Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.2002, Side 35

Freyr - 01.01.2002, Side 35
hrossaræktarinnar www.world- fengur.com. Skýringar við töflur Flokkun hrossa í töflur fylgir svipuðu sniði og nú um langt skeið en í töflunum birtast ein- ungis þau hross sem tilheyra besta hluta hrossastofnsins, metið á mælistiku kynbótafræðanna. Þó er rétt að geta þess að í töflumar koma einungis hross sem hafa sjálf kynbótadóm en hins vegar geta verið þama hross sem flutt hafa verið úr landi eða em fallin. í 1. töflu koma stóðhestar sem eiga flest dæmd afkvæmi en það eru þeir hestar sem eiga mögu- leika á að ná æðsta verðlaunastigi eða heiðursverðlaunum fyrir af- kvæmi. I 2. töflu eru síðan þeir hestar, sem eiga nægan afkvæma- fjölda til að koma til álita til 1. verðlauna fyrir afkvæmi, en um nánari skilgreiningu þess verð- launastigs er bent á reglur um verðlaunastig afkvæmahrossa hér á vefnum. I 3. töflu em síðan ungu óreyndu stóðhestarnir (og einhverjir geltir hestar einnig). Efstu hryssumar eru í 4. töflu en þar er á sama hátt og fyrir stóð- hestana að finna þær hryssur sem hafa möguleika til að ná æðsta verðlaunastigi fyrir afkvæmi. Merkt er sérstaklega við þær hryssur sem ná heiðursverðlaun- um. Síðan er að finna töflur með efstu hestum og hryssum í hverj- um eiginleika fyrir sig. Einstök atriði í töflum Fœðingamúmer eru tíu stafa; fyrstu fjórir stafimir em fæðin- garárið, stafur fimm er lykill fyrir kynferði, 1 er hestur, 2 er hryssa, næstu tveir stafir em þjóðskrárnúmer uppmnahéraðsins og síðustu þrír stafir fæðingarnúmersins em númer úr raðnúmeraröð ræktanda hrossins. Nafii og uppruni hrossanna kemur fyrir í næsta dálki. Hœð er kynbótamat eigin- leikans hæð á herðar, það er metið sem einn einstakur eigin- leiki og hefur því ekki áhrif á kynbótamat annarra eiginleika né á kynbótamat aðaleinkunnar. Kynbótamatið á hæð á herðar er gefið upp í sentimetrum og er tölustærðin óháð mæliaðferð (band eða stöng). Kynbótamat er reiknað út fyrir alla eiginleika dómstigans, þ.e. höfuð, háls, herðar og bóga, bak og lend, samræmi, fótagerð, réttleika, hófa og prúðleika á fax og tagl og kostina: Tölt, hægt tölt, brokk, skeið, stökk, vilja, geðs- lag, fegurð í reið og fet og loks fyrir kynbótamat aðaleinkunnar. Rétt er að benda á að gefið er upp aðskilið kynbótamat fyrir vilja og geðslag þrátt fyrir að þessir eiginleikar séu nú stigaðir saman. Þetta mun væntanlega breytast á næstu ámm. Afkvœmafrávik-Af\, segir til um hve mörg stiga viðkomandi grips em vegna áhrifa frá dæmdum afkvæmum. Þar eiga því hross án dæmdra afkvæma undan- Molar TÍU AUSTANTJALDSLÖND SÆKJA UM AÐILD AÐ ESB Tíu fyrrverandi austantjalds- lönd hafa lýst áhuga sínum á aðild að ESB. Þau eru Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Pól- land, Rúmenía, Slóvakía, Sló- venía, Tékkland og Ungverja- land. Þjóðarframleiðsla á íbúa í þessum löndum er að meðaltali 39% af meðaltali ESB-landanna 15. Af þeim er Slóvenía hæst með 71%, Tékkland með 60% og Ungverjaland með 52%. tekningarlaust að hafa 0. Afkvæmi skrác5=AfS, merkir hversu mörg afkvæmi hrossið á í Feng þegar uppgjör fór fram. Afkvæmi dæmd= Dl, segir til um fjölda fulldæmdra afkvæma hrossanna sem í hlut eiga. Með samanburði á þessum dálki við AfS er hægt að fá hugmynd um hversu vel afkvæmi undan einstökum hrossum skila sér til dóms. Afkvæmi dæmd fyrir hægt tölt og fet= D2, segir til um fjölda fulldæmdra afkvæma þau ár sem fet og hægt tölt hefur verið dæmt (1999-2001) en þeir eiginleikar eru í flestum tilfellum metnir með minna öryggi en hinir sem hafa verið stigaðir frá upphafi. Öryggi í kynbótamati aðaleinkunnar=Ory, er gefið upp sem hundraðshluti (%) og segir til um hve miklar líkur eru á að hið metna kynbótagildi (útreik- naða) sé hið raunverulega kynbó- tagildi gripsins er í hlut á. Tákn fremst í línu merkja: - Hrossið er dautt. # Hrossið hefur verið selt úr landi. Lægst er Búlgaría með 24% og Rúmenía með 27%. ESB hefur birt áætlun um hagvöxt í þessum löndum á ár- unum 2001-2003 og er hann áætlaður 3,4% á ári að meðal- tali. Ef sá hagvöxtur stendur í 10 ár mun þjóðarframleiðsla á mann í þessum löndum þó ekki hækka nema úr 39% í 43% af því sem hann er áætlaður í nú- verandi löndum ESB. Ljóst er því að mikið verk er framundan að jafna lífskjör í núverandi og væntanlegum löndum ESB. (Internationella Perspektiv nr. 37/2001). Freyr 1/2002-31 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.