Freyr - 01.01.2002, Qupperneq 14
miðstöðinni í Laugardal. Fundinn
sátu stjórn Félags hrossabænda
og formenn deilda. Farið var yfir
stöðu mála í kjötframleiðslunni
og virðist þau vera í góðum far-
vegi. Helsti flöskuhálsinn er þó
að kjötvinnslan annar varla eftir-
spum. Sæðingarstöðin var til
umfjöllunar og komu þeir Agúst
Sigurðsson, hrossaræktarráðu-
nautur, og Páll Stefánsson, dýra-
læknir, á Selfossi á fundinn og
fræddu menn um gildi þess að ná
tökum á því að frysta sæði.
Sólveig sagði frá gangi mála með
verkefnið: “Umhyggja og
ábyrgð”. Heimsmeistaramótið var
rætt og vom menn sammála um
að einhverjar úrbætur þurfi að
gera til að hrossum verði ekki
misboðið í sýningum. Landsmót
er á næsta leyti og lögðu fundar-
menn til að mikilvægt sé að
draga úr endurtekningum og létta
á hrossunum. Fjallað var um kyn-
bótasýningarnar á árinu og kom
fram að óánægja var með sumar
sýningarnar.
Formenn deildanna sögðu frá
starfsemi þeirra en margar deild-
irnar em mjög öflugar. I lok
fundarins kom Guðbjörn Arnason
og kynnti nýjar hugmyndir
SAGA reiðskólans. Var þetta
áhugavert og vildu fundarmenn
að Guðbjörn aflaði sér enn frek-
ari upplýsinga um skólann svo að
unnt sé að sjá hlutina í nákvæmu
samhengi.
Hrossaræktin 2001
Samráðsundur fagráðs í hrossa-
rækt bauð til ráðstefnu hinn 16.
nóvember sl. undir nafninu
Hrossarækt 2001. Fundurinn
hefur aldrei verið eins fjölsóttur
og nú og greinilegur áhugi er á
þessu efni. Á ráðstefnunni var
fjallað um síðastliðið ár í hrossa-
ræktinni og ungir vísindamenn,
sem útskrifaðir eru frá Hvann-
eyri, kynntu lokaverkefni sín sem
fjölluðu um ýmsa þætti hrossa-
ræktar.
Uppskeruhátíð hestamanna
Uppskeruhátíð hestamanna var
haldin hátíðleg á Broadway
föstudaginn 16. nóvember. Um
600 manns sátu hátíðina sem er
meira en áður. Skemmtunin hófst
upp úr kl. 19:30 og var Flosi
Olafsson veislustjóri og fórst það
vel úr hendi. Knapi ársins var
valinn Vignir Jónasson, fyrst og
fremst vegna árangur hans á
Heimsmeistaramótinu í Austur-
ríki og Islandsmótinu sl. sumar.
Það eru hestafréttaritarar sem að
sjá um val og afhendingu verð-
launa. Ræktunarbú ársins er
Flugumýri í Skagafirði og eru
þau hjón Páll Bjarki Pálsson og
Eyrún Anna Sigurðardóttir vel að
þessari viðurkenningu komin.
Fagráð í hrossarækt velur búið og
afhenti Sigurgeir Þorgeirsson
verðlaunagripinn.
Umhyggja og ábyrgð
Hugmyndin var að koma verk-
efninu inn í skólakerfið og gera
það að föstum sessi í grunnskólun-
um. Þetta hefur ekki tekist og
meðal annars vegna þess að
grunnskólamir hafa nú mikið
meira val sjálfir á því hvað þeir
vilja kenna nemendum sínum. I
dag er samvinna milli Félags
hrossabænda og Fræðslumiðstöðv-
ar Reykjavíkurborgar um kynn-
ingu á verkefninu og samstarfs-
aðilum FH sem eru: Reiðskólinn
Þyrill, Reiðskólinn Faxabóli og
Ishestar. Töluverð eftirspum eftir
heimsóknum hefur verið hjá þes-
sum aðilum og vonir standa til að
þetta verði ómissandi þáttur í starfi
grunnskólanna í Reykjavík.
Þá er alveg eftir að kynna verk-
efnið á landsbyggðinni. Það er
næsta skref sem vonandi verður
hægt að byrja á fljótlega upp úr
áramótum.
Kynningar erlendis
Undirrituð fór á Equitiana-
sýninguna í Þýskalandi í mars sl.
og var í kynningarbás Ishesta
með bæklinga frá félaginu. Hug-
mynd kom upp um að bjóða fé-
lagsmönnum að senda með bækl-
inga gegn vægu gjaldi. Vegna
tímaskorts var horfið frá þeirri
hugmynd, en hana má reyna
seinna.
Á heimsmeistaramótinu í Aust-
urríki sameinaðist félagið kynn-
ingarbási með Átaksverkefninu
og BI. Þarna vom þrír starfs-
menn sem kynntu starfsemi fé-
laganna, dreifðu efni og svöruðu
fyrirspurnum. BÍ var með World-
feng til kynningar og sölu, sjá
mátti mikinn áhuga fólks á þessu
forriti.
ISLANDICA
Islandica-sýningin tók stefnu-
breytingu sl. vor en þá sameinað-
ist hún heimilissýningunni. FH
fór í samstarf með LH, Átaks-
verkefni og BI um kynningarbás
á sýningunni og tókst ágætlega
til. Sigurbjöm Bárðarson og fólk
hans æfðu af kappi hestasýningu
sem var í skautahöllinni. Þar
komu einnig við sögu margir
þekktir leikarar. Voru sýningar-
gestir sammála um að þetta hafi
verið hin besta skemmtun.
Reiðþjálfun fatlaðra
Undirrituð fór í haust á ráð-
stefnu um reiðþjálfun fatlaðra
sem Hestamiðstöð íslands efndi
til. Þetta var gert með það að
markmiði að fá saman fólk sem
stundar reiðþjálfun með fötluð-
um. Overuleg samskipti hafa ver-
ið á milli þess fólks, sem starfar
við þetta, og er hugmyndin að
hittast reglulega og miðla
reynslu. Norskri konu, Ellen
Trætteberg, var boðið á ráðstefn-
una og flutti hún skemmtileg er-
indi og miðlaði reynslu sinni til
| 10-Freyr 1/2002