Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 34

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 34
Aldur Hryssur Hestar 4ra vetra 8,00 7,98 5 vetra 8,08 8,16 6 vetra 8,14 8,30 7 vetra og eldri 8,19 Leiðréttingastuðla fyrir sýning- arár má lesa út úr 1. mynd.. Þar má t.d. sjá að aðaleinkunnin 7,53 árið 1961 jafngildir 7,18 árið 2001 sem væri með öðrum orð- um sú aðaleinkunn sem meðal- hrossið frá árinu 1961 myndi fá kæmi það til dóms í dag. Þessi munur er mjög lítill þegar litið er til ára sem eru nær í tíma, t.d. er munur áranna 1999 og 2001 ein- ungis 0,03 stig en árið 2000 ligg- ur hins vegar hærra og munar 0,05 stigum miðað við 2001. Til að skoða áhrif leiðréttingastuðl- anna má taka dæmi um stóðhest sem kom til dóms á árinu 1998 þá 5 vetra gamall og hlaut eink- unnina 8,00. Þessi hestur kemur aftur til dóms árið 2000 þegar hann er 7 vetra gamall. Árið 2000 liggur 0,16 stigum hærra en árið 1998 og 7 vetra hestar liggja 0,14 stigum hærra en 5 vetra hestar. Þessi hestur hefði því þurft að ná einkunninni 8,30 til þess að standa jafnhár í kynbóta- mati að öðru óbreyttu! Þama er um að ræða raunverulegt dæmi sem sýnir glögglega fram á hvað dómsaðaleinkunn ein og sér getur verið misvísandi nema a.m.k. upplýsingar um aldur og kyn fylgi með. Rétt er að minna á að við náum auðvitað ekki að jafna fullkomlega út allan umhverfis- mun, sem hrossum er búinn, þrátt fyrir þessar leiðréttingar. Munur, sem liggur í mismunandi upp- eldi, tamningu og sýningu, er áfram innifalinn í gögnunum en hins vegar væri það mikill fengur ef við gætum jafnað hann út. Það er þó ekki hægt með nægjanlega traustum hætti í dag. Kynbótamatið má nota til að meta erfðaframfarir í stofninum en þá er einfaldlega reiknað með- alkynbótagildi innan hvers ár- gangs. Á mynd 2 er búið að framkvæma þessa útreikninga og teikna upp hvernig þróun hefur verið. Þarna er miðað við hross sem hafa komið til dóms. Á myndinni sést að framfarirnar eru stöðugar í kynbótamati aðaleink- unnar og sönnun þess að við stefnum í rétta átt miðað við það ræktunartakmark sem við höfum sett okkur í þeim eiginleikum sem metnir eru í dómkerfinu í dag. Að lokum er rétt að benda á að allar þær upplýsingar um einstök hross eða sýningar, sem nefndar hafa verið í grein þessari, má kalla fram í gagnagrunni j 30-Freyr 1/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.