta efni hafa margháttaðar leiðbeiningar verið skrifaðar fyrir bændur. I eðli sínu er þetta verkefni, sem hlýtur að verða það breytilegt frá einu búi til annars hvernig að er staðið, að fyrir það verður ekki skrifuð nein stöðluð verk- lýsing. Það er því ekki ætlunin með þessari grein, heldur að draga fram nokkur umhugsun- arefni í tengslum við þetta verk. Vonandi finna einhverjir fjár- bændur í þessu atriði sem geta gert þcnnan verkþátt enn ár- angursríkari en hann er í dag. Öllum eru vel ljós þau miklu áhrif sem val ásetningslambanna hefur á afkomu búsins á næstu ár- um. Hrútamir, sem valdir eru til ásetnings, munu að vísu eiga fyrir höndum mjög mislanga framtíð, en á meðalstóru búi koma að jafn- aði undan þeim til slátrunar á næstu tveimur eða þremur rárum nokkur hundruð sláturlömb og út frá þeirri þekkingu, sem við höf- um um eðlilegan mun á afkvæma- hópum, munu áhrif einstakra hrúta í afkvæmum sínum birtast bóndanum sem auknar eða minni tekjur sem nema tugum þúsunda króna, allt eftir því hve góður hrúturinn reynist. Gimbrarnar munu svo verða hluti af ærstofni búsins næstu fimm til átta árin. Ahrif hrútanna koma að öðru jöfnu fyrr og hraðar fram í fram- leiðslunni og áhrif ákveðinni ein- staklinga geta þar orðið og verða yfirleitt margfalt meiri en áhrif frá einstökum ásetningsgimbrum. Vegna þess hve hlutfall hrút- lambanna, sem þarf til ásetnings, er miklu minna en gimbranna er svigrúm rniklu meira í valinu á þeim. Meðal annars þess vegna verður hrútavalið miklu meira mótandi um árangur ræktunar- starfs á búinu en val gimbranna. Þetta undirstrikar mjög nauðsyn þess að vandað sé til vals á ásetn- ingshrútununi eins og kostur er. Um leið er rétt að leggja áherslu á að það sama á að sjálfsögðu einnig við um val á ásetningsgimbrunum. Heildareinkunn rádi VALI LÍFLAMBA Ræktunarstarf í sauðíjárrækt- inni einkennist af því að það eru margir eiginleikar sem verið er að huga að. Yfírburðaeinstaklingur í einum eiginleika er oft nánast gallagripur í öðrum. Því verður það ætíð meginatriði um þann ár- angur, sem hægt er að vænta í ræktunarstarfinu, að vel sé ljóst að hverju er stefnt. Ræktunarmark- mið felur í sér að gera sér grein fyrir hvaða eiginleika skuli leggja mesta áherslu á og hverjir skuli hafa lítið eða ekkert vægi. Þetta verður hver og einn ræktunaiTnað- ur að hafa einhverjar hugmyndir um, ætli hann að vænta árangurs. Það eru löngu þekkt sannindi í kynbótastarfi búfjár að þegar verið er að kynbæta fyrir mörgum eigin- leikum samtímis þá fæst mestur ár- angur með því að velja einstakling- ana eftir heildareinkunn þar sem hver eiginleiki fær vægi eftir þeim áherslum sem hann hefúr í ræktun- armarkmiði bóndans. Þegar til framkvæmdar kemur verða menn hins vegar oft að vinna út frá ein- faldari vinnureglum. Þannig er t.d. ákaflega algengt að bændur setji sér vissar lágmarkskröfúr gagnvart tilteknum eiginleikum til að lamb- ið sé skoðunarvert sem ásetnings- lamb. Þannig eru settar lágmarks- kröfur um þunga þegar lömbin eru vigtuð til að þau komi til frekari skoðunar, sett eru ákveðin mörk um vöðvaþykkt í ómsjármælingu eða lærastig til þess að lambið sé tækt til frekari skoðunar, sumir velja ásetningslömb aðeins úr hópi tvílembinga o.s.frv. Slíkar vinnu- reglur er mjög eðlilegt að nota en þær ber að setja að vel athuguðu máli og mega ekki verða þannig að þær einar ráði öllu um valið. A það má t.d. benda að vel ættaðar ein- lembingsgimbrar úr sæðingu hafa oft í reynd mjög góðan ættemis- | 54 - Freyr 6/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.