Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.2002, Qupperneq 43

Freyr - 01.01.2002, Qupperneq 43
skap. Þar tekur hann þátt í að fóðra og hirða hross og fær þjálf- un í tamningum. 3. ÖNN Hér eru að mestu kenndar al- mennar grunngreinar, s.s. líf- færa, lífeðlis- og fóðurfræði þar sem fjallað er m.a. nánar um meltingarfæri einmaga dýra og gerð grein fyrir niðurbroti, upp- töku og nýtingu næringaefna. Þá er fjallað um sjúkdóma og kvilla sem stafa af rangri fóðrun. Fóð- urmat og fóðurmatskerfi eru tek- in til umfjöllunnar og notkun þeirra gerð nokkur skil. Farið er í líffærafræði hrossa, gerð og starf- semi vöðva, beina og tanna svo að eitthvað sé nefnt. Fjallað um skynfæri, blóðrás, öndun, tempr- un líkamshita, húð, hár og hófa. Þá er farið í æxlun, fósturmynd- un, vaxtarlífeðlisfræði, vöxt og þroska. Erfða- og kynbótafræði hrossa er gerð skil. Á önninni er boðið upp á val- greinina Hrossarækt 1.1 henni er farið í þróunarsögu hestsins og séreinkenni hans. Fjallað um þarfir hrossa fyrir helstu næring- arefni til viðhalds, vaxtar og vinnu. Itarlega er tekin fyrir fóðr- un hrossa, beit, kynbætur, skipu- lag þeirra og skýrsluhald. Hér er notað námsefni sem Ingimar Sveinsson skrifaði, en hann var hrossaræktarkennari skólans árum saman. í raun má segja að Ingimar hafi vakið kennsluna í hestamennskunni af nokkrum dvala, með áhuga sín- um og eldmóði, þegar hann kom til starfa í janúar árið 1986. Á meðan Ingimar var kennari við skólann innleiddi hann nýja að- ferð við frumtamningu hrossa, sem hann nefnir „Af frjálsum vilja“. Enn er Ingimar að, og hefur haldið fjölda tamninganám- skeiða bæði innanlands og er- lendis. 4. ÖNN Á þessari önn er boðið upp á valgreinina Hrossarækt II. Fjallað er um eðli, skynjun, hegðun og viðbrögð hestsins, tamningu og þjálfun hans. Mestur hluti áfang- ans er verklegur. Hver nemandi frumtemur og þjálfar tryppi, sem hann síðan sýnir á „Skeifukeppn- inni“ í lok áfangans. Verklegar æfingar eru einnig í járningum, hófhirðu og kynbótadómum. Þá skrifa nemendur tveggja eininga lokaritgerð um sjálfvalið efni, undir leiðsögn. Ávallt er nokkur hópur sem velur sér að skrifa um efni er varðar hrossarækt. Háskólanám í hrossarækt Boðið er upp á hrossarækt sem fjögurra eininga valgrein á öllum brautum háskólanámsins á fjórða námsári. Markmiðið með þeim áfanga er að gera þá sem hann taka hæfa til að taka að sér leið- beiningastörf í íslenskri hrossa- rækt. Þeir nemendur sem að því stefna taka einhverja þætti hrossaræktar sem lokaverkefni, sem vegur fimm einingar til B.Sc,- 90 prófs og níu einingar sé um að ræða B.Sc. 120-próf. Endurbætur á KENNSLUAÐSTÖÐU Nýlega er lokið endurbótum í Gunnar Bjarnason. Ingimar Sveinsson hesthúsi skólans, í því augnamiði að bæta aðbúnað hrossanna og vinnuaðstöðu. Básar hafa verið fjarlægðir og stíur settar í stað- inn. Þá var nýlega smíðað nýtt gerði utan við hesthúsið og er nú innangengt úr því í hringgerðið þar sem nemendur vinna við frumtamningu hrossa sinna. Þá hefur gamla fjárhúshlaðan verið rýmd og þar er nú hægt að vinna við tamningar, sé veður óhagstætt. Niðurlag Að framanrituðu má sjá að kennslu í hrossarækt og frum- tamningu hefur um langa tíð ver- ið vel sinnt á Hvanneyri enda er hrossarækt ein af þremur aðalbú- greinum hér á landi. Það er því ekki síður mikilvægt að sinna vel kennslu í hrossarækt, en naut- gripa- og sauðfjárrækt og mark- mið skólans er að efla hana og styrkja. Verðandi bændur og tamninga- menn hafa því sem fyrr, margt að sækja að Hvanneyri á þessu sviði. Freyr 1/2002-39

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.