Freyr - 01.01.2002, Page 8
Elðfaxl-net, gluggl at
helml íslandshestslns
Viðtal við Ólaf H. Einarsson hrossaræktanda á Hvoli í Ölfusi
AHvoli í Ölfusi er rekið
myndarlegt og framsækið
hrossaræktarbú. Þar búa
hjónin Margrét S. Stefáns-
dóttir og Ólafur H. Einarsson,
ásamt börnum sínum, Mörtu
Rut og Oddi. Auk þess að reka
þetta glæsilega hrossaræktarbú
er Ólafur formaður Félags
tamningamanna.
Tíðindamaður Freys heimsótti
Ólaf sl. haust og hann var fyrst
spurður hvaðan hann væri og
hvernig það hefði atvikast að
hann gerðist einn umsvifamesti
hrossaræktandi á landinu?
„Ég er fæddur í Reykjavík og
uppalinn þar að mestu leyti en
var þó alltaf í sveit á sumrin,
austur í Mörtungu á Síðu í Vest-
ur-Skaftafellssýslu. I sveitinni
umgekkst ég hross allmikið, þar
voru þau notuð við smala-
mennskur, eftirlit með fénu og
fólk stundaði útreiðar sér til
skemmtunar. I Mörtungu bjuggu
þeir í félagi bræðurnir Oddur og
Steingrímur Skúlasynir. Stein-
grímur var mikill áhugamaður
um hross og brúkaði þau mikið,
ég var svo lánsamur að fá að
dingla með Steina og þar með var
hestabakterían fengin. Það var
síðan til að auka enn áhugann að
fóstri minn, Þorvaldur Þorvalds-
son, er mikill áhugamaður um
hross og sem bam og unglingur
stundaði ég hestamennsku með
honum. Hestaáhuginn minnkaði
ekki með árunum og fyrsta hest-
húsið mitt byggði ég með þeim
bræðrum Erni og Benedikt Karls-
sonum, á félagssvæði Andvara í
Garðabæ. Við Örn höfðum áhuga
á hrossarækt og til að bæta að-
stöðu okkar til hestahalds keypt-
um við árið 1989 jörðina Eystri-
Hól í Vestur-Landeyjum, í félagi
við Arna Þorkelsson. A Þessum
árum vann ég ekki meðvitað eða
markvisst að því leggja fyrir
mig,að hestamennsku, það ein-
faldlega gerðist þannig. Ég vann
hjá Stjómunarfélagi íslands við
kennslu á hinum ýmsu tölvu-
námskeiðum og hestamennskuna
stundaði ég svo í frítímum. Örn
hafði frétt það að Ingólfshvoll í
Ölfusi væri til sölu, í einni af
ferðum okkar í Landeyjamar
komum við þar við og skoðuðum
jörðina og enduðum á því að
kaupa hana, það var árið 1991.
Þegar við keyptum Ingólfshvol
var ætlunin að stunda vinnu í
þéttbýlinu, en geta samt notið
sveitasælunnar og haft góða að-
stöðu fyrir áhugamálið, hesta-
mennsku. Á Ingólfshvoli var tví-
býli og bjuggum við Margrét þar
á móti Björgu Ólafsdóttur og
Emi í ein fimm ár, til ársins 1996
þegar við keyptum Hvol sem er í
næsta nágrenni. Síðan við keypt-
um Hvol hefur hestamennskan
verið atvinna mín, Margrét er á
kafi í tónlistinni en stundar
útreiðar eins og tíminn leyfir.”
Erlent fjármagn í
HROSSARÆKTINA
- Eru tamningar aðalstarf
ykkar hér?
„Á Hvoli stundum við nokkuð
hefðbundinn hestabúskap sem
felst í hrossarækt, hestasölu, upp-
eldi og reiðkennslu. Þá er þjón-
usta við erlenda hrossaræktendur
Hrossaræktunarbúið að Hvoli í Ölfusi. (Ljósmyndir tók S.dór).
| 4-Freyr 1/2002