Freyr - 01.01.2002, Síða 10
og reiðmennsku nú á fáum árum
fyrir tilverknað námsins á Hól-
um. Það að hestamennskan skuli
nú eiga skilgreint nám í íslensku
menntakerfi og að hestamennsk-
an sé þar með valkostur fyrir
ungt fólk, þegar það velur sér
framtíðarstarf, er dýrmætt. Það
að vel takist til að þróa námið og
byggja upp gott samstarf skóla-
kerfisins við fagfélagið er þar
lykillinn. Að námi loknu eru at-
vinnumöguleikar góðir, það vant-
ar fleiri góða og vel menntaða
tamningamenn og reiðkennara.
Mín skoðun er sú að ef félags-
kerfi hestamennskunnar stendur
sig vel í því að ryðja brautina,
halda uppi öflugu ímyndar- og
markaðsstarfi, og ef menntakerfið
stendur sig í því að færa okkur
hæft fólk til starfa sé framtíðin
björt. Félagar í FT, fagfólkið í
tamningum, reiðmennsku, og
reiðkennslu gegnir síðan lykil-
hlutverki í öflun markaða fyrir
hestinn og því hvemig fara á með
hann.”
Góð og vel tamin hross eru
GÓÐ MARKAÐSVARA
- Er mikið um góða tamninga-
menn í dag ?
„Já, það em margir góðir tamn-
ingamenn til og þeim fjölgar
jafnt og þétt. Tíu til tuttugu
manns ljúka námi í tamningum á
hverju ári. Hluti þessa fólks
stefnir ákveðið á atvinnumennsku
en aðrir hafa það að markmiði að
verða betri hestamenn og hafa
hestamennskuna sem áhugamál.
Góðir tamningamenn eiga greiða
leið í vinnu.”
-Hefur markaðurinn fyrir ís-
lenska hesta verið að breytast?
„Já, hann hefur breyst.
Markaðurinn biður almennt um
meira tamin hross en áður og þau
verða að vera vel tamin og þæg.
Verð fyrir slrk hross er sæmilegt,
en góð kynbótahross halda uppi
verðinu. Sumir hafa haft efa-
semdir um að aukin vinna við
tamninguna skili sér í verðinu,
mín reynsla er sú að við getum
verið á ágætu kaupi við að gefa
hrossunum góðan tíma og vanda
tamninguna.
ÍSLENSKI REIÐSKÓLINN
íslenski reiðskólinn á Ingólfs-
hvoli er einkarekinn skóli. Hann
hefur núfengið viðurkenningu.
Telur þú að rétt hafi verið að
veita honum kennsluleyfi?
„Það er rétt að skólinn hefur
sóst eftir viðurkenningu Félags
tamningamanna á því námi sem
þar fer fram. Óskað hefur verið
eftir því að nemendur, sem ljúka
tamninganámi frá skólanum, fái
inngöngu í Félag tamningamanna
eins og nemendur frá Hólaskóla.
Það leyfi hefur skólinn á Ingólfs-
hvoli nú fengið. Þau skilyrði sem
Félag tamningamanna setur
menntastofnunum, til þess að
veita nemendum viðurkenningu,
er að námsskráin fái samþykki
FT, menntamálaráðuneytisins og
Búfræðsluráðs. Þessi leyfi eru
þegar fengin fyrir skólann á
Ingólfshvoli og í vinnslu er sam-
starfssamningur skólans og FT.”
Ættu ekki að SAMEINAST
- Sameiningarmál eru umrædd
hjá hestamönnum, þ.e. sameining
Félags hrossabænda og Lands-
sambands hestamannafélaga. Er
það álitlegur kostur að þínu
mati?
„Umræðan um sameiningu Fé-
lags hrossabænda og Landssam-
bands hestamannafélaga hefur
verið áberandi að undanförnu,
Kristinn Guðnason, formaður
FH, hefur lýst þeirri skoðun sinni
að sameining sé ekki að hans
skapi en Jón Albert, formaður
LH, vill sameina. Umræðan um
sameiningu eða samstarf félaga-
samtaka hestamennskunnar fór
fyrir alvöru af stað þegar Ataks-
verkefnið var stofnað. Þrjú af
þeim fjórum félögum, sem að
Átaksverkefninu standa, þ.e. FH,
FT og LH hafa nú sameinast um
rekstur skrifstofu. Þessi samvinna
félaganna þjappar þeim saman og
er af hinu góða.
Ég tel að FH og LH eigi ekki
að sameinast. LH er fulltrúi
hestamennskunnar innan íþrótta-
hreyfingarinnar og mér finnst
hlutverk þess vera að vinna að
framgangi hestamennskunnar
sem almenningsíþróttar. Félag
hrossabænda er búgreinafélag
sem er aðili að Bændasamtökum
íslands. FH ber að vinna að fram-
gangi hrossaræktar og standa fyr-
ir ímyndar- og markaðsstarfi. FT
er fagfélag, félagsskapur fagfólks
sem stundar tamningar og reið-
kennslu. Hlutverk FT er að stuðla
að bættri meðferð og tamningu
íslenska hestsins og standa vörð
um hagsmuni félagsmanna sinna.
Ég sé fyrir mér aukið samstarf
Félags hrossabænda og Félags
tamningamanna. Það stendur þes-
sum félögum næst að bera hitann
og þungann af öflugu ímyndar-
og markaðsstarfi. Samkeppnis-
umhverfið, hrossaræktendur,
tamningamenn og reiðkennarar,
sem hafa af hestamennskunni
lifibrauð, þurfa á því að halda að
brautin sé rudd þannig að mark-
aðurinn taki við því sem þeir
hafa fram að færa. FH og FT eru
hagsmunafélög þeirra sem lifa af
hestamennskunni og hrossabænd-
ur framtíðarinnar eru vel mennt-
aðir tamningamenn og reiðkenn-
arar.”
Landsmót annað hvert ár
- Landsmótin voru haldin á
fjögurra árafresti en nú eru þau
haldin annað hvert ár. Voru rök
fyrir fjölgun Landsmótanna ?
„Alveg tvímælalaust. Það er
| 6-Freyr 1/2002