Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 14

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 14
miðstöðinni í Laugardal. Fundinn sátu stjórn Félags hrossabænda og formenn deilda. Farið var yfir stöðu mála í kjötframleiðslunni og virðist þau vera í góðum far- vegi. Helsti flöskuhálsinn er þó að kjötvinnslan annar varla eftir- spum. Sæðingarstöðin var til umfjöllunar og komu þeir Agúst Sigurðsson, hrossaræktarráðu- nautur, og Páll Stefánsson, dýra- læknir, á Selfossi á fundinn og fræddu menn um gildi þess að ná tökum á því að frysta sæði. Sólveig sagði frá gangi mála með verkefnið: “Umhyggja og ábyrgð”. Heimsmeistaramótið var rætt og vom menn sammála um að einhverjar úrbætur þurfi að gera til að hrossum verði ekki misboðið í sýningum. Landsmót er á næsta leyti og lögðu fundar- menn til að mikilvægt sé að draga úr endurtekningum og létta á hrossunum. Fjallað var um kyn- bótasýningarnar á árinu og kom fram að óánægja var með sumar sýningarnar. Formenn deildanna sögðu frá starfsemi þeirra en margar deild- irnar em mjög öflugar. I lok fundarins kom Guðbjörn Arnason og kynnti nýjar hugmyndir SAGA reiðskólans. Var þetta áhugavert og vildu fundarmenn að Guðbjörn aflaði sér enn frek- ari upplýsinga um skólann svo að unnt sé að sjá hlutina í nákvæmu samhengi. Hrossaræktin 2001 Samráðsundur fagráðs í hrossa- rækt bauð til ráðstefnu hinn 16. nóvember sl. undir nafninu Hrossarækt 2001. Fundurinn hefur aldrei verið eins fjölsóttur og nú og greinilegur áhugi er á þessu efni. Á ráðstefnunni var fjallað um síðastliðið ár í hrossa- ræktinni og ungir vísindamenn, sem útskrifaðir eru frá Hvann- eyri, kynntu lokaverkefni sín sem fjölluðu um ýmsa þætti hrossa- ræktar. Uppskeruhátíð hestamanna Uppskeruhátíð hestamanna var haldin hátíðleg á Broadway föstudaginn 16. nóvember. Um 600 manns sátu hátíðina sem er meira en áður. Skemmtunin hófst upp úr kl. 19:30 og var Flosi Olafsson veislustjóri og fórst það vel úr hendi. Knapi ársins var valinn Vignir Jónasson, fyrst og fremst vegna árangur hans á Heimsmeistaramótinu í Austur- ríki og Islandsmótinu sl. sumar. Það eru hestafréttaritarar sem að sjá um val og afhendingu verð- launa. Ræktunarbú ársins er Flugumýri í Skagafirði og eru þau hjón Páll Bjarki Pálsson og Eyrún Anna Sigurðardóttir vel að þessari viðurkenningu komin. Fagráð í hrossarækt velur búið og afhenti Sigurgeir Þorgeirsson verðlaunagripinn. Umhyggja og ábyrgð Hugmyndin var að koma verk- efninu inn í skólakerfið og gera það að föstum sessi í grunnskólun- um. Þetta hefur ekki tekist og meðal annars vegna þess að grunnskólamir hafa nú mikið meira val sjálfir á því hvað þeir vilja kenna nemendum sínum. I dag er samvinna milli Félags hrossabænda og Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkurborgar um kynn- ingu á verkefninu og samstarfs- aðilum FH sem eru: Reiðskólinn Þyrill, Reiðskólinn Faxabóli og Ishestar. Töluverð eftirspum eftir heimsóknum hefur verið hjá þes- sum aðilum og vonir standa til að þetta verði ómissandi þáttur í starfi grunnskólanna í Reykjavík. Þá er alveg eftir að kynna verk- efnið á landsbyggðinni. Það er næsta skref sem vonandi verður hægt að byrja á fljótlega upp úr áramótum. Kynningar erlendis Undirrituð fór á Equitiana- sýninguna í Þýskalandi í mars sl. og var í kynningarbás Ishesta með bæklinga frá félaginu. Hug- mynd kom upp um að bjóða fé- lagsmönnum að senda með bækl- inga gegn vægu gjaldi. Vegna tímaskorts var horfið frá þeirri hugmynd, en hana má reyna seinna. Á heimsmeistaramótinu í Aust- urríki sameinaðist félagið kynn- ingarbási með Átaksverkefninu og BI. Þarna vom þrír starfs- menn sem kynntu starfsemi fé- laganna, dreifðu efni og svöruðu fyrirspurnum. BÍ var með World- feng til kynningar og sölu, sjá mátti mikinn áhuga fólks á þessu forriti. ISLANDICA Islandica-sýningin tók stefnu- breytingu sl. vor en þá sameinað- ist hún heimilissýningunni. FH fór í samstarf með LH, Átaks- verkefni og BI um kynningarbás á sýningunni og tókst ágætlega til. Sigurbjöm Bárðarson og fólk hans æfðu af kappi hestasýningu sem var í skautahöllinni. Þar komu einnig við sögu margir þekktir leikarar. Voru sýningar- gestir sammála um að þetta hafi verið hin besta skemmtun. Reiðþjálfun fatlaðra Undirrituð fór í haust á ráð- stefnu um reiðþjálfun fatlaðra sem Hestamiðstöð íslands efndi til. Þetta var gert með það að markmiði að fá saman fólk sem stundar reiðþjálfun með fötluð- um. Overuleg samskipti hafa ver- ið á milli þess fólks, sem starfar við þetta, og er hugmyndin að hittast reglulega og miðla reynslu. Norskri konu, Ellen Trætteberg, var boðið á ráðstefn- una og flutti hún skemmtileg er- indi og miðlaði reynslu sinni til | 10-Freyr 1/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.